Hraun flæðir úr nýju sprungunum og niður í Meradali.Vísir/Vilhelm
Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, var á gosstöðvunum á Reykjanesskaga í gærkvöldi þar sem hann festi á filmu það mikla sjónarspil sem fyrir augum bar.
Frá því að nýju sprungurnar opnuðust um hádegisbil í gær hefur hraun flætt niður í Meradali. Haldi það áfram gæti hraunið þó einnig leitað niður í Geldingadali þar sem gosið hefur síðustu daga.
Sjá má nokkrar af myndum Vilhelms frá í gærkvöldi að neðan.
Tilkynningar um nýju sprungurnar bárust um hádegisbil í gær.Vísir/VilhelmMeradali er að finna austan við Geldingadali.Vísir/VilhelmBjarminn frá gosstöðvunum var vel sjáanlegur frá höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi.Vísir/VilhelmHraunið rann á talsverðum hraða niður í Meradali.Vísir/VilhelmSérfræðingar segja svæðið orðið mun hættulegra en það var.Vísir/VilhelmHaldi gos áfram í nýju sprungunum er talið að hraun úr þeim gæti einnig runnið niður í Geldingadali.Vísir/VilhelmÍbúum í Vogum var ráðlagt að loka gluggum í gær vegna gasmengunar sem barst frá gosstöðvunum.tilkynningar um nýju sprungurnar bárust í hádeginu í dag.Mikið sjónarspil.Vísir/Vilhelm
Talsverð virkni hefur verið á gosstöðvunum á Reykjanesskaga í nótt, bæði í Geldingadölum og einnig í nýju sprungunni í Meradölum.
Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.