Telur ekki að börn þurfi að leggjast frekar inn nú Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Kristín Ólafsdóttir skrifa 25. mars 2021 20:46 Valtýr Stefánsson Thors, barnasmitsjúkdómalæknir. Vísir/Sigurjón Barnasmitsjúkdómalæknir segist ekki eiga von á að börn þurfi að leggjast frekar inná spítala en áður þó þau hafi fengið breska afbrigði veirunnar. Fram kom á upplýsingafundi almannavarna í dag að meðal þeirra deilda á Landspítala sem væru í viðbragsstöðu vegna samfélagssmita síðustu daga sé barnadeild. Valtýr Stefánsson Thors barnasmitsjúkdómalæknir á Barnaspítala Hringsins segir að það sé sama viðbragð og hafi verið viðhaft áður í faraldrinum. Ekkert barn hafi hingað til þurft að leggjast inná spítala vegna Covid-19 og hann býst ekki við mikilli breytingu nú. „Ég held að þó við séum að setja okkur í stellingar og tilbúin að takast á við það ef börnin fara að veikjast eitthvað meira þá er það ekki eitthvað sem við eigum sérstaklega von á. Það er lítillega aukin hætta á því, hjá börnum, en hins vegar með það að meira af börnum sé að smitast núna, það er eiginlega aðeins of snemmt.“ Valtýr undirstrikar það sem áður hefur komið fram að yngri börn veikist síður og smiti síður. „Það er með þetta afbrigði, sem og hin afbrigðin, að yngstu börnin eru minna líkleg til að smitast, þau eru minna líkleg til að veikjast alvarlega og eru minna líkleg til að smita aðra.“ Fram kom á upplýsingafundi almannavarna í dag að ekki standi til að hefja bólusetningar á börnum. Valtýr segir vel koma til greina að bólusetja börn þó það gerist ekki strax. „Það er verið að skoða það. Eins og staðan er núna þá er ekkert af þessum bóluefnum sem í boði eru leyfð fyrir börn. Við bíðum eftir gögnum og rannsóknum sem eru þegar í gangi til þess að sýna okkur öryggi þess að bólusetja börn. En það verður að svara þessari öryggisspurningu áður en við förum að bólusetja börn í stórum stíl. Þegar það liggur fyrir kæmi vel til greina að byrja að bólusetja til dæmis unglingana og færa sig síðan neðar í aldri eins og hægt er.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Börn og uppeldi Tengdar fréttir Útlit fyrir 3.500 skammta frá Janssen í apríl Norsk stjórnvöld gera ráð fyrir að fá 52 þúsund skammta af bóluefni Janssen við Covid-19 í apríl. Sé talan yfirfærð á Ísland má áætla að um 3.500 skammtar af bóluefninu berist hingað í næsta mánuði. Ríkin fá efnið í gegnum samstarf Evrópusambandsins um bóluefnakaup og miðast dreifing við höfðatölu. 25. mars 2021 16:17 Fólki fætt 1948 og fyrr boðið í bólusetningu á morgun Á morgun, föstudaginn 26. mars mun heilsugæslan bjóða öllum íbúum á höfuðborgarsvæðinu sem eru fæddir 1948 eða fyrr að koma í Covid-19 bólusetningu í Laugardalshöll. 25. mars 2021 15:36 Sextán ára og yngri mega ekki koma í heimsókn Heimsóknir barna undir 16 ára aldri eru nú óheimilar á Landspítalanum, nema í sérstöku samráði við stjórnendur deilda. Þá er ekki gert ráð fyrir að konum sé fylgt í fósturgreiningu nema með samþykki stjórnenda fósturgreiningadeildar. 25. mars 2021 14:23 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Erlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Fleiri fréttir Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Sjá meira
Fram kom á upplýsingafundi almannavarna í dag að meðal þeirra deilda á Landspítala sem væru í viðbragsstöðu vegna samfélagssmita síðustu daga sé barnadeild. Valtýr Stefánsson Thors barnasmitsjúkdómalæknir á Barnaspítala Hringsins segir að það sé sama viðbragð og hafi verið viðhaft áður í faraldrinum. Ekkert barn hafi hingað til þurft að leggjast inná spítala vegna Covid-19 og hann býst ekki við mikilli breytingu nú. „Ég held að þó við séum að setja okkur í stellingar og tilbúin að takast á við það ef börnin fara að veikjast eitthvað meira þá er það ekki eitthvað sem við eigum sérstaklega von á. Það er lítillega aukin hætta á því, hjá börnum, en hins vegar með það að meira af börnum sé að smitast núna, það er eiginlega aðeins of snemmt.“ Valtýr undirstrikar það sem áður hefur komið fram að yngri börn veikist síður og smiti síður. „Það er með þetta afbrigði, sem og hin afbrigðin, að yngstu börnin eru minna líkleg til að smitast, þau eru minna líkleg til að veikjast alvarlega og eru minna líkleg til að smita aðra.“ Fram kom á upplýsingafundi almannavarna í dag að ekki standi til að hefja bólusetningar á börnum. Valtýr segir vel koma til greina að bólusetja börn þó það gerist ekki strax. „Það er verið að skoða það. Eins og staðan er núna þá er ekkert af þessum bóluefnum sem í boði eru leyfð fyrir börn. Við bíðum eftir gögnum og rannsóknum sem eru þegar í gangi til þess að sýna okkur öryggi þess að bólusetja börn. En það verður að svara þessari öryggisspurningu áður en við förum að bólusetja börn í stórum stíl. Þegar það liggur fyrir kæmi vel til greina að byrja að bólusetja til dæmis unglingana og færa sig síðan neðar í aldri eins og hægt er.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Börn og uppeldi Tengdar fréttir Útlit fyrir 3.500 skammta frá Janssen í apríl Norsk stjórnvöld gera ráð fyrir að fá 52 þúsund skammta af bóluefni Janssen við Covid-19 í apríl. Sé talan yfirfærð á Ísland má áætla að um 3.500 skammtar af bóluefninu berist hingað í næsta mánuði. Ríkin fá efnið í gegnum samstarf Evrópusambandsins um bóluefnakaup og miðast dreifing við höfðatölu. 25. mars 2021 16:17 Fólki fætt 1948 og fyrr boðið í bólusetningu á morgun Á morgun, föstudaginn 26. mars mun heilsugæslan bjóða öllum íbúum á höfuðborgarsvæðinu sem eru fæddir 1948 eða fyrr að koma í Covid-19 bólusetningu í Laugardalshöll. 25. mars 2021 15:36 Sextán ára og yngri mega ekki koma í heimsókn Heimsóknir barna undir 16 ára aldri eru nú óheimilar á Landspítalanum, nema í sérstöku samráði við stjórnendur deilda. Þá er ekki gert ráð fyrir að konum sé fylgt í fósturgreiningu nema með samþykki stjórnenda fósturgreiningadeildar. 25. mars 2021 14:23 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Erlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Fleiri fréttir Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Sjá meira
Útlit fyrir 3.500 skammta frá Janssen í apríl Norsk stjórnvöld gera ráð fyrir að fá 52 þúsund skammta af bóluefni Janssen við Covid-19 í apríl. Sé talan yfirfærð á Ísland má áætla að um 3.500 skammtar af bóluefninu berist hingað í næsta mánuði. Ríkin fá efnið í gegnum samstarf Evrópusambandsins um bóluefnakaup og miðast dreifing við höfðatölu. 25. mars 2021 16:17
Fólki fætt 1948 og fyrr boðið í bólusetningu á morgun Á morgun, föstudaginn 26. mars mun heilsugæslan bjóða öllum íbúum á höfuðborgarsvæðinu sem eru fæddir 1948 eða fyrr að koma í Covid-19 bólusetningu í Laugardalshöll. 25. mars 2021 15:36
Sextán ára og yngri mega ekki koma í heimsókn Heimsóknir barna undir 16 ára aldri eru nú óheimilar á Landspítalanum, nema í sérstöku samráði við stjórnendur deilda. Þá er ekki gert ráð fyrir að konum sé fylgt í fósturgreiningu nema með samþykki stjórnenda fósturgreiningadeildar. 25. mars 2021 14:23