Lífið

Gjörbreytt sjónvarpsherbergi: „Þetta er bara fullkomið“

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Soffía Dögg útbjó hið fullkomna fjölskylduherbergi.
Soffía Dögg útbjó hið fullkomna fjölskylduherbergi. Samsett

Í þætti vikunnar af Skreytum hús fékk Soffía Dögg það verkefni að taka í gegn fjölskylduherbergi í Breiðholti. 

Útkoman var hið fullkomna sjónvarpsherbergi fyrir alla fjölskylduna.

„Breytingarnar eru bara geggjaðar, þetta er bara allt annað rými,“ sagði Berglind Ósk Kristjánsdóttir þegar hún fékk að sjá fjölskylduherbergið eftir breytingarnar.

„Þetta er bara fullkomið og hlýleikinn er kominn.“

Hún var ótrúlega ánægð með að allir komist nú fyrir saman í sófanum. Píanó og tvö tölvuborð eru líka í rýminu svo það er nú orðið tilvalinn staður fyrir kósý fjölskyldustundir.

„Þó að við séum ekki öll að gera sama hlutinn þá getum við öll verið á sama stað.“

Þáttinn má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.

Í ítarlegri bloggfærslu á síðunni Skreytum hús er hægt að finna frekari upplýsingar um breytingarnar og þær vörur sem Soffía Dögg notaði til þess að breyta rýminu.


Tengdar fréttir

Skreytum hús: Svefnherbergið nánast óþekkjanlegt eftir breytingarnar

Í fyrsta þættinum af annarri þáttaröð af Skreytum hús, fá áhorfendur að fylgjast með breytingu á hjónaherbergi. Soffía Dögg Garðarsdóttir heimsækir Rut Jóhannsdóttir og Davíð Þorsteinn Olgeirsson, sem eru nýflutt ásamt börnum í nýbyggingu í Úlfarsárdal.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.