„Mjög ólíklegt að gjaldtaka verði tekin fyrir að ganga upp að gosinu“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 20. apríl 2021 13:15 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra fyrir utan Ráðherrabústaðinn í morgun ásamt Guðmundi Inga Guðbrandssyni umhverfisráðherra. Vísir/Vilhelm Ferðamálaráðherra segir brýnt að hefja uppbyggingu innviða á eldgosavæðinu í Geldingadölum. Ekki hefur verið ákveðið hversu miklum fjármunum verður varið í verkefnið. Hún býst ekki við að gjald verði tekið fyrir að göngutúr að gosinu. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra hefur skipað starfshóp sem á að koma með tillögur um uppbyggingu eldgosasvæðisins í Geldingadölum. Nú þegar hefur verið gripið til bráðabirgðaaðgerða á svæðinu af hálfu Grindavíkurbæjar auk þess sem Framkvæmdasjóður ferðamannastaða hefur veitt fjármagn til uppbyggingar á svæðinu. Í hópnum eru fulltrúar landeigendafélaganna tveggja á svæðinu, Grindavíkurbæjar, Umhverfisstofnunar, Veðurstofunnar, lögreglu og Áfangastaðarstofu Reykjaness. „Málið er brýnt það reynir á samstarf margra ólíkra aðila. Það reynir þarna á stýringu ferðamanna til skemmri og lengri tíma. Uppbyggingu, að öryggi sé tryggt og náttúruvernd. Þá liggur ábyrgðin á ýmsum stöðum,“ segir Þórdís. Hún segir ekki ljóst hversu miklum fjármunum verði varið í verkefnið. „Það liggur alls ekki fyrir á þessari stundu. Við höfum sett 10 milljónir úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða. En hvað fer í verkefnið í framhaldinu fer algjörlega eftir því hvers konar uppbygging mun fara þarna fram,“ segir Kolbrún. Aðspurð um hvað hún telji að gjaldtaka verði tekin upp á svæðinu svara Kolbrún. „Mér sýnist mjög ólíklegt að gjaldtaka verði tekin fyrir að ganga upp að gosinu. Það er allt annað að þarna verði greitt fyrir einhvers konar þjónustu sem verður veitt á svæðinu eins og bílastæði og salernisaðstöðu,“ segir Kolbrún. Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri.Vísir/Sigurjón Markaðsstofa Reykjaness hefur metið umfjöllun erlendra miðla um eldgosið og áætlar að virði hennar sé 6,6 milljarða króna þ.e. ef slík umfjöllun væri keypt. Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri fer fyrir hópnum sem á að skila fyrstu tillögum eigi síðar en 30. apríl. „Þessi áfangastaður verður mjög vinsæll og hvetur til Íslandsferða. Við sjáum nú þegar hversu stór hluti Íslendinga hefur nú þegar séð eldgosið og búast má við sambærilegum áhuga þegar ferðamenn byrja að koma hingað á ný í einhverjum mæli,“ segir Skarphéðinn. Hann segir að hópnum sé ætlað að samræma aðgerðir þeirra sem koma að uppbyggingu, upplýsingamiðlun og rekstri á svæðinu. „Þetta er land í einkaeign, þannig að eigendur svæðisins hafa mikið um það að segja hvernig framtíðarskipulag verður þarna. En það er líka samfélagið þarna og við sem ferðamannaland sem þurfum að ákveða hvernig við gerum þetta með sem bestum hætti,“ segir Skarphéðinn að lokum. Eldgos í Fagradalsfjalli Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Tíu milljónir til Grindavíkur til að bæta aðgengi við gosstöðvarnar Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, hefur ákveðið að Framkvæmdasjóður ferðamannastaða leggi allt að tíu milljónir króna til að bæta aðgengi fyrir þá sem vilja skoða gosstöðvarnar á Reykjanesi. 26. mars 2021 16:47 Ferðamannastraumurinn hefst líklega ekki fyrr en í haust Sex sinnum fleiri komur og brottfarir verða um Keflavíkurflugvöll um páskana en í fyrra. Þær eru þó tífalt færri en árið 2019. Ferðamálastjóri telur eldgosið í Geldingadölum verða fjölfarnasta ferðamannastað landsins næstu misseri en er ekki bjartsýnn á sumarið. 30. mars 2021 19:00 Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Erlent Fleiri fréttir „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Sjá meira
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra hefur skipað starfshóp sem á að koma með tillögur um uppbyggingu eldgosasvæðisins í Geldingadölum. Nú þegar hefur verið gripið til bráðabirgðaaðgerða á svæðinu af hálfu Grindavíkurbæjar auk þess sem Framkvæmdasjóður ferðamannastaða hefur veitt fjármagn til uppbyggingar á svæðinu. Í hópnum eru fulltrúar landeigendafélaganna tveggja á svæðinu, Grindavíkurbæjar, Umhverfisstofnunar, Veðurstofunnar, lögreglu og Áfangastaðarstofu Reykjaness. „Málið er brýnt það reynir á samstarf margra ólíkra aðila. Það reynir þarna á stýringu ferðamanna til skemmri og lengri tíma. Uppbyggingu, að öryggi sé tryggt og náttúruvernd. Þá liggur ábyrgðin á ýmsum stöðum,“ segir Þórdís. Hún segir ekki ljóst hversu miklum fjármunum verði varið í verkefnið. „Það liggur alls ekki fyrir á þessari stundu. Við höfum sett 10 milljónir úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða. En hvað fer í verkefnið í framhaldinu fer algjörlega eftir því hvers konar uppbygging mun fara þarna fram,“ segir Kolbrún. Aðspurð um hvað hún telji að gjaldtaka verði tekin upp á svæðinu svara Kolbrún. „Mér sýnist mjög ólíklegt að gjaldtaka verði tekin fyrir að ganga upp að gosinu. Það er allt annað að þarna verði greitt fyrir einhvers konar þjónustu sem verður veitt á svæðinu eins og bílastæði og salernisaðstöðu,“ segir Kolbrún. Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri.Vísir/Sigurjón Markaðsstofa Reykjaness hefur metið umfjöllun erlendra miðla um eldgosið og áætlar að virði hennar sé 6,6 milljarða króna þ.e. ef slík umfjöllun væri keypt. Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri fer fyrir hópnum sem á að skila fyrstu tillögum eigi síðar en 30. apríl. „Þessi áfangastaður verður mjög vinsæll og hvetur til Íslandsferða. Við sjáum nú þegar hversu stór hluti Íslendinga hefur nú þegar séð eldgosið og búast má við sambærilegum áhuga þegar ferðamenn byrja að koma hingað á ný í einhverjum mæli,“ segir Skarphéðinn. Hann segir að hópnum sé ætlað að samræma aðgerðir þeirra sem koma að uppbyggingu, upplýsingamiðlun og rekstri á svæðinu. „Þetta er land í einkaeign, þannig að eigendur svæðisins hafa mikið um það að segja hvernig framtíðarskipulag verður þarna. En það er líka samfélagið þarna og við sem ferðamannaland sem þurfum að ákveða hvernig við gerum þetta með sem bestum hætti,“ segir Skarphéðinn að lokum.
Eldgos í Fagradalsfjalli Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Tíu milljónir til Grindavíkur til að bæta aðgengi við gosstöðvarnar Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, hefur ákveðið að Framkvæmdasjóður ferðamannastaða leggi allt að tíu milljónir króna til að bæta aðgengi fyrir þá sem vilja skoða gosstöðvarnar á Reykjanesi. 26. mars 2021 16:47 Ferðamannastraumurinn hefst líklega ekki fyrr en í haust Sex sinnum fleiri komur og brottfarir verða um Keflavíkurflugvöll um páskana en í fyrra. Þær eru þó tífalt færri en árið 2019. Ferðamálastjóri telur eldgosið í Geldingadölum verða fjölfarnasta ferðamannastað landsins næstu misseri en er ekki bjartsýnn á sumarið. 30. mars 2021 19:00 Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Erlent Fleiri fréttir „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Sjá meira
Tíu milljónir til Grindavíkur til að bæta aðgengi við gosstöðvarnar Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, hefur ákveðið að Framkvæmdasjóður ferðamannastaða leggi allt að tíu milljónir króna til að bæta aðgengi fyrir þá sem vilja skoða gosstöðvarnar á Reykjanesi. 26. mars 2021 16:47
Ferðamannastraumurinn hefst líklega ekki fyrr en í haust Sex sinnum fleiri komur og brottfarir verða um Keflavíkurflugvöll um páskana en í fyrra. Þær eru þó tífalt færri en árið 2019. Ferðamálastjóri telur eldgosið í Geldingadölum verða fjölfarnasta ferðamannastað landsins næstu misseri en er ekki bjartsýnn á sumarið. 30. mars 2021 19:00