Þýskaland vann nauman sigur á Rúmenum í J-riðli okkar Íslendinga í undankeppni HM í Katar 2022.
Fyrsta og eina mark leiksins skoraði Serge Gnabry á sextándu mínútu eftir stoðsendingu frá Kai Havertz.
Þýskaland er þar af leiðandi með sex stig á toppi riðilsins en Rúmenía er með þrjú stig eftir tvo leiki.
3️⃣5️⃣ - Germany🇩🇪 are unbeaten in their last 35 World Cup qualifiers, since a 5-1 defeat against England on 1 September 2001. This is Die Mannschaft's second-longest unbeaten run in World Cup qualification, after March 1934 to September 1985 (36). #ROMGER #WorldCupQualifiers
— Gracenote Live (@GracenoteLive) March 28, 2021
Mótherjar Íslands á miðvikudag, Liechtenstein, steinlágu 5-0 á útivelli gegn Norður Makedóníu. Þeir eru því einnig án stiga er liðin mætast á miðvikudag.
Svíþjóð er einnig með sex stig, í B-riðlinum, eftir 3-0 sigur á Kósóvó en heimamenn eru án stiga.
Zlatan Ibrahimovic lagði upp annað mark í dag er hann lagði upp fyrsta mark leiksins en mörk Svía skoruðu Ludwig Augustinsson, Alexander Isak og Sebastian Larsson.
Zlatan Ibrahimovic in the first half vs. Kosovo:
— Squawka Football (@Squawka) March 28, 2021
6 aerials won
4 shots
2 shots on target
2 chances created
1 interception
1 assist
Still going strong. pic.twitter.com/i4KWvNcCXk
Heimsmeistarar Frakka unnu 2-0 sigur á Kasakstan á útivelli. Ousmane Dembele skoraði á nítjándu mínútu og annað markið var sjálfsmark mínútu fyrir leikhlé.
Frakkar gátu bætt í forystuna í síðari hálfleik en Kylian Mbappe brenndi af vítaspyrnu. Frakkar með fjögur stig en Kasakstan ekkert.
Ítalír eru enn eitt liðið með sex stig en þeir unnu 2-0 sigur í Búlgaríu í kvöld. Andrea Belotti og Manuel Locatelli skoruðu mörkin.
Eftir að hafa komist yfir gegn Austurríki töpuðu Færeyingarnir 3-1 á útivelli. Gunnar Nielsen stóð í marki Færeyja.
Öll úrslit dagsins:
B-riðill:
Georgía - Spánn 1-2
Kósóvó - Svíþjóð 0-3
C-riðill:
Búlgaría - Ítalía 0-2
Sviss - Litháen 1-0
D-riðill:
Kasakstan - Frakkland 0-2
Úkraína - Finnland 1-1
F-riðill:
Danmörk - Moldóva 8-0
Austurríki - Færeyjar 3-1
Ísrael - Skotland 1-1
I-riðill:
Albanía - England 0-2
Pólland - Andorra 3-0
San Marínó - Ungverjaland 3-0
J-riðill:
Armenía - Ísland 2-0
Norður Makedónía -Liechtenstein 5-0
Rúmenía - Þýskaland 0-1