Virknin virðist hafa aukist með nýjum gígum Vésteinn Örn Pétursson og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 13. apríl 2021 20:34 Ingibjörg Jónsdóttir, dósent við jarðvísindadeild Háskóla Íslands, segir að virkni á gosstöðvunum á Reykjanesi, þar sem opnuðust fjórir nýir gígar í dag, virðist hafa aukist samhliða tilkomu þeirra. Jarðvísindamenn fylgdust með sprungunum opnast í dag. „Þegar við komum á staðinn virtist allt vera með frekar kyrrum kjörum en bara á nokkrum mínútum þá breyttist það. Það opnuðust þarna nýir gígar, eða fóru að verða virkir, innan hraunbreiðunnar á milli gíga sem voru þarna fyrir,“ sagði Ingibjörg í samtali við fréttastofu í dag. Hún og kollegar hennar ræddu við fólk sem komið hafði á svæðið rétt á undan þeim. Sá hópur lýsti því að hafa fundið högg upp undir fætur sér áður en það fór að koma gufa og síðan hraun upp úr gígunum. „Áður fundust manni þessir gígar vera orðnir frekar rólegir, miðað við hvernig þeir voru í byrjun. Eftir að nýju gígarnir komu þá var eins og virknin snarykist.“ Hún segir að hópurinn hafi ekki þurft að forða sér frá þegar nýju gígarnir opnuðust. Vindátt hafi verið hagstæð og mengun því flust til norðurs, í átt frá hópnum. Ingibjörg Jónsdóttir, dósent við jarðvísindadeild Háskóla Íslands.Vísir/Arnar „Við erum ekki alls staðar“ Ljóst er að sprungur geta opnast svo til fyrirvaralaust á svæðinu. Ingibjörg Eiríksdóttir, hjá Hjálparsveit skáta, segir mikilvægt að fólk hætti sér ekki of nálægt hraunjaðrinum. Hún var til viðtals í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Við vitum að þessir gígar, þeir sem eru komnir upp og mögulega fleiri sem eiga eftir að koma, eru að raða sér á þessa sömu sprungu. Þannig að það er alveg klár stefna, hvar mesta hættusvæðið er, hvað varðar opnun jarðarinnar.“ Hún segir að þá beri einnig að varast gasmengun á svæðinu, líkt og mikið hefur verið fjallað um síðustu daga. Gas á svæðinu sé ekki alltaf sýnilegt en það sé einmitt ósýnilega mengunin sem sé hvað hættulegust. Ingibjörg Eiríksdóttir hjálparsveitarliði.Vísir/Arnar „Við björgunarsveitarfólk erum með gasmæla á okkur og erum að reyna að vara við ef við verðum slíks vör, en við erum ekki alls staðar og þetta er lúmskt. Fólk verður að fara varlega,“ segir Ingibjörg. Hún segir marga sem geri sér ferð að gosstöðvunum fara ansi nálægt hraunjaðrinum og þykir það miður. Hún skilji áhuga fólks og segir flesta á svæðinu taka leiðbeiningum og tilmælum viðbragðsaðila á svæðinu vel. Hér að neðan má sjá myndband sem tekið var úr lofti yfir gosstöðvunum í dag. Þar sjást hinir nýju gígar vel. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
„Þegar við komum á staðinn virtist allt vera með frekar kyrrum kjörum en bara á nokkrum mínútum þá breyttist það. Það opnuðust þarna nýir gígar, eða fóru að verða virkir, innan hraunbreiðunnar á milli gíga sem voru þarna fyrir,“ sagði Ingibjörg í samtali við fréttastofu í dag. Hún og kollegar hennar ræddu við fólk sem komið hafði á svæðið rétt á undan þeim. Sá hópur lýsti því að hafa fundið högg upp undir fætur sér áður en það fór að koma gufa og síðan hraun upp úr gígunum. „Áður fundust manni þessir gígar vera orðnir frekar rólegir, miðað við hvernig þeir voru í byrjun. Eftir að nýju gígarnir komu þá var eins og virknin snarykist.“ Hún segir að hópurinn hafi ekki þurft að forða sér frá þegar nýju gígarnir opnuðust. Vindátt hafi verið hagstæð og mengun því flust til norðurs, í átt frá hópnum. Ingibjörg Jónsdóttir, dósent við jarðvísindadeild Háskóla Íslands.Vísir/Arnar „Við erum ekki alls staðar“ Ljóst er að sprungur geta opnast svo til fyrirvaralaust á svæðinu. Ingibjörg Eiríksdóttir, hjá Hjálparsveit skáta, segir mikilvægt að fólk hætti sér ekki of nálægt hraunjaðrinum. Hún var til viðtals í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Við vitum að þessir gígar, þeir sem eru komnir upp og mögulega fleiri sem eiga eftir að koma, eru að raða sér á þessa sömu sprungu. Þannig að það er alveg klár stefna, hvar mesta hættusvæðið er, hvað varðar opnun jarðarinnar.“ Hún segir að þá beri einnig að varast gasmengun á svæðinu, líkt og mikið hefur verið fjallað um síðustu daga. Gas á svæðinu sé ekki alltaf sýnilegt en það sé einmitt ósýnilega mengunin sem sé hvað hættulegust. Ingibjörg Eiríksdóttir hjálparsveitarliði.Vísir/Arnar „Við björgunarsveitarfólk erum með gasmæla á okkur og erum að reyna að vara við ef við verðum slíks vör, en við erum ekki alls staðar og þetta er lúmskt. Fólk verður að fara varlega,“ segir Ingibjörg. Hún segir marga sem geri sér ferð að gosstöðvunum fara ansi nálægt hraunjaðrinum og þykir það miður. Hún skilji áhuga fólks og segir flesta á svæðinu taka leiðbeiningum og tilmælum viðbragðsaðila á svæðinu vel. Hér að neðan má sjá myndband sem tekið var úr lofti yfir gosstöðvunum í dag. Þar sjást hinir nýju gígar vel.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira