Innlent

Svandís boðar blaðamannafund

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagðist ekkert hafa að segja að loknum fundi. Farið yrði yfir stöðuna á blaðamannafundi í dag.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagðist ekkert hafa að segja að loknum fundi. Farið yrði yfir stöðuna á blaðamannafundi í dag. Vísir/Vilhelm

Boðað hefur verið til blaðamannafundar um ráðstafanir á landamærum klukkan 16:00 í Hörpu, samkvæmt tilkynningu frá forsætisráðuneytinu.

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagði að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun að boðað yrði til blaðamannafundar í dag. Hún hefði ekkert að segja strax að fundi loknum. Dómsmálaráðherra reiknar með að aðgerðir á landamærum verði til umræðu á fundinum.

Fundur ríkisstjórnarinnar hófst klukkan 9:30 í morgun og yfirgaf Svandís fundinn upp úr klukkan 11:30. Svandís sagðist á leiðinni af fundinum að fjallað yrði um aðgerðir á fundinum í dag. 

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sagði um klukkan tólf, þegar hún yfirgaf fundinn, ekki búast við því að aðgerðir yrðu hertar frekar innanlands. Það kæmi allt betur í ljós á blaðamannafundi á eftir.

„Við viljum öll fara varlega og erum að ræða það,“ sagði Áslaug Arna. Áslaug sagðist búast við því að aðgerðir á landamærum yrði til umræðu á blaðamannafundinum.

Fundurinn verður í beinni útsendingu á Vísi, Stöð 2 Vísi og textalýsingu.

Þórólfur Guðnason hefur ekki skilað heilbrigðisráðherra nýju minnisblaði. 21 greindist með Covid-19 í gær og 27 á sunnudag.

Fréttin hefur verið uppfærð.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×