Lífið

Gleymdi mikilvægu hráefni og fattaði það þegar kakan var að fara í ofninn

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Söngkonan Elísabet Ormslev fór á kostum í eldhúsinu í Blindum bakstri.
Söngkonan Elísabet Ormslev fór á kostum í eldhúsinu í Blindum bakstri. Blindur bakstur

Það gekk á ýmsu í baksturskeppninni Blindur bakstur á Stöð 2 um helgina. Söngvararnir Elísabet Ormslev og Sverrir Bergmann bökuðu þar undir leiðsögn Evu Laufeyjar Kjaran og líkt og venjulega þurftu keppendur að snúa baki í þáttastjórnandann og fylgja í blindni.

„Þetta er helvíti mikið af púðursykri,“ viðurkenndi Sverrir þegar hann byrjaði að hræra í uppskrift þáttarins.

„Þú ert rosalega fljót Eva,“ kallaði Elísabet á þáttastjórnandann sem hélt ótrauð áfram og áttu keppendur fullt í fangi með að fylgja á eftir. „Heyrðu slakaðu á maður,“ heyrðist í Sverri.

Eins og sjá má í brotinu hér fyrir neðan gekk á ýmsu í bakstrinum og heyrðust setningar eins og „Nei fokk shit,“ frá bakstursaðstöðu keppenda.

„Hvað er ég eiginlega að búa til hérna?“ spurði Sverrir þegar hann var kominn með meirihluta hráefnanna í hrærivélarskálina. Reyndist þetta vera þriggja laga gulrótarterta.

Elísabet komst svo að því að hún hafði gleymt olíunni þegar kökudeigið var komið í formin og ofninn orðinn heitur. Atvikið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.

Klippa: Blindur bakstur - Þegar innihaldsefni gleymdist í öllum látunum

Uppskriftina úr þættinum má finna í fréttinni hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir

Gulrótarkakan úr Blindum bakstri

Sverrir Bergmann og Elísabet Ormslev kepptu í Blindum bakstri um helgina. Söngvararnir fylgdu Evu Laufey í blindni í baksturskeppninni og bökuðu þau gulrótarköku. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×