Lífið

Breyttu 35 fermetra bílskúr í tryllta íbúð

Ása Ninna Pétursdóttir skrifar
Kærustuparið Bryndís Eva Ásmundsdóttir og Sigurður Eggertsson tóku bílskúrinn í gegn og  breyttu í glæsilega tveggja herbergja íbúð. 
Kærustuparið Bryndís Eva Ásmundsdóttir og Sigurður Eggertsson tóku bílskúrinn í gegn og  breyttu í glæsilega tveggja herbergja íbúð.  Stöð 2

„Við erum frekar lítið bílskúrsfólk. Þurftum frekar að nýta auka plássið í vistarverur og skemmtilegt að geta boðið börnunum að byrja búskap í bakgarðinum,“ segir menningarfræðingurinn Bryndís Eva Ásmundsdóttir í viðtali við Ísland í dag.

Bryndís Eva og kærastinn hennar, handboltastjarnan Sigurður Eggertsson, keyptu sér einbýlishús í smáíbúðarhverfinu árið 2019. Húsinu fylgdi gamall 35 fermetra bílskúr sem þau ákváðu að taka í gegn í byrjun heimsfaraldurs. Útkoman er glæsileg tveggja herbergja íbúð þar sem hver fermetri er vel nýttur.

Bílskúrshurðin sjálf var látin fjúka og í staðinn settu þau útidyrahurð og stóran glugga til þess að fá meiri birtu inn í íbúðina. Bílskúrinn var svo allur málaður að utan í fallega gráum lit. 

Stór og fallegur gluggi í stað bílskúrshurðar. Stöð2

Samtals eiga þau Bryndís og Sigurður fimm börn og segja þau því kærkomið að geta nýtt bílskúrinn fyrir elstu börnin þegar þau ákveða að hefja búskap. 

Eva segir þau hafa eytt eins lítið í breytingarnar og þau komust upp með og hafi verið dugleg að nýta það sem til var áður. 

Stofuborðið er keypt í Rúmfatalagernum en Eva ákvað að gefa því smá andlitslyftingu og lakkaði fæturnar svartar. Stöð 2
Svefnherbergið er einstaklega fallegt og stílhreint.Stöð 2

Þegar þú kemur inn í íbúðina mætir þér fallegt og bjart eldhús og borðkrókur. 

Eldhúsinnréttingin og blöndunartækin eru úr Ikea og vegghillan úr Bauhaus. Stöð 2

Eva og Sigurður voru dugleg að nýta það sem þau áttu fyrir eins og sést hér á ísskápnum sem þau lökkuðu svartan. 

Hér sést inn á ganginn þar sem fallegum speglum úr IKEA er raðað saman til að stækka rýmið. Stöð 2

Innslagið í  heild sinni er hægt að sjá hér fyrir neðan. 


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.