Lífið

Gaf út lag og myndband um eldgosið

Stefán Árni Pálsson skrifar
Elíza Newman gaf út lag og myndband sem samið var um eldhosið í Fagradalsfjalli.
Elíza Newman gaf út lag og myndband sem samið var um eldhosið í Fagradalsfjalli.

Tónlistarkonan Elíza Newman hefur gefið út lag sem ber heitir Fagradalsfjall og fjallar það um eldgosið í Geldingadölum.

Elísa mætti til Ívars Guðmundssonar á Bylgjunni og ræddi þar lagið en hún gerði einnig lag um Eyjafjallajökulsgosið á sínum tíma. Elísa býr í Höfnum á Reykjanesi og hefur fundið vel fyrir skjálftum og gosinu.

„Ég fékk svo margar fyrirspurnir um að semja annað svona eldgosalag því ég gerði lagið um Eyjafjallajökul um árið þegar ég bjó á Englandi. Hugsaði bara hvort það væri ekki gaman að gera nýtt lag og hafa það svolítið hresst,“ segir Elíza.

Klippa: Fagradalsfjall er komið í lag

„Núna gerði ég annað lag og bara gert til að létta lund. Það tók bara tíu mínútur að semja lagið, rétt eins og fyrra lagið.“

Myndband við lagið er líka komið út. Myndefnið er tekið upp af þeim Jóni Hilmarssyni og Rúnari Inga Garðarssyni.

Lagið um Eyjafjallajökul vakti mikla athygli í kringum gosið árið 2010. Elíza mætti meðal annars í viðtal víða um lönd til að segja frá því. Hér fyrir neðan má sjá hana á fréttastöðinnil Al Jazeera.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.