Símtal við vinkonu meðan á nauðgun stóð lykilatriði í málinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. apríl 2021 21:00 Héraðsdómur Reykjaness Vísir/Vilhelm Ali Conteh, tæplega fertugur karlmaður, hefur verið dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir nauðgun í september 2018. Var hann sakfelldur fyrir að hafa á heimili sínu haft samræði og önnur kynferðismök við átján ára stúlku án samþykkis hennar og með ofbeldi og ólögmætri nauðung. Þá var hann dæmdur til að greiða henni 1,6 milljónir króna í miskabætur. Símtal stúlkunnar til vinkonu sinnar, sem móðir hennar heyrði hluta af, leiddi til vitnisburðar mæðgnanna sem var lykilatriði í málinu að sögn héraðsdóms. Bæði samkvæm sjálfu sér í frásögn Óumdeilt var að Ali og stúlkan hittust á skemmtistað í miðborg Reykjavíkur og héldu síðan á heimili hans. Þá væri slegið á föstu að hann hefði sleikt kynfæri hennar og haft við hana samfarir um leggöng. Hins vegar greindi þau mjög um frumkvæðið að athöfnunum. Konan sagðist hafa verið orðin þreytt og viljað fara að sofa. Hann hefði hins vegar viljað stunda kynmök. Bæði voru að sögn dómsins sjálfu sér samkvæm og trúverðug í frásögn sinni. Stúlkan sagðist hafa orðið mjög ölvuð og vinkona hennar staðfesti það. Sömuleiðis lögregluþjónar og aðrir sem hittu hana morguninn eftir að hún kom úr íbúð Ali. Þá var hún enn undir áhrifum daginn eftir þegar hún veitti sýni. Því taldi héraðsdómur að slá mætti föstu að hún hefði verið umtalsvert ölvuð þegar hún kom í íbúð Alis. Þau sögðust hafa neytt kannabis saman ofan í áfengi og sérfræðingur fyrir dómi staðfesti að það yki strax á sljóvgun. Stúlkan sagði ástand sitt hafa verið slæmt fyrir og enn verra eftir reykingarnar. „Eins og nauðgun í beinni útsendingu“ Þau töluðu bæði fyrir dómi um að konan hefði verið í símanum þegar ákærði sleikti kynfæri hennar. Þar var hún að ræða við vinkonu sína og móðir hennar heyrði símtalið að hluta. Segir í dómi héraðsdóms að við úrslausn málsins hafi skipt verulegu máli hvað mæðgurnar sögðu um símtalið. Vinkonan hefði sagt að einhver væri að „fara niður“ á hana og hún vissi ekki hver. Vinkonan hefði tekið eftir því hversu hrædd hún væri, ólíkt því sem hefði verið á skemmtistað um kvöldið þar sem þær voru saman. Móðirin sagðist hafa heyrt stúlkuna öskra og segja „hann er að fara niður á mig“. Hún hefði verið hágrátandi, í móðursýkiskasti og út úr kortinu. Móðir vinkonunnar staðfesti orð sín úr lögregluskýrslu að þetta hefði verið „eins og nauðgun í beinni útsendingu“. Viðbrögð þeirra í framhaldinu hafi verið eðlileg. Þær hafi lagt allt kapp á að ná í móður stúlkunnar og hringt í lögreglu. Þá hafi þær gert ráðstafanir til að bróðir stúlkunnar gat staðsett hana með hjálp Snapchat og komið henni til aðstoðar. Ekki í ástandi til að sporna við verknaðinum Þótti þetta mikill stuðningur við lýsingar ungu konunnar. Að sama skapi væri í þessu ljósi mjög ósennilegur sá framburður Alis að unga konan hefði leitað eftir kynmökum en hann viljað sofa og látið undan henni. Í framhaldi af því hefðu farið fram kynmök sem konan hefði greinilega notið, að hans sögn. Héraðsdómur lagði framburð stúlkunnar til grundvallar að hún hefði ekki verið í ástandi til að sporna við verknaðinum vegna ölvunar, áhrifa fíkniefna og svefndrunga. Yrði að telja ljóst að ákærða hefði vitað að samræðið og kynferðismörkin væru gegn vilja hennar og henni ekki unnt að hindra þau. Það að stúlkan hljóp út úr íbúðinni, vafin í handklæði en klæðalaus að öðru leyti, og í miklu uppnámi að mati þeirra sem hittu á hana, væri því til stuðnings að eitthvað alvarlegt hefði komið fyrir hana. Sömuleiðis það sem eftir henni var haft á sjúkrahúsi. Því hefði ákæruvaldið fært lögfulla sönnun fyrir sekt Alis gegn neitun hans. Við ákvörðun refsingar var horft til þess að Ali hefði hefði ekki áður verið gerð refsing. Sömuleiðis að brotið var framið í september 2018 en ákæra ekki gefin út fyrr en tveimur árum síðar. Þá hefði hann brotið á nær ókunnungri átján ára stúlku á heimili sínu. Ákvörðun miskabóta miðuðu við sambærileg mál og vísað til þess að brot sem þessi væru til þess fallin að valda sálrænum erfiðleikum. Var Ali því dæmdur til að greiða stúlkunni 1,6 milljónir króna í miskabætur. Kynferðisofbeldi Dómsmál Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Fleiri fréttir Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Sjá meira
Var hann sakfelldur fyrir að hafa á heimili sínu haft samræði og önnur kynferðismök við átján ára stúlku án samþykkis hennar og með ofbeldi og ólögmætri nauðung. Þá var hann dæmdur til að greiða henni 1,6 milljónir króna í miskabætur. Símtal stúlkunnar til vinkonu sinnar, sem móðir hennar heyrði hluta af, leiddi til vitnisburðar mæðgnanna sem var lykilatriði í málinu að sögn héraðsdóms. Bæði samkvæm sjálfu sér í frásögn Óumdeilt var að Ali og stúlkan hittust á skemmtistað í miðborg Reykjavíkur og héldu síðan á heimili hans. Þá væri slegið á föstu að hann hefði sleikt kynfæri hennar og haft við hana samfarir um leggöng. Hins vegar greindi þau mjög um frumkvæðið að athöfnunum. Konan sagðist hafa verið orðin þreytt og viljað fara að sofa. Hann hefði hins vegar viljað stunda kynmök. Bæði voru að sögn dómsins sjálfu sér samkvæm og trúverðug í frásögn sinni. Stúlkan sagðist hafa orðið mjög ölvuð og vinkona hennar staðfesti það. Sömuleiðis lögregluþjónar og aðrir sem hittu hana morguninn eftir að hún kom úr íbúð Ali. Þá var hún enn undir áhrifum daginn eftir þegar hún veitti sýni. Því taldi héraðsdómur að slá mætti föstu að hún hefði verið umtalsvert ölvuð þegar hún kom í íbúð Alis. Þau sögðust hafa neytt kannabis saman ofan í áfengi og sérfræðingur fyrir dómi staðfesti að það yki strax á sljóvgun. Stúlkan sagði ástand sitt hafa verið slæmt fyrir og enn verra eftir reykingarnar. „Eins og nauðgun í beinni útsendingu“ Þau töluðu bæði fyrir dómi um að konan hefði verið í símanum þegar ákærði sleikti kynfæri hennar. Þar var hún að ræða við vinkonu sína og móðir hennar heyrði símtalið að hluta. Segir í dómi héraðsdóms að við úrslausn málsins hafi skipt verulegu máli hvað mæðgurnar sögðu um símtalið. Vinkonan hefði sagt að einhver væri að „fara niður“ á hana og hún vissi ekki hver. Vinkonan hefði tekið eftir því hversu hrædd hún væri, ólíkt því sem hefði verið á skemmtistað um kvöldið þar sem þær voru saman. Móðirin sagðist hafa heyrt stúlkuna öskra og segja „hann er að fara niður á mig“. Hún hefði verið hágrátandi, í móðursýkiskasti og út úr kortinu. Móðir vinkonunnar staðfesti orð sín úr lögregluskýrslu að þetta hefði verið „eins og nauðgun í beinni útsendingu“. Viðbrögð þeirra í framhaldinu hafi verið eðlileg. Þær hafi lagt allt kapp á að ná í móður stúlkunnar og hringt í lögreglu. Þá hafi þær gert ráðstafanir til að bróðir stúlkunnar gat staðsett hana með hjálp Snapchat og komið henni til aðstoðar. Ekki í ástandi til að sporna við verknaðinum Þótti þetta mikill stuðningur við lýsingar ungu konunnar. Að sama skapi væri í þessu ljósi mjög ósennilegur sá framburður Alis að unga konan hefði leitað eftir kynmökum en hann viljað sofa og látið undan henni. Í framhaldi af því hefðu farið fram kynmök sem konan hefði greinilega notið, að hans sögn. Héraðsdómur lagði framburð stúlkunnar til grundvallar að hún hefði ekki verið í ástandi til að sporna við verknaðinum vegna ölvunar, áhrifa fíkniefna og svefndrunga. Yrði að telja ljóst að ákærða hefði vitað að samræðið og kynferðismörkin væru gegn vilja hennar og henni ekki unnt að hindra þau. Það að stúlkan hljóp út úr íbúðinni, vafin í handklæði en klæðalaus að öðru leyti, og í miklu uppnámi að mati þeirra sem hittu á hana, væri því til stuðnings að eitthvað alvarlegt hefði komið fyrir hana. Sömuleiðis það sem eftir henni var haft á sjúkrahúsi. Því hefði ákæruvaldið fært lögfulla sönnun fyrir sekt Alis gegn neitun hans. Við ákvörðun refsingar var horft til þess að Ali hefði hefði ekki áður verið gerð refsing. Sömuleiðis að brotið var framið í september 2018 en ákæra ekki gefin út fyrr en tveimur árum síðar. Þá hefði hann brotið á nær ókunnungri átján ára stúlku á heimili sínu. Ákvörðun miskabóta miðuðu við sambærileg mál og vísað til þess að brot sem þessi væru til þess fallin að valda sálrænum erfiðleikum. Var Ali því dæmdur til að greiða stúlkunni 1,6 milljónir króna í miskabætur.
Kynferðisofbeldi Dómsmál Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Fleiri fréttir Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent