Innlent

Fram­halds­skóla­kennarar semja

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum.
Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum. Vísir/Vilhelm

Félag framhaldsskólakennara (FF) og Félag stjórnenda í framhaldsskólum (FS) skrifuðu í dag undir samkomulag um breytingar og framlengingu á kjarasamningi við ríkið. 

Skrifað var undir samninginn í húsnæði ríkissáttasemjara með fyrirvara um samþykki félagsmanna FF og FS.

Fyrirkomulag kynninga og atkvæðagreiðslu kynnt strax eftir páska.

Gildistími hins nýja samnings er frá 1. janúar 2021 til 31. mars 2023, að því er segir á vef Kennarasambandsins.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×