Lífið

Björguðu kettlingi sem hafði verið fastur uppi í tré í sólarhring

Stefán Árni Pálsson skrifar
Björgunin gekk upp að lokum. 
Björgunin gekk upp að lokum. 

Slökkviliðsmenn hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins björguðu kettlingi úr tré við Hátún rétt eftir hádegi í gær.

Björgunin gekk ágætlega en kötturinn var ekki strax tilbúinn að koma í fang slökkviliðsmannsins.

Kötturinn hafði dúsað í trénu í sólarhring en frá þessu er greint á Instagram-síðu Slökkviliðsins.

Slökkviliðið er ansi virkt á Instagram þar sem er sýnt frá æfingum, björgunarstörfum eins og þessi björgun sem dæmi.

Hér að neðan má sjá björgunina sjálfa. 

Klippa: Björguðu kettlingi sem hafði verið fastur upp í tré í sólarhring





Fleiri fréttir

Sjá meira


×