Innlent

Val­garður leiðir lista Sam­fylkingarinnar í Norð­vestur­kjör­dæmi

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Valgarður mun leiða lista Samfylkingarinnar norðvestur þegar kosið verður til Alþingis í haust.
Valgarður mun leiða lista Samfylkingarinnar norðvestur þegar kosið verður til Alþingis í haust. Samfylkingin

Valgarður Lyngdal Jónsson, grunnskólakennari og bæjarfulltrúi á Akranesi, mun leiða lista Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi í komandi Alþingiskosningum. 

Þetta varð ljóst eftir að rafrænum kosningum á auknu kjördæmisþingi flokksins lauk í dag. Alls gáfu níu manns kost á sér í forvalinu í fyrstu fjögur sætin, en atkvæði voru greidd um efstu þrjú.

Annað sætið á listanum skipar Jónína Björg Magnúsdóttir og Sigurður Orri Kristjánsson það þriðja.

Guðjón S. Brjánsson alþingismaður leiddi lista flokksins í kjördæminu í síðustu kosningum en hann sóttist ekki eftir endurkjöri.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×