Nadine verðlaunuð fyrir rannsóknarblaðamennsku ársins Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. mars 2021 17:38 Nadine Guðrún Yaghi fréttamaður Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar var verðlaunuð fyrir rannsóknarblaðamennsku ársins. Vísir/Vilhelm Tilkynnt var um verðlaunahafa Blaðamannaverðlaunanna í beinu streymi frá húsakynnum Blaðamannafélagsins í dag. Nadine Guðrún Yaghi, fréttamaður Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis, hlaut verðlaun fyrir rannsóknarblaðamennsku ársins fyrir umfjöllun sína um mistök við greiningu sýna hjá Krabbameinsfélaginu. Fréttamenn Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar hlutu þrjár tilnefningar til verðlaunanna í ár. Verðlaunin voru veitt í fjórum flokkum eins og áður og voru verðlaunahafar eftirfarandi: Umfjöllun ársins Sunna Ósk Logadóttir, Bára Huld Beck, Þórður Snær Júlíusson, Arnar Þór Ingólfsson og Jónas Atli Gunnarsson á Kjarnanum, fyrir umfjöllun um eldsvoðann á Bræðraborgarstíg 1 og margháttaðar afleiðingar hans. Umsögn dómnefndar: Í umfangsmikilli umfjöllun er fjallað af næmni og dýpt um mannskæðan húsbruna á Bræðraborgarstíg 1 í Reykjavík í fyrrasumar. Blaðamennirnir nálgast atburðinn frá ótal hliðum, frá þeim mannlega harmleik sem átti sér stað, yfir í kerfislæga jaðarsetningu og oft á tíðum óboðlegan aðbúnað erlends verkafólks á Íslandi. Viðtal ársins Orri Páll Ormarsson á Morgunblaðinu, fyrir viðtal við Ingva Hrafn Jónsson Umsögn dómnefndar: Í viðtali Orra Páls við Ingva Hrafn Jónsson undir fyrirsögninni Vill lögleiða dánaraðstoð er dregin upp ný hlið á annars þjóðþekktum manni. Ingvi Hrafn ræðir bróðurmissi á liðnu ári og þau djúpstæðu áhrif sem ákvörðun bróður hans um að þiggja dánaraðstoð hafði á hann. Í framhaldinu fjallaði Orri Páll nánar um dánaraðstoð og dýpkaði með umfjöllun sinni umræðu um þetta viðkvæma mál. Nadine var verðlaunuð fyrir umfjöllun sína um mistök sem gerð voru við greiningu sýna hjá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins.Vísir/Vilhelm Rannsóknarblaðamennska Nadine Guðrún Yaghi, Fréttastofu Stöðvar tvö, Bylgjunnar og Vísis, fyrir umfjöllun um umfangsmikil og afdrifarík mistök sem gerð voru við greiningar á leghálssýnum hjá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins. Umsögn dómnefndar: Nadine Guðrún Yaghi afhjúpaði umfangsmikil og afdrifarík mistök sem gerð voru við greiningu á leghálssýnum hjá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins. Fréttaflutningurinn leiddi til þess að þúsundir sýna voru endurgreind og fjöldi frumubreytinga, sem ella hefðu ekki fundist, komu í ljós. Sögð var saga kvenna sem höfðu ýmist greinst með ólæknandi krabbamein, farið í legnám eða látist. Umfjöllunin varpaði ljósi á brotalöm í greiningarferli sem notið hefur trausts. Blaðamannaverðlaun ársins Þórhildur Þorkelsdóttir, RÚV, fyrir fréttaflutning og viðtöl í tengslum við erfið og oft viðkvæm mál. Umsögn dómnefndar: Þórhildur fjallaði meðal annars um ótrúlegt björgunarafrek í Hafnarfjarðarhöfn, alvarleg mistök læknis á bráðamóttöku, kynferðisbrot á þroskaskertri konu í dagvistun á vegum Reykjavíkurborgar. Í þessum málum og fleirum sem Þórhildur hefur fjallað um tekur hún ítarleg, greinargóð og einnig áhrifarík viðtöl við þolendur og aðra sem að málum koma og dýpkar með því skilning bæði á atburðunum sjálfum og afleiðingum þeirra. Fjölmiðlar Tengdar fréttir Bein útsending: Blaðamannaverðlaun tilkynnt Klukkan 17 verður tilkynnt hverjir hljóta Blaðamannaverðlaun Blaðamannafélags Íslands fyrir síðasta ár. Vegna samkomutakmarkanna verður athöfnin í streymi. 26. mars 2021 16:15 Fréttamenn Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar tilnefndir til þrennra blaðamannaverðlauna Erla Björg Gunnarsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi hafa verið tilnefndar til blaðamannaverðlaunanna í flokknum Umfjöllun ársins fyrir áhrifamikla og afhjúpandi umfjöllun Kompáss um dulinn vanda kvenna með þroskahömlun sem leiðst hafa út í vændi. 19. mars 2021 14:42 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Fleiri fréttir „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Sjá meira
Fréttamenn Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar hlutu þrjár tilnefningar til verðlaunanna í ár. Verðlaunin voru veitt í fjórum flokkum eins og áður og voru verðlaunahafar eftirfarandi: Umfjöllun ársins Sunna Ósk Logadóttir, Bára Huld Beck, Þórður Snær Júlíusson, Arnar Þór Ingólfsson og Jónas Atli Gunnarsson á Kjarnanum, fyrir umfjöllun um eldsvoðann á Bræðraborgarstíg 1 og margháttaðar afleiðingar hans. Umsögn dómnefndar: Í umfangsmikilli umfjöllun er fjallað af næmni og dýpt um mannskæðan húsbruna á Bræðraborgarstíg 1 í Reykjavík í fyrrasumar. Blaðamennirnir nálgast atburðinn frá ótal hliðum, frá þeim mannlega harmleik sem átti sér stað, yfir í kerfislæga jaðarsetningu og oft á tíðum óboðlegan aðbúnað erlends verkafólks á Íslandi. Viðtal ársins Orri Páll Ormarsson á Morgunblaðinu, fyrir viðtal við Ingva Hrafn Jónsson Umsögn dómnefndar: Í viðtali Orra Páls við Ingva Hrafn Jónsson undir fyrirsögninni Vill lögleiða dánaraðstoð er dregin upp ný hlið á annars þjóðþekktum manni. Ingvi Hrafn ræðir bróðurmissi á liðnu ári og þau djúpstæðu áhrif sem ákvörðun bróður hans um að þiggja dánaraðstoð hafði á hann. Í framhaldinu fjallaði Orri Páll nánar um dánaraðstoð og dýpkaði með umfjöllun sinni umræðu um þetta viðkvæma mál. Nadine var verðlaunuð fyrir umfjöllun sína um mistök sem gerð voru við greiningu sýna hjá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins.Vísir/Vilhelm Rannsóknarblaðamennska Nadine Guðrún Yaghi, Fréttastofu Stöðvar tvö, Bylgjunnar og Vísis, fyrir umfjöllun um umfangsmikil og afdrifarík mistök sem gerð voru við greiningar á leghálssýnum hjá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins. Umsögn dómnefndar: Nadine Guðrún Yaghi afhjúpaði umfangsmikil og afdrifarík mistök sem gerð voru við greiningu á leghálssýnum hjá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins. Fréttaflutningurinn leiddi til þess að þúsundir sýna voru endurgreind og fjöldi frumubreytinga, sem ella hefðu ekki fundist, komu í ljós. Sögð var saga kvenna sem höfðu ýmist greinst með ólæknandi krabbamein, farið í legnám eða látist. Umfjöllunin varpaði ljósi á brotalöm í greiningarferli sem notið hefur trausts. Blaðamannaverðlaun ársins Þórhildur Þorkelsdóttir, RÚV, fyrir fréttaflutning og viðtöl í tengslum við erfið og oft viðkvæm mál. Umsögn dómnefndar: Þórhildur fjallaði meðal annars um ótrúlegt björgunarafrek í Hafnarfjarðarhöfn, alvarleg mistök læknis á bráðamóttöku, kynferðisbrot á þroskaskertri konu í dagvistun á vegum Reykjavíkurborgar. Í þessum málum og fleirum sem Þórhildur hefur fjallað um tekur hún ítarleg, greinargóð og einnig áhrifarík viðtöl við þolendur og aðra sem að málum koma og dýpkar með því skilning bæði á atburðunum sjálfum og afleiðingum þeirra.
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Bein útsending: Blaðamannaverðlaun tilkynnt Klukkan 17 verður tilkynnt hverjir hljóta Blaðamannaverðlaun Blaðamannafélags Íslands fyrir síðasta ár. Vegna samkomutakmarkanna verður athöfnin í streymi. 26. mars 2021 16:15 Fréttamenn Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar tilnefndir til þrennra blaðamannaverðlauna Erla Björg Gunnarsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi hafa verið tilnefndar til blaðamannaverðlaunanna í flokknum Umfjöllun ársins fyrir áhrifamikla og afhjúpandi umfjöllun Kompáss um dulinn vanda kvenna með þroskahömlun sem leiðst hafa út í vændi. 19. mars 2021 14:42 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Fleiri fréttir „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Sjá meira
Bein útsending: Blaðamannaverðlaun tilkynnt Klukkan 17 verður tilkynnt hverjir hljóta Blaðamannaverðlaun Blaðamannafélags Íslands fyrir síðasta ár. Vegna samkomutakmarkanna verður athöfnin í streymi. 26. mars 2021 16:15
Fréttamenn Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar tilnefndir til þrennra blaðamannaverðlauna Erla Björg Gunnarsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi hafa verið tilnefndar til blaðamannaverðlaunanna í flokknum Umfjöllun ársins fyrir áhrifamikla og afhjúpandi umfjöllun Kompáss um dulinn vanda kvenna með þroskahömlun sem leiðst hafa út í vændi. 19. mars 2021 14:42