„Mjög ólíklegt að gjaldtaka verði tekin fyrir að ganga upp að gosinu“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 20. apríl 2021 13:15 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra fyrir utan Ráðherrabústaðinn í morgun ásamt Guðmundi Inga Guðbrandssyni umhverfisráðherra. Vísir/Vilhelm Ferðamálaráðherra segir brýnt að hefja uppbyggingu innviða á eldgosavæðinu í Geldingadölum. Ekki hefur verið ákveðið hversu miklum fjármunum verður varið í verkefnið. Hún býst ekki við að gjald verði tekið fyrir að göngutúr að gosinu. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra hefur skipað starfshóp sem á að koma með tillögur um uppbyggingu eldgosasvæðisins í Geldingadölum. Nú þegar hefur verið gripið til bráðabirgðaaðgerða á svæðinu af hálfu Grindavíkurbæjar auk þess sem Framkvæmdasjóður ferðamannastaða hefur veitt fjármagn til uppbyggingar á svæðinu. Í hópnum eru fulltrúar landeigendafélaganna tveggja á svæðinu, Grindavíkurbæjar, Umhverfisstofnunar, Veðurstofunnar, lögreglu og Áfangastaðarstofu Reykjaness. „Málið er brýnt það reynir á samstarf margra ólíkra aðila. Það reynir þarna á stýringu ferðamanna til skemmri og lengri tíma. Uppbyggingu, að öryggi sé tryggt og náttúruvernd. Þá liggur ábyrgðin á ýmsum stöðum,“ segir Þórdís. Hún segir ekki ljóst hversu miklum fjármunum verði varið í verkefnið. „Það liggur alls ekki fyrir á þessari stundu. Við höfum sett 10 milljónir úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða. En hvað fer í verkefnið í framhaldinu fer algjörlega eftir því hvers konar uppbygging mun fara þarna fram,“ segir Kolbrún. Aðspurð um hvað hún telji að gjaldtaka verði tekin upp á svæðinu svara Kolbrún. „Mér sýnist mjög ólíklegt að gjaldtaka verði tekin fyrir að ganga upp að gosinu. Það er allt annað að þarna verði greitt fyrir einhvers konar þjónustu sem verður veitt á svæðinu eins og bílastæði og salernisaðstöðu,“ segir Kolbrún. Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri.Vísir/Sigurjón Markaðsstofa Reykjaness hefur metið umfjöllun erlendra miðla um eldgosið og áætlar að virði hennar sé 6,6 milljarða króna þ.e. ef slík umfjöllun væri keypt. Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri fer fyrir hópnum sem á að skila fyrstu tillögum eigi síðar en 30. apríl. „Þessi áfangastaður verður mjög vinsæll og hvetur til Íslandsferða. Við sjáum nú þegar hversu stór hluti Íslendinga hefur nú þegar séð eldgosið og búast má við sambærilegum áhuga þegar ferðamenn byrja að koma hingað á ný í einhverjum mæli,“ segir Skarphéðinn. Hann segir að hópnum sé ætlað að samræma aðgerðir þeirra sem koma að uppbyggingu, upplýsingamiðlun og rekstri á svæðinu. „Þetta er land í einkaeign, þannig að eigendur svæðisins hafa mikið um það að segja hvernig framtíðarskipulag verður þarna. En það er líka samfélagið þarna og við sem ferðamannaland sem þurfum að ákveða hvernig við gerum þetta með sem bestum hætti,“ segir Skarphéðinn að lokum. Eldgos í Fagradalsfjalli Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Tíu milljónir til Grindavíkur til að bæta aðgengi við gosstöðvarnar Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, hefur ákveðið að Framkvæmdasjóður ferðamannastaða leggi allt að tíu milljónir króna til að bæta aðgengi fyrir þá sem vilja skoða gosstöðvarnar á Reykjanesi. 26. mars 2021 16:47 Ferðamannastraumurinn hefst líklega ekki fyrr en í haust Sex sinnum fleiri komur og brottfarir verða um Keflavíkurflugvöll um páskana en í fyrra. Þær eru þó tífalt færri en árið 2019. Ferðamálastjóri telur eldgosið í Geldingadölum verða fjölfarnasta ferðamannastað landsins næstu misseri en er ekki bjartsýnn á sumarið. 30. mars 2021 19:00 Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra hefur skipað starfshóp sem á að koma með tillögur um uppbyggingu eldgosasvæðisins í Geldingadölum. Nú þegar hefur verið gripið til bráðabirgðaaðgerða á svæðinu af hálfu Grindavíkurbæjar auk þess sem Framkvæmdasjóður ferðamannastaða hefur veitt fjármagn til uppbyggingar á svæðinu. Í hópnum eru fulltrúar landeigendafélaganna tveggja á svæðinu, Grindavíkurbæjar, Umhverfisstofnunar, Veðurstofunnar, lögreglu og Áfangastaðarstofu Reykjaness. „Málið er brýnt það reynir á samstarf margra ólíkra aðila. Það reynir þarna á stýringu ferðamanna til skemmri og lengri tíma. Uppbyggingu, að öryggi sé tryggt og náttúruvernd. Þá liggur ábyrgðin á ýmsum stöðum,“ segir Þórdís. Hún segir ekki ljóst hversu miklum fjármunum verði varið í verkefnið. „Það liggur alls ekki fyrir á þessari stundu. Við höfum sett 10 milljónir úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða. En hvað fer í verkefnið í framhaldinu fer algjörlega eftir því hvers konar uppbygging mun fara þarna fram,“ segir Kolbrún. Aðspurð um hvað hún telji að gjaldtaka verði tekin upp á svæðinu svara Kolbrún. „Mér sýnist mjög ólíklegt að gjaldtaka verði tekin fyrir að ganga upp að gosinu. Það er allt annað að þarna verði greitt fyrir einhvers konar þjónustu sem verður veitt á svæðinu eins og bílastæði og salernisaðstöðu,“ segir Kolbrún. Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri.Vísir/Sigurjón Markaðsstofa Reykjaness hefur metið umfjöllun erlendra miðla um eldgosið og áætlar að virði hennar sé 6,6 milljarða króna þ.e. ef slík umfjöllun væri keypt. Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri fer fyrir hópnum sem á að skila fyrstu tillögum eigi síðar en 30. apríl. „Þessi áfangastaður verður mjög vinsæll og hvetur til Íslandsferða. Við sjáum nú þegar hversu stór hluti Íslendinga hefur nú þegar séð eldgosið og búast má við sambærilegum áhuga þegar ferðamenn byrja að koma hingað á ný í einhverjum mæli,“ segir Skarphéðinn. Hann segir að hópnum sé ætlað að samræma aðgerðir þeirra sem koma að uppbyggingu, upplýsingamiðlun og rekstri á svæðinu. „Þetta er land í einkaeign, þannig að eigendur svæðisins hafa mikið um það að segja hvernig framtíðarskipulag verður þarna. En það er líka samfélagið þarna og við sem ferðamannaland sem þurfum að ákveða hvernig við gerum þetta með sem bestum hætti,“ segir Skarphéðinn að lokum.
Eldgos í Fagradalsfjalli Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Tíu milljónir til Grindavíkur til að bæta aðgengi við gosstöðvarnar Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, hefur ákveðið að Framkvæmdasjóður ferðamannastaða leggi allt að tíu milljónir króna til að bæta aðgengi fyrir þá sem vilja skoða gosstöðvarnar á Reykjanesi. 26. mars 2021 16:47 Ferðamannastraumurinn hefst líklega ekki fyrr en í haust Sex sinnum fleiri komur og brottfarir verða um Keflavíkurflugvöll um páskana en í fyrra. Þær eru þó tífalt færri en árið 2019. Ferðamálastjóri telur eldgosið í Geldingadölum verða fjölfarnasta ferðamannastað landsins næstu misseri en er ekki bjartsýnn á sumarið. 30. mars 2021 19:00 Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Tíu milljónir til Grindavíkur til að bæta aðgengi við gosstöðvarnar Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, hefur ákveðið að Framkvæmdasjóður ferðamannastaða leggi allt að tíu milljónir króna til að bæta aðgengi fyrir þá sem vilja skoða gosstöðvarnar á Reykjanesi. 26. mars 2021 16:47
Ferðamannastraumurinn hefst líklega ekki fyrr en í haust Sex sinnum fleiri komur og brottfarir verða um Keflavíkurflugvöll um páskana en í fyrra. Þær eru þó tífalt færri en árið 2019. Ferðamálastjóri telur eldgosið í Geldingadölum verða fjölfarnasta ferðamannastað landsins næstu misseri en er ekki bjartsýnn á sumarið. 30. mars 2021 19:00
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent