Enski boltinn

Neville: Woodward sá sæng sína upp reidda hjá Man. Utd.

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ed Woodward hefur verið afar óvinsæll hjá stuðningsmönnum Manchester United.
Ed Woodward hefur verið afar óvinsæll hjá stuðningsmönnum Manchester United. getty/Laurence Griffiths

Gary Neville segir að Ed Woodward hafi vart verið stætt áfram í starfi hjá Manchester United eftir að félagið dró sig út úr ofurdeildinni svokölluðu.

Í gærkvöldi var greint frá því að Woodward myndi hætta sem stjórnarformaður United í árslok. Hann hefur gengt starfinu síðan 2013 en verið mjög óvinsæll hjá stuðningsmönnum United sem hafa lengi viljað hann í burtu.

Woodward átti stóran þátt í að stofna ofurdeildina sem ensku félögin sex hafa nú sagt sig úr. Neville segir líklegt að brotthvarf Woodwards tengist ofurdeildinni.

„Við vitum ekki af hverju þetta kemur núna. Blóðsugurnar hefðu getað skellt skuldinni á hann eða þetta var það skynsamlega í stöðunni. Ed Woodward vissi að hann væri í heitu sæti og þyrfti að komast í burtu,“ sagði Neville. Hann vill sjá fleiri stjórnarmenn United fylgja Woodward út um dyrnar á Old Trafford.

„Það þarf að henda öllum stjórnarmönnunum sem sitja við borð ensku úrvalsdeildarinnar og í nefndum á vegum FIFA og UEFA burt úr félaginu. Þeim er ekki treystandi. Ed Woodward vissi að tími hans í fótbolta var á enda runninn. En hann var bara bolurinn á trénu, nú þurfum við að komast að rótunum,“ sagði Neville.

Woodward hóf að starfa fyrir United þegar Glazer-fjölskyldan keypti félagið 2005. Átta árum síðar var hann gerður að stjórnarformanni United.


Tengdar fréttir

Woodward hættir í lok árs

Ed Woodward, framkvæmdastjóri Manchester United, mun hætta í starfi sínu hjá félaginu í lok ársins. Þetta staðfesti félagið í kvöld.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.