Lífið

Rauða­sandur tólfta fal­legasta ströndin í Evrópu

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Rauðasandur er sagður tólfta fallegasta strönd Evrópu.
Rauðasandur er sagður tólfta fallegasta strönd Evrópu. Vísir/Vilhelm

Rauðasandur á Vestfjörðum hefur verið valin sem tólfta fallegasta ströndin í Evrópu af ferðablogginu Lonely Planet. Ströndin er sögð gullfalleg, víðfeðm og tómleg.

Á listanum eru einnig Hauklandsströnd í Noregi í fyrsta sæti, Cala Goloritzé á Ítalíu í öðru sæti og West Beach í Skotlandi.

Rauðasandur er vinsæll meðal ferðamanna, bæði íslenskra og útlendra, enda gullfallegur. Rauður einkennislitur sandsins er tilkominn vegna hörpuskelja, sem hafa malast og myndað fallega ströndina.

Aðrar strandir sem prýða þennan lista eru Plage de Palombaggia á Korsíku, Platja Illetes á Spáni, Barafundle Bay í Wales, Praia da Arrifana í Portúgal, Cala Macarella á Menorku, Navagio strönd á Spáni, Platja de Coll Baix á Mallorka, Île de Porquerolles í Frakklandi og fleiri.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.