Katti Frederiksen hlýtur Vigdísarverðlaunin 2021 Eiður Þór Árnason skrifar 15. apríl 2021 23:03 Katti Frederiksen tók við sem mennta- og menningarmálaráðherra Grænlands í fyrra. Stjórnarráðið Grænlenska málvísindakonan, ljóðskáldið og baráttukonan Katti Frederiksen, núverandi mennta- og menningarmálaráðherra Grænlands, hlaut í dag alþjóðleg menningarverðlaun sem kennd eru við Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands. Vigdísarverðlaunin eru árlega veitt einstaklingi sem er talinn hafa brotið blað með störfum sínum í þágu menningar og þá einkum tungumála. Katti hlýtur verðlaunin í ár fyrir lofsvert framlag sitt í þágu tungumála en þau nema sex milljónum íslenskra króna. Greint er frá þessu á vef Stjórnarráðsins en Þorbjörn Jónsson, ræðismaður Íslands á Grænlandi, afhenti verðlaunin. „Katti Frederiksen hefur með eftirtektarverðum hætti vakið athygli á málefnum grænlenskunnar jafnt innan lands sem utan. Með ljóðum sínum, fræðaskrifum, barnabókum og þátttöku í opinberri umræðu hefur hún verið óþreytandi við að minna á mikilvægi grænlenskunnar fyrir grænlenskt samfélag og hve brýnt sé að stuðla að vexti og viðgangi tungunnar svo hún megi nýtast á öllum sviðum mannlífs og þjóðlífs,“ segir á vef Stjórnarráðsins. Gert mikið fyrir grænlenska tungu Katti Frederiksen lauk meistaraprófi í grænlensku, bókmenntafræði og fjölmiðlafræði frá Háskólanum í Nuuk, Ilisimatusarfik, árið 2011, en hluta námsins tók hún við University of Alaska í Fairbanks. Þá hefur hún átt sæti í Málnefnd Grænlands og starfað til fjölda ára hjá Oqaasileriffik, Málráðs Grænlands, fyrst sem deildarstjóri en síðar sem framkvæmdastjóri. Árið 2020 varð hún svo mennta- og menningamálaráðherra Grænlands. „Með störfum sínum hjá Oqaasileriffik hefur Katti Frederiksen ásamt samstarfsfólki sínu fyrr og síðar lagt drjúgan skerf til verkefna sem er ætlað að efla og þróa grænlenska tungu og gera hana í stakk búna til að takast á við áskoranir á tímum þar sem allt veltur á þátttöku í og aðild að stafrænum lausnum.“ Heldur ótrauð áfram Að sögn mennta- og menningarráðuneytisins hefur Katti undirstrikað nauðsyn þess að börn og unglingar temji sér að tala og skrifa grænlensku til að styrkja sjálfsmynd Grænlendinga, vitund þeirra um eigin menningu og trú á framtíðina. „Ég er með ýmislegt á prjónunum sem snertir tungumál og bókmenntir og þess vegna skipta Vigdísarverðlaunin gríðarlega miklu máli fyrir þau verkefni sem eru fram undan. Þau hvetja mig til dáða og gefa mér þrótt til að halda ótrauð áfram í átt að því marki sem ég hef sett mér,“ sagði Katti Frederiksen í þakkarávarpi sínu þegar hún tók við verðlaununum. Íslensk stjórnvöld, Háskóli Íslands og Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum settu Vigdísarverðlaunin á fót í tilefni á af 90 ára afmæli Vigdísar í fyrra og þess að þá voru liðin 40 ár frá sögulegu forsetakjöri hennar. Að sögn ráðuneytisins er markmiðið með verðlaununum að heiðra og vekja athygli á lofsverðu framlagi Vigdísar til tungumála og menningar sem ætíð hafa verið henni afar hugleikin. Grænland Vigdís Finnbogadóttir Menning Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira
Vigdísarverðlaunin eru árlega veitt einstaklingi sem er talinn hafa brotið blað með störfum sínum í þágu menningar og þá einkum tungumála. Katti hlýtur verðlaunin í ár fyrir lofsvert framlag sitt í þágu tungumála en þau nema sex milljónum íslenskra króna. Greint er frá þessu á vef Stjórnarráðsins en Þorbjörn Jónsson, ræðismaður Íslands á Grænlandi, afhenti verðlaunin. „Katti Frederiksen hefur með eftirtektarverðum hætti vakið athygli á málefnum grænlenskunnar jafnt innan lands sem utan. Með ljóðum sínum, fræðaskrifum, barnabókum og þátttöku í opinberri umræðu hefur hún verið óþreytandi við að minna á mikilvægi grænlenskunnar fyrir grænlenskt samfélag og hve brýnt sé að stuðla að vexti og viðgangi tungunnar svo hún megi nýtast á öllum sviðum mannlífs og þjóðlífs,“ segir á vef Stjórnarráðsins. Gert mikið fyrir grænlenska tungu Katti Frederiksen lauk meistaraprófi í grænlensku, bókmenntafræði og fjölmiðlafræði frá Háskólanum í Nuuk, Ilisimatusarfik, árið 2011, en hluta námsins tók hún við University of Alaska í Fairbanks. Þá hefur hún átt sæti í Málnefnd Grænlands og starfað til fjölda ára hjá Oqaasileriffik, Málráðs Grænlands, fyrst sem deildarstjóri en síðar sem framkvæmdastjóri. Árið 2020 varð hún svo mennta- og menningamálaráðherra Grænlands. „Með störfum sínum hjá Oqaasileriffik hefur Katti Frederiksen ásamt samstarfsfólki sínu fyrr og síðar lagt drjúgan skerf til verkefna sem er ætlað að efla og þróa grænlenska tungu og gera hana í stakk búna til að takast á við áskoranir á tímum þar sem allt veltur á þátttöku í og aðild að stafrænum lausnum.“ Heldur ótrauð áfram Að sögn mennta- og menningarráðuneytisins hefur Katti undirstrikað nauðsyn þess að börn og unglingar temji sér að tala og skrifa grænlensku til að styrkja sjálfsmynd Grænlendinga, vitund þeirra um eigin menningu og trú á framtíðina. „Ég er með ýmislegt á prjónunum sem snertir tungumál og bókmenntir og þess vegna skipta Vigdísarverðlaunin gríðarlega miklu máli fyrir þau verkefni sem eru fram undan. Þau hvetja mig til dáða og gefa mér þrótt til að halda ótrauð áfram í átt að því marki sem ég hef sett mér,“ sagði Katti Frederiksen í þakkarávarpi sínu þegar hún tók við verðlaununum. Íslensk stjórnvöld, Háskóli Íslands og Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum settu Vigdísarverðlaunin á fót í tilefni á af 90 ára afmæli Vigdísar í fyrra og þess að þá voru liðin 40 ár frá sögulegu forsetakjöri hennar. Að sögn ráðuneytisins er markmiðið með verðlaununum að heiðra og vekja athygli á lofsverðu framlagi Vigdísar til tungumála og menningar sem ætíð hafa verið henni afar hugleikin.
Grænland Vigdís Finnbogadóttir Menning Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira