Innlent

Áfram kalt í veðri

Sylvía Hall skrifar
Landsmenn mega búast við fallegu og rólegu veðri á morgun, en áframhaldandi kulda.
Landsmenn mega búast við fallegu og rólegu veðri á morgun, en áframhaldandi kulda. Vísir/Vilhelm

Frost var á landinu öllu í nótt og mældist það á bilinu 7 til 13 stig. Það dregur þó úr frosti eftir því sem líður á daginn og má búast við að það verði á bilinu 2 til 8 stig á landinu öllu.

Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands, en þar segir jafnframt að útlit sé fyrir breytilega átt í dag á bilinu 3 til 10 metrar á sekúndu en allhvöss norðvestanátt austanlands fram yfir hádegi. Dálítil snjóél voru á Norður- og Austurlandi í nótt en það dregur úr éljunum og verður líklega engin úrkoma á landinu um miðbik dags.

Þá má búast við fallegu og rólegu veðri á morgun, hægur vindur og breytilegur og þurrt og bjart um mestallt land. Snjór fellur á miðvikudag víða um land og bætir í vindinn og áfram má búast við köldu veðri.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag:

Hæg breytileg átt og léttskýjað, en norðan 8-13 m/s og lítilsháttar él með austurströndinni. Hiti frá frostmarki við suðurströndina, niður í 12 stiga frost í innsveitum norðaustanlands.

Á miðvikudag:

Breytileg átt 5-13, en norðaustan 10-18 um kvöldið. Snjókoma víða um land og frost 1 til 6 stig, en slydda við suður- og suðvesturströndina og hiti um eða rétt yfir frostmarki.

Á fimmtudag:

Norðan 8-15, en 15-20 með austurströndinni. Él á Norður- og Austurlandi, en bjartviðri sunnan heiða. Frost víða 3 til 8 stig. Hægari vindur um kvöldið og herðir á frosti.

Á föstudag:

Suðvestan og vestan 8-13. Dálítil snjókoma á vesturhelmingi landsins og síðar rigning við vesturströndina. Hlýnandi veður, hiti 0 til 4 stig síðdegis. Hægari vindur og bjartviðri um landið austanvert með minnkandi frosti.

Á laugardag:

Norðaustan- og austanátt og dálítil él norðan- og austanlands og með suðurströndinni, en þurrt annars staðar. Frost 0 til 7 stig, kaldast í innsveitum fyrir norðan.

Á sunnudag:

Austlæg átt og snjókoma eða slydda á sunnanverðu landinu, en þurrt norðantil. Hiti breytist lítið.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.