„Ótrúlegt að við séum að taka upp lag fyrir óskarsverðlaunin hér niðri á bryggju“ Elísabet Inga Sigurðardóttir og Kristín Ólafsdóttir skrifa 17. apríl 2021 10:41 Ásta Magnúsdóttir er kórstjóri stúlknakórsins. AÐSEND Sautján stúlkur í fimmta bekk í Borgarhólsskóla á Húsavík munu syngja með sænsku söngkonunni Molly Sandén í tónlistarmyndbandi sem sýnt verður á Óskarsverðlaunahátíðinni í næstu viku. Myndbandið verður tekið upp á Húsavík í dag. Líkt og kunnugt er hefur lagið Husavik – My home town úr Eurovision mynd Will Ferrels verið tilnefnt til Óskarsverðlauna. Sænska söngkonan Molly Sandén, fékk ekki tímabundið atvinnuleyfi í Bandaríkjunum og getur þar af leiðandi ekki komið fram á hátíðinni þar sem stóð til að hún myndi flytja lagið. Þess í stað var ákveðið að taka upp myndband á Húsavík sem sýnt verður á hátíðinni. Allir leggja hönd á plóg Molly er komin til landsins en framleiðslufyrirtækið True North framleiðir myndbandið í samstarfi við Netflix og Örlyg Hnefil Örlygsson. Sautján stúlkur í fimmta bekk í Borgarhólsskóla á Húsavík munu syngja með Molly í myndbandinu. Stelpurnar fengu veður af atriðinu á fimmtudag og tökur á myndbandinu fara fram á Húsavík í dag. Ásta Magnúsdóttir, kórstjóri stúlknakórsins, segir verkefnið gríðarlega skemmtilegt og alla tilbúna til að leggja hönd á plóg. „Þetta er náttúrulega bara ótrúlegt, að við séum að taka upp lag fyrir óskarsverðlaunin hér niðri á bryggju.“ Hér að neðan má heyra stelpurnar syngja viðlagið á æfingu. Héldu að kórstjórinn væri að grínast Ásta segir þetta hálf óraunverulegt enda ekki á hverjum degi sem maður fær að taka þátt í atriði sem sýnt verður á óskarsverðlaunahátíðinni. „Á fimmtudaginn hringdi ég í foreldra stelpnanna og spurði hvort dóttir þeirra mætti taka þátt í óskarsverðlaunahátíðinni,“ sagði Ásta og bætir við að flestir foreldrar hafi haldið að um góðlátlegt grín væri að ræða. „Ein mamman sagði: „Ef dóttir mín segir nei þá segir þú við hana jú mamma þín sagði að þú ættir að vera með.“ Það voru lang flestar stelpur í fimmta bekk sem voru til í þetta.“ Molly Sandén kom með einkaþotu til Akureyrar í gær. Mikil leynd hvílir yfir myndbandinu „Netflix ætlar að gera allt sem þau geta til að láta þetta gerst. Fyrst að Molly fékk ekki vinnuvísa til Bandaríkjanna þá var bara næsta skref hjá Netflix að finna hvar ætti að taka þetta upp og þá varð Húsavík fyrir valinu,“ segir Ásta. Ásta segir mikla leynd hvíla yfir því hvernig myndbandið verður. „Þetta er allt mikið leyndarmál en Húsavík verður í aðalhlutverki, það er ekki hægt að segja annað.“ Eurovision Eurovision-mynd Will Ferrell Norðurþing Kórar Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Lífið Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira
Líkt og kunnugt er hefur lagið Husavik – My home town úr Eurovision mynd Will Ferrels verið tilnefnt til Óskarsverðlauna. Sænska söngkonan Molly Sandén, fékk ekki tímabundið atvinnuleyfi í Bandaríkjunum og getur þar af leiðandi ekki komið fram á hátíðinni þar sem stóð til að hún myndi flytja lagið. Þess í stað var ákveðið að taka upp myndband á Húsavík sem sýnt verður á hátíðinni. Allir leggja hönd á plóg Molly er komin til landsins en framleiðslufyrirtækið True North framleiðir myndbandið í samstarfi við Netflix og Örlyg Hnefil Örlygsson. Sautján stúlkur í fimmta bekk í Borgarhólsskóla á Húsavík munu syngja með Molly í myndbandinu. Stelpurnar fengu veður af atriðinu á fimmtudag og tökur á myndbandinu fara fram á Húsavík í dag. Ásta Magnúsdóttir, kórstjóri stúlknakórsins, segir verkefnið gríðarlega skemmtilegt og alla tilbúna til að leggja hönd á plóg. „Þetta er náttúrulega bara ótrúlegt, að við séum að taka upp lag fyrir óskarsverðlaunin hér niðri á bryggju.“ Hér að neðan má heyra stelpurnar syngja viðlagið á æfingu. Héldu að kórstjórinn væri að grínast Ásta segir þetta hálf óraunverulegt enda ekki á hverjum degi sem maður fær að taka þátt í atriði sem sýnt verður á óskarsverðlaunahátíðinni. „Á fimmtudaginn hringdi ég í foreldra stelpnanna og spurði hvort dóttir þeirra mætti taka þátt í óskarsverðlaunahátíðinni,“ sagði Ásta og bætir við að flestir foreldrar hafi haldið að um góðlátlegt grín væri að ræða. „Ein mamman sagði: „Ef dóttir mín segir nei þá segir þú við hana jú mamma þín sagði að þú ættir að vera með.“ Það voru lang flestar stelpur í fimmta bekk sem voru til í þetta.“ Molly Sandén kom með einkaþotu til Akureyrar í gær. Mikil leynd hvílir yfir myndbandinu „Netflix ætlar að gera allt sem þau geta til að láta þetta gerst. Fyrst að Molly fékk ekki vinnuvísa til Bandaríkjanna þá var bara næsta skref hjá Netflix að finna hvar ætti að taka þetta upp og þá varð Húsavík fyrir valinu,“ segir Ásta. Ásta segir mikla leynd hvíla yfir því hvernig myndbandið verður. „Þetta er allt mikið leyndarmál en Húsavík verður í aðalhlutverki, það er ekki hægt að segja annað.“
Eurovision Eurovision-mynd Will Ferrell Norðurþing Kórar Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Lífið Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira