Lífið

Finnur aðallega fyrir fordómum frá öðrum konum: „Lít bara á það sem afbrýðisemi“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Klara hefur grætt fimmtán milljónir inni á síðunni.
Klara hefur grætt fimmtán milljónir inni á síðunni.

Akureyringurinn Klara Sif Magnúsdóttir segist hafa grætt fimmtán milljónir á því að selja djarfar myndir af sér á vefsíðunni þekktu Only Fans.

„Ég hef fengið rosalega góðar viðtökur eftir að ég opnaði mig með þetta,“ segir Klara í Brennslunni í gær en hún hefur einnig fengið nýja áskrifendur að Only Fans síðunni sinni.

Klara segir að flestir fylgjendur sínir séu íslenskir karlmenn, en að hún skrifi allt á ensku til öryggis. „Ég er oftast ein á myndunum en stundum fer maður í samstarf við aðra inni á síðunni. Fólk hefur allskonar skoðanir í kringum þetta en mér persónulega er þannig lagað alveg sama hvað öðru fólki finnst.“

Hún segir að foreldrar hennar viti bæði af þessu starfi hennar.

„Mamma var bara rosalega hress með þetta og hún hefur alltaf stutt mig í því sem ég vill gera, og það var í raun það sama með pabba.“

Klara segist lítið hugsa um það hvað mennirnir eru að gera þegar þeir skoði myndirnar af sér.

Skilur fordómana

„Þetta er þannig séð vinnan mín og ég er ekkert þannig að pæla í þessu. Ef ég finn fyrir einhverjum fordómum gagnvart þessu þá er það yfirleitt frá konum og stelpum á mínum aldri. Ég lít bara á það sem afbrýðissemi. Ég skil alveg þessa fordóma og hef alltaf verið manneskja með mjög opinn huga og hef getað sett mig í stöðu annara. Þannig að þegar einhver er að vera rosalega dómharður gagnvart mér get ég alveg reynt að skilja þann aðila en mér er samt alveg sama,“ segir Klara sem var spurð hvort hún væri á lausu og sagðist hún vera það.

Stundum fær Klara sérstakar beiðnir inni á síðunni frá viðskiptavinum. Hún segist stundum fá mjög einkennilega beiðnir.

„Þá segi ég bara nei og þeir svara því oftast bara með skilningi og eru næs með það. Sem dæmi fékk hún beiðni um að vera í sömu nærbuxunum í 48 klukkustundir og senda þær síðan heim til hans til að viðskiptavinurinn gæti átt þær.“

Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Klöru.

Klara ræddi þetta mál einnig við þær Eddu Falak og Fjólu Sigurðardóttur í hlaðvarpinu Eigin konur. 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.