Innlent

Bjarni Jóns­son vill leiða lista VG

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Bjarni Jónsson gefur kost á sér í fyrsta sæti á lista VG í Norðvesturkjördæmi.
Bjarni Jónsson gefur kost á sér í fyrsta sæti á lista VG í Norðvesturkjördæmi. Aðsend

Bjarni Jónsson hefur gefið kost á sér til þess að leiða lista Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Norðvesturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. Hann segir áherslur sínar felast í styrkingu innviða, traustri búsetu og fjölskylduvænu samfélagi á landsbyggðinni.

„Í því felst öruggt aðgengi að góðri heilbrigðisþjónustu, menntun, gott umhverfi, samgöngubætur og fjölbreytt atvinnutækifæri við allra hæfi,“ segir Bjarni í tilkynningu.

Hann segir grunnstoðir atvinnulífsins í kjördæminu byggja á matvælaframleiðslu og að vel sé að þeim atvinnugreinum búið, til dæmis með nýsköpun og frumkvöðlastarfi.

„Við eigum þrjá öfluga landsbyggðarháskóla og hóskóla- og rannsóknarsetur sem skapa svæðinu mikla sérstöðu og tækifæri sem verður að styðja með öflugum hætti og það sama á við framhaldsskólana okkar,“ segir Bjarni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×