„Síðustu þrjár ferðirnar voru mjög krefjandi“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 5. apríl 2021 07:01 Sátt eftir 30 kílómetra fjallahlaup. Guðný Petrína Þórðardóttir og Börkur Þórðarson hlupu tíu ferðir upp og niður Þorbjörn. Guðný Petrína Þórðardóttir og Börkur Þórðarson hlupu á dögunum tíu ferðir upp og niður fellið Þorbjörn við Grindavík. Þau söfnuðu með hlaupinu alls 607 þúsund krónum fyrir Kraft, stuðningsfélag fyrir ungt fólk með krabbamein og aðstandendur þeirra. „Ég og kærastinn minn erum mjög dugleg að fara á Þorbjörn og settum okkur það markmið í byrjun árs að fara 52 Þorbirni,“ segir Guðný í samtali við Vísi. Eftir að þau fengu þá hugmynd að hlaupa tíu ferðir upp á topp ákváðu þau að safna fyrir góðan málstað í leiðinni. „Kraftur hefur verið okkur báðum kært, í minni fjölskyldu hefur verið mikið um krabbamein og afi minn dó ungur. Þetta hefur verið málefni sem okkur finnst báðum þarft að styðja.“ Jarðskjálftar og eldgos Vegalengdin er alls 30 kílómetrar og hækkunin í heildina yfir 2000 metrar. Skömmu eftir að þau bjuggu til Facebook viðburð vegna söfnunarviðburðarins byrjaði jarðskjálftahrynan á Reykjanesinu. „Þetta er náttúrulega akkúrat á því svæði sem núna er búinn að vera mikill titringur. Það var svolítið skrítið að fara inn í þetta tímabil að safna styrkjum, í byrjun var fólk kannski ekki alveg að taka mikið mark á þessu. En svo var það eiginlega okkur svolítið í hag að eldgosið verður og það minnkaði titringurinn.“ Guðný og Börkur tóku sér pásu í nokkrar vikur en fóru svo og könnuðu aðstæður á Þorbirni helgina fyrir hlaupið til að vera örugg. Gosið var þá hafið í Geldingardölum við Fagradalsfjall. „Leiðin leit bara ótrúlega vel út þegar við tókum stöðuna vikuna á undan.“ Það var kalt og hvasst þegar Guðný og Börkur hlupu til styrktar Krafti fyrir viku síðan. Fimm tíma fjallahlaup Þau ætluðu að fá sem flesta til að mæta og hlaupa með þeim hluta vegalengdarinnar. En eftir að sóttvarnarreglur voru hertar þá fór þetta þannig að aðeins þeirra nánustu komu á staðinn til að hvetja þau og hlaupa með þeim. Þannig fengu þau stuðning án þess að fara gegn samkomutakmörkunum. „Við kláruðum þetta á tæpum fimm tímum og það var ótrúlega gaman að fá þarna félaga til að fylgja okkur. Guðný segir að þau hafi fundið fyrir miklum meðbyr bæði frá einstaklingum og fyrirtækjum á Reykjanesinu. Guðný og Börkur eru í hlaupahóp hjá 3N í Reykjanesbæ og mættu hlauparar úr þeim hópi í hlaupið og tóku mislangar vegalengdir með parinu. „Flestir biðu svo eftir okkur þangað til við kláruðum.“ Lokametrarnir erfiðir Þau ætluðu að hlaupa af stað klukkan níu um morguninn en flýttu því til sjö vegna veðurs. Það var mjög hávaðarok á Þorbirni daginn sem þau hlupu en þau létu það ekki stoppa sig. „Fyrstu fimm eða sex ferðirnar voru rosalega þægilegar en svo fór að gefa svolítið í.“ Guðný segist ótrúlega ánægð með að hafa klárað þetta markmið. „Síðustu þrjár ferðirnar voru mjög krefjandi. Það var mikill vindur og mér var kalt.“ TORQ Fitness Iceland studdi hlauparana á leiðinni. Hún segir að söfnunin hafi líka gengið vonum framar og hvetur fólk til að finna leiðir til að láta gott af sér leiða. Guðný og Börkur afhentu Krafti söfnunarféð í síðustu viku, 607 þúsund, en hvetja þá sem vilja leggja sitt af mörkum að styðja Kraft beint og má finna nánari upplýsingar á vefsíðu félagsins. „Þetta er lengsta fjallahlaupið mitt en kærastinn er aðeins vanari en ég. Hann hefur tekið alveg 50 kílómetra í Hengil Ultra. Fyrir mig var þetta alveg strembið síðustu ferðirnar og ég var orðin þreytt í fótunum. Það eru forréttindi að geta klárað þetta og hafa heilsuna til þess.“ Hlaup Eldgos í Fagradalsfjalli Jarðhræringar á Reykjanesi Reykjanesbær Grindavík Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ Lífið Saman á rauða dreglinum Bíó og sjónvarp Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Fleiri fréttir Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Sjá meira
„Ég og kærastinn minn erum mjög dugleg að fara á Þorbjörn og settum okkur það markmið í byrjun árs að fara 52 Þorbirni,“ segir Guðný í samtali við Vísi. Eftir að þau fengu þá hugmynd að hlaupa tíu ferðir upp á topp ákváðu þau að safna fyrir góðan málstað í leiðinni. „Kraftur hefur verið okkur báðum kært, í minni fjölskyldu hefur verið mikið um krabbamein og afi minn dó ungur. Þetta hefur verið málefni sem okkur finnst báðum þarft að styðja.“ Jarðskjálftar og eldgos Vegalengdin er alls 30 kílómetrar og hækkunin í heildina yfir 2000 metrar. Skömmu eftir að þau bjuggu til Facebook viðburð vegna söfnunarviðburðarins byrjaði jarðskjálftahrynan á Reykjanesinu. „Þetta er náttúrulega akkúrat á því svæði sem núna er búinn að vera mikill titringur. Það var svolítið skrítið að fara inn í þetta tímabil að safna styrkjum, í byrjun var fólk kannski ekki alveg að taka mikið mark á þessu. En svo var það eiginlega okkur svolítið í hag að eldgosið verður og það minnkaði titringurinn.“ Guðný og Börkur tóku sér pásu í nokkrar vikur en fóru svo og könnuðu aðstæður á Þorbirni helgina fyrir hlaupið til að vera örugg. Gosið var þá hafið í Geldingardölum við Fagradalsfjall. „Leiðin leit bara ótrúlega vel út þegar við tókum stöðuna vikuna á undan.“ Það var kalt og hvasst þegar Guðný og Börkur hlupu til styrktar Krafti fyrir viku síðan. Fimm tíma fjallahlaup Þau ætluðu að fá sem flesta til að mæta og hlaupa með þeim hluta vegalengdarinnar. En eftir að sóttvarnarreglur voru hertar þá fór þetta þannig að aðeins þeirra nánustu komu á staðinn til að hvetja þau og hlaupa með þeim. Þannig fengu þau stuðning án þess að fara gegn samkomutakmörkunum. „Við kláruðum þetta á tæpum fimm tímum og það var ótrúlega gaman að fá þarna félaga til að fylgja okkur. Guðný segir að þau hafi fundið fyrir miklum meðbyr bæði frá einstaklingum og fyrirtækjum á Reykjanesinu. Guðný og Börkur eru í hlaupahóp hjá 3N í Reykjanesbæ og mættu hlauparar úr þeim hópi í hlaupið og tóku mislangar vegalengdir með parinu. „Flestir biðu svo eftir okkur þangað til við kláruðum.“ Lokametrarnir erfiðir Þau ætluðu að hlaupa af stað klukkan níu um morguninn en flýttu því til sjö vegna veðurs. Það var mjög hávaðarok á Þorbirni daginn sem þau hlupu en þau létu það ekki stoppa sig. „Fyrstu fimm eða sex ferðirnar voru rosalega þægilegar en svo fór að gefa svolítið í.“ Guðný segist ótrúlega ánægð með að hafa klárað þetta markmið. „Síðustu þrjár ferðirnar voru mjög krefjandi. Það var mikill vindur og mér var kalt.“ TORQ Fitness Iceland studdi hlauparana á leiðinni. Hún segir að söfnunin hafi líka gengið vonum framar og hvetur fólk til að finna leiðir til að láta gott af sér leiða. Guðný og Börkur afhentu Krafti söfnunarféð í síðustu viku, 607 þúsund, en hvetja þá sem vilja leggja sitt af mörkum að styðja Kraft beint og má finna nánari upplýsingar á vefsíðu félagsins. „Þetta er lengsta fjallahlaupið mitt en kærastinn er aðeins vanari en ég. Hann hefur tekið alveg 50 kílómetra í Hengil Ultra. Fyrir mig var þetta alveg strembið síðustu ferðirnar og ég var orðin þreytt í fótunum. Það eru forréttindi að geta klárað þetta og hafa heilsuna til þess.“
Hlaup Eldgos í Fagradalsfjalli Jarðhræringar á Reykjanesi Reykjanesbær Grindavík Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ Lífið Saman á rauða dreglinum Bíó og sjónvarp Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Fleiri fréttir Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Sjá meira