Ríkið ætti að fjárfesta meira í lífsgæðum fatlaðra barna Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 6. apríl 2021 14:44 Heiða Björg Hilmisdóttir ræddi um stjórnmálin, veikindi sonar síns og málefni fatlaðra og langveikra barna, í þættinum Spjallið með Góðvild. Mission framleiðsla „Framlag einhverra sem eru með fatlanir og eru að taka þátt í samfélaginu getur verið alveg jafn mikils virði og einhvers fíns forstjóra,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir varaformaður Samfylkingarinnar og fjögurra barna móðir. Hún er líka formaður velferðarráðs og ofbeldisnefndar Reykjavíkurborgar. Heiða Björg fór yfir málefni langveikra og fatlaðra barna í þættinum Spjallið með Góðvild. Hún þekkir þennan málaflokk vel, bæði vegna starfsins og persónulegrar reynslu. Hilmir Jökull sonur hennar, fæddur 1998, greindist með taugasjúkdóminn MS þegar hann var ellefu ára gamall. Hann er sá yngsti sem greinst hefur með þennan sjúkdóm hér á landi. „Mér fannst þetta svo flókið og mér fannst svo margt svo skrítið í þessu,“ segir Heiða Björg um sína upplifun af kerfinu hér á landi. Hún var í hálfu starfi við að berjast innan kerfisins fyrir syni sínum en bendir á að það séu alls ekki allir í þeirri stöðu að geta það. „Það eru alls konar flækjustig sem eru svo mikill óþarfi,“ segir Heiða Björg og bætir svo við: „Auðvitað eru aðstæðurnar flóknar en það er hægt að gera þetta svo miklu, miklu auðveldara og aðgengilegra.“ Viðtalið má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Einstaklingar með drauma Heiða Björg segir í þessu einlæga viðtali að það sé margt gott hér á landi en það sé samt margt sem þurfi einfaldlega að gera betur. Að hennar mati er of mikil aðgreining á börnum eftir hópum eftir því hvort þau eru fötluð eða ekki, eins og varðandi frístund og félagsstarf. „Að við séum ekki alltaf að búa til eitthvað til hliðar.“ Það þurfi líka að bjóða fötluðum börnum upp á meira val, að þau séu ekki alltaf kyrr á sama stað alla daga með sama fólkinu. „Ég brenn svolítið fyrir því að við leyfum fólki að vera einstaklingar með drauma og áhugamál. Mér finnst við stundum svolítið gleyma því.“ Heiða Björg segir að börn með fatlanir þurfi oft að flytja fyrr að heiman frá foreldrum sínum en aðrir. Þó að það henti mörgum að búa heima á meðan þau mennta sig, sé það ekki endilega það besta fyrir börn með fatlanir. „Ég hef verið að horfa til dæmis til Norðurlandanna, þar sem þau flytja oft að heiman 18 ára vegna þess að þau þurfa meira að fá sjálfstæðið.“ Þetta væri mikilvægt skref í að gefa þeim tækifæri til að vera þau sjálf og þróa sig og sína drauma. Nauðsynlegt að brjóta múrana „Mér finnst að ríkið ætti að fjárfesta miklu miklu meira í rauninni, í þessum lífsgæðum fatlaðs fólks í gegnum sveitarfélögin. Við eigum að horfa meira á lífsgæðin og gleðina og sköpunarkraftinn. Þá held ég að frábærir hlutir geti gerst.“ Mikið af fólki sé með ótrúlega hæfileika, visku og þekkingu sem ekki sé að nýtast í samfélaginu eins og staðan er núna. „Svo þarf að brjóta alla þessa múra sem eru á milli stofnanna sem eru að þjónusta okkur.“ Heiða Björg segir mikilvægt að stofnanir, ráðuneyti og aðrir sem koma að því þurfi að vinna meira sem ein heild og finna leið til að fjármagna þetta. „Þetta eru bara mannréttindi.“ Þættirnir Spjallið með Góðvild eru sýndir á Vísi Sjónvarp en einnig er hægt að hlusta á flestum hlaðvarpsstöðvum. Verkefnið er afurð margra ára samstarfs Sigurðar Hólmars Jóhannessonar framkvæmdastjóra Góðvildar og Ágústu Fanneyjar Snorradóttur kvikmyndagerðarkonu og eiganda Mission Framleiðslu. Þættirnir eru nýr vettvangur til að koma málefnum langveikra og fatlaðra barna á framfæri og auka í leiðinni sýnileika fyrir mikilvæg málefni. Hægt er að hafa samband við Sigurð og Ágústu Fanney vegna þáttanna í gegnum vefsíðuna godvild.is eða samfélagsmiðla félagsins. Með því að styrkja Góðvild þá ertu að styðja við langveik og fötluð börn á Íslandi. Styrktarreikningur 0301-26-660117, kennitala 6601172020. Heilbrigðismál Spjallið með Góðvild Börn og uppeldi Alþingi Mest lesið Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Myndaveisla frá Írskum dögum - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Fleiri fréttir Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Sjá meira
Heiða Björg fór yfir málefni langveikra og fatlaðra barna í þættinum Spjallið með Góðvild. Hún þekkir þennan málaflokk vel, bæði vegna starfsins og persónulegrar reynslu. Hilmir Jökull sonur hennar, fæddur 1998, greindist með taugasjúkdóminn MS þegar hann var ellefu ára gamall. Hann er sá yngsti sem greinst hefur með þennan sjúkdóm hér á landi. „Mér fannst þetta svo flókið og mér fannst svo margt svo skrítið í þessu,“ segir Heiða Björg um sína upplifun af kerfinu hér á landi. Hún var í hálfu starfi við að berjast innan kerfisins fyrir syni sínum en bendir á að það séu alls ekki allir í þeirri stöðu að geta það. „Það eru alls konar flækjustig sem eru svo mikill óþarfi,“ segir Heiða Björg og bætir svo við: „Auðvitað eru aðstæðurnar flóknar en það er hægt að gera þetta svo miklu, miklu auðveldara og aðgengilegra.“ Viðtalið má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Einstaklingar með drauma Heiða Björg segir í þessu einlæga viðtali að það sé margt gott hér á landi en það sé samt margt sem þurfi einfaldlega að gera betur. Að hennar mati er of mikil aðgreining á börnum eftir hópum eftir því hvort þau eru fötluð eða ekki, eins og varðandi frístund og félagsstarf. „Að við séum ekki alltaf að búa til eitthvað til hliðar.“ Það þurfi líka að bjóða fötluðum börnum upp á meira val, að þau séu ekki alltaf kyrr á sama stað alla daga með sama fólkinu. „Ég brenn svolítið fyrir því að við leyfum fólki að vera einstaklingar með drauma og áhugamál. Mér finnst við stundum svolítið gleyma því.“ Heiða Björg segir að börn með fatlanir þurfi oft að flytja fyrr að heiman frá foreldrum sínum en aðrir. Þó að það henti mörgum að búa heima á meðan þau mennta sig, sé það ekki endilega það besta fyrir börn með fatlanir. „Ég hef verið að horfa til dæmis til Norðurlandanna, þar sem þau flytja oft að heiman 18 ára vegna þess að þau þurfa meira að fá sjálfstæðið.“ Þetta væri mikilvægt skref í að gefa þeim tækifæri til að vera þau sjálf og þróa sig og sína drauma. Nauðsynlegt að brjóta múrana „Mér finnst að ríkið ætti að fjárfesta miklu miklu meira í rauninni, í þessum lífsgæðum fatlaðs fólks í gegnum sveitarfélögin. Við eigum að horfa meira á lífsgæðin og gleðina og sköpunarkraftinn. Þá held ég að frábærir hlutir geti gerst.“ Mikið af fólki sé með ótrúlega hæfileika, visku og þekkingu sem ekki sé að nýtast í samfélaginu eins og staðan er núna. „Svo þarf að brjóta alla þessa múra sem eru á milli stofnanna sem eru að þjónusta okkur.“ Heiða Björg segir mikilvægt að stofnanir, ráðuneyti og aðrir sem koma að því þurfi að vinna meira sem ein heild og finna leið til að fjármagna þetta. „Þetta eru bara mannréttindi.“ Þættirnir Spjallið með Góðvild eru sýndir á Vísi Sjónvarp en einnig er hægt að hlusta á flestum hlaðvarpsstöðvum. Verkefnið er afurð margra ára samstarfs Sigurðar Hólmars Jóhannessonar framkvæmdastjóra Góðvildar og Ágústu Fanneyjar Snorradóttur kvikmyndagerðarkonu og eiganda Mission Framleiðslu. Þættirnir eru nýr vettvangur til að koma málefnum langveikra og fatlaðra barna á framfæri og auka í leiðinni sýnileika fyrir mikilvæg málefni. Hægt er að hafa samband við Sigurð og Ágústu Fanney vegna þáttanna í gegnum vefsíðuna godvild.is eða samfélagsmiðla félagsins. Með því að styrkja Góðvild þá ertu að styðja við langveik og fötluð börn á Íslandi. Styrktarreikningur 0301-26-660117, kennitala 6601172020.
Þættirnir Spjallið með Góðvild eru sýndir á Vísi Sjónvarp en einnig er hægt að hlusta á flestum hlaðvarpsstöðvum. Verkefnið er afurð margra ára samstarfs Sigurðar Hólmars Jóhannessonar framkvæmdastjóra Góðvildar og Ágústu Fanneyjar Snorradóttur kvikmyndagerðarkonu og eiganda Mission Framleiðslu. Þættirnir eru nýr vettvangur til að koma málefnum langveikra og fatlaðra barna á framfæri og auka í leiðinni sýnileika fyrir mikilvæg málefni. Hægt er að hafa samband við Sigurð og Ágústu Fanney vegna þáttanna í gegnum vefsíðuna godvild.is eða samfélagsmiðla félagsins. Með því að styrkja Góðvild þá ertu að styðja við langveik og fötluð börn á Íslandi. Styrktarreikningur 0301-26-660117, kennitala 6601172020.
Heilbrigðismál Spjallið með Góðvild Börn og uppeldi Alþingi Mest lesið Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Myndaveisla frá Írskum dögum - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Fleiri fréttir Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Sjá meira