Lífið

Kom á óvart hvað lítið þurfti til að gera mikla breytingu

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Sjónvarpsrýmið fyrir og eftir breytingar.
Sjónvarpsrýmið fyrir og eftir breytingar. Skreytum hús

„Fyrst að við ætlum að fara undir stigann að laga til þar, eigum við þá ekki bara að laga til í allri stofunni í leiðinni,“ sagði Soffía Dögg Garðarsdóttir þegar hún gerði breytingar á íbúð í Árbænum.

í þriðja þætti af þessari þáttaröð af Skreytum hús var verkefnið aðallega barnaherbergi en hún vildi líka breyta svæðinu undir stiga íbúðarinnar í kósý leik- og leshorn fyrir börnin.

„Það sem kom kannski á óvart var hvað þurfti lítið til þess að breyta þessu mjög mikið. Það þurfti svolítið bara þessu litlu smáatriði til að gera þetta miklu hlýlegra og notalegra rými,“ sagði Anna Sigríður Einarsdóttir þegar hún sá sjónvarpsstofuna eftir breytingarnar.

Í stofunni færði Soffía Dögg sófann frá veggnum og setti upp gardínur. Nokkrum skrautmunum var bætt við rýmið ásamt nýrri gólfmottu, púðum og fleiru. Keyptur var sjónvarpsskenkur sem hentaði rýminu betur og útkoman var ótrúlega flott. Breytingarnar má sjá í þættinum í spilaranum hér fyrir neðan.

Klippa: Skreytum hús - Barnaherbergi í Árbænum

„Í krakkaherbergjunum þá megum við svolítið gleyma okkur í ævintýrunum,“ sagði Soffía Dögg um breytingarnar á barnaherberginu. Eitt af því sem Soffía gerði í þar var að gera himnasængur yfir rúmin úr gardínuvængjum.

Myndir af barnaherbergjunum má sjá í fréttinni hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir

Skreytum hús: Svefnherbergið nánast óþekkjanlegt eftir breytingarnar

Í fyrsta þættinum af annarri þáttaröð af Skreytum hús, fá áhorfendur að fylgjast með breytingu á hjónaherbergi. Soffía Dögg Garðarsdóttir heimsækir Rut Jóhannsdóttir og Davíð Þorsteinn Olgeirsson, sem eru nýflutt ásamt börnum í nýbyggingu í Úlfarsárdal.

Skreytum hús: Tók andköf þegar hún sá dásamlega barnaherbergið

„Leikföng eru að taka yfir heimilið og við þurfum að koma skipulagi á þetta,“ segir Soffía Dögg Garðarsdóttir um verkefnið sitt í nýjasta þættinum af Skreytum hús. Þar gerði hún skemmtilegar breytingar á barnaherbergi í Árbænum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.