Innlent

Svona var auka­­­upp­­­lýsinga­fundurinn

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Fundirnir hafa undanfarið verið á fimmtudögum. Boðað er til aukafundar í dag vegna fjölda smitaðra.
Fundirnir hafa undanfarið verið á fimmtudögum. Boðað er til aukafundar í dag vegna fjölda smitaðra. Vísir/Vilhelm

Almannavarnir og Embætti landlæknis boða til upplýsingafundar í dag klukkan 11 vegna fjölda sem greindist smitaður með Covid-19 um helgina. Þetta staðfestir Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi almannavarna, við Vísi.

Á þriðja tug greindist smitaður í tengslum við leikskólann Jörfa og fleiri staði á höfuðborgarsvæðinu í gær. 

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir fer yfir stöðuna á fundinum. Þá verða Alma Möller landlæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn einnig til svara.

Fundurinn verður sendur út beint á Vísi, Stöð 2 Vísi og verður auk þess í textalýsingu.

Uppfært: Fundinum er lokið og má sjá upptöku frá honum hér að neðan.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.