„Við getum ekki verið að skilyrða mannréttindi við drastísk inngrip í líkama fólks“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. apríl 2021 10:01 „Transkona er bara kona, það er ekkert flóknara en það,“ segir Dóra Björt. Transfólk sækir sundlaugar sjaldnar en það vildi og raunar íþróttaiðkun almennt, segir Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í borgarstjórn. Hún segir það upplifa að það sé óvelkomið. Um sé að ræða lýðheilsuvandamál. Dóra Björt mætti í Bítið í morgun þar sem til umræðu voru nýjar leiðbeiningar, sem Reykjavíkurborg hefur gefið út fyrir starfsfólk sundlauga, til að hjálpa þeim að takast á við nýjar aðstæður. Nýleg lög um kynrænt sjálfræði hafa það í för með sér að upp getur komið sú staða að kona með karlkynfæri notar kvennaklefann í sundi og karl með kvenkynfæri karlaklefann. „Það er auðvitað þannig að fólk getur nú þegar farið inn í klefana; það eru engir verðir, það eru engar löggur fyrir utan. Þannig að það er bara staðreyndin í dag. En eins og áður eru karlar ekki velkomnir í karlaklefann og öfugt; það er algjörlega óbreytt,“ segir Dóra Björt. Í öllum laugum borgarinnar er nú að finna sérklefa en Dóra Björt segir þá ekki endilega henta öllum. „Það er auðvitað þannig að transfólk fer í sund og transkona vill kannski bara fara með vinkonum sínum í kvennaklefann,“ segir hún. Lykilatriðið sé kynvitund, ekki staða viðkomandi í mögulegu kynleiðréttingarferli. „Við getum ekki verið að skilgreina mannréttindi við drastísk inngrip í líkama fólks,“ segir hún. Dóra Björt bendir á að réttindi skipti engu máli ef fólk geti ekki nýtt þau og segir óásættanlegt að tala um líkama transfólks eins og þeir séu eitthvað tabú. „Hvað er það sem fólk hefur áhyggjur af? Er það typpi á konum? ...eða er typpið svona hættulegt?“ spyr hún. Dóra Björt segir umræðuna um transfólk í kynjuðum rýmum byggja á mýtum og hræðsluáróðri. Hún samrýmist til að mynda ekki niðurstöðum rannsókna. „Þetta er skilyrt samþykki,“ segir hún. „Transfólk má vera til og fólk segir „Já, þetta er ekkert vandamál fyrir mig“ en við viljum samt ekki sjá þau; við viljum ekki sjá fjölbreytta kyntjáningu.“ Hinsegin Reykjavík Sundlaugar Mannréttindi Bítið Málefni transfólks Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fleiri fréttir Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Sjá meira
Dóra Björt mætti í Bítið í morgun þar sem til umræðu voru nýjar leiðbeiningar, sem Reykjavíkurborg hefur gefið út fyrir starfsfólk sundlauga, til að hjálpa þeim að takast á við nýjar aðstæður. Nýleg lög um kynrænt sjálfræði hafa það í för með sér að upp getur komið sú staða að kona með karlkynfæri notar kvennaklefann í sundi og karl með kvenkynfæri karlaklefann. „Það er auðvitað þannig að fólk getur nú þegar farið inn í klefana; það eru engir verðir, það eru engar löggur fyrir utan. Þannig að það er bara staðreyndin í dag. En eins og áður eru karlar ekki velkomnir í karlaklefann og öfugt; það er algjörlega óbreytt,“ segir Dóra Björt. Í öllum laugum borgarinnar er nú að finna sérklefa en Dóra Björt segir þá ekki endilega henta öllum. „Það er auðvitað þannig að transfólk fer í sund og transkona vill kannski bara fara með vinkonum sínum í kvennaklefann,“ segir hún. Lykilatriðið sé kynvitund, ekki staða viðkomandi í mögulegu kynleiðréttingarferli. „Við getum ekki verið að skilgreina mannréttindi við drastísk inngrip í líkama fólks,“ segir hún. Dóra Björt bendir á að réttindi skipti engu máli ef fólk geti ekki nýtt þau og segir óásættanlegt að tala um líkama transfólks eins og þeir séu eitthvað tabú. „Hvað er það sem fólk hefur áhyggjur af? Er það typpi á konum? ...eða er typpið svona hættulegt?“ spyr hún. Dóra Björt segir umræðuna um transfólk í kynjuðum rýmum byggja á mýtum og hræðsluáróðri. Hún samrýmist til að mynda ekki niðurstöðum rannsókna. „Þetta er skilyrt samþykki,“ segir hún. „Transfólk má vera til og fólk segir „Já, þetta er ekkert vandamál fyrir mig“ en við viljum samt ekki sjá þau; við viljum ekki sjá fjölbreytta kyntjáningu.“
Hinsegin Reykjavík Sundlaugar Mannréttindi Bítið Málefni transfólks Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fleiri fréttir Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Sjá meira