Fótbolti

„Góðir leik­menn eru alltaf vel­komnir til Real Madrid“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Modric og félagar fagna marki í leik gegn Barcelona á leiktíðinni en þeir gætu fengið myndarlegan liðsstyrk fyrir næstu leiktíð.
Modric og félagar fagna marki í leik gegn Barcelona á leiktíðinni en þeir gætu fengið myndarlegan liðsstyrk fyrir næstu leiktíð. Alex Caparros/Getty Images

Luka Modric, miðjumaður Real Madrid, var spurður út í sögusagnirnar um Kylian Mbappe fyrir leik Real gegn Liverpool í Meistaradeildinni í kvöld.

Mbpape er orðaður burt frá PSG í sumar en samningur hans við félagið rennur út sumarið 2022. Real hefur verið nefndur sem næsti áfangastaður.

Modric segir Mbappe einn þann besta í heimi og svoleiðis leikmenn séu alltaf velkomnir til Real Madrid.

„Þú heyrir margar sögur um hverjir séu að koma og hverjir eru að fara en ég get ekki farið nánar út í það,“ sagði Modric fyrir leikinn gegn Liverpool í kvöld.

„Mbappe er frábær leikmaður og hann hefur sannað það með franska landsliðinu og PSG. Góðir leikmenn eru alltaf velkomnir til Real Madrid en það er ekki rétt af mér að tala um leikmenn i öðru félagi, sérstaklega á þessu stigi.“

„Þú verður að sjá hvað gerist á næstu leiktíð en hann er topp leikmaður og einn af þeim bestu í heimi,“ bætti Króatinn við.


Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×