Lífið

Vandræðalegasta stefnumótið sem Kristjana hefur farið á

Stefán Árni Pálsson skrifar
Kristjana Arnarsdóttir hefur verið spyrill í Gettu Betur undanfarin tvö ár. 
Kristjana Arnarsdóttir hefur verið spyrill í Gettu Betur undanfarin tvö ár. 

Kristjana Arnarsdóttir, íþróttafréttakona og spyrill í Gettu Betur, mætti í Brennsluna á dögunum og tók þátt í dagskráliðnum Yfirheyrslan.

Þar svaraði hún nokkrum skemmtilegum spurningum svo að hlustendur gætu kynnst henni betur.

Þar kom í ljós að hún er grænmetisæta, TikTok er leiðinlegasti samfélagsmiðillinn og hún drekkur rauðvín á djamminu.

Hún tók uppáhalds djammdansinn sinn í hljóðveri FM957. Svo sagði sögu frá einu mjög vandræðalegu stefnumóti þegar drengurinn ákvað að skipta um bíl, rauk heim og kom til baka á flottri bifreið foreldra sinna.

Hennar helstu galli er hvatvísi en hér að neðan má sjá Yfirheyrsluna í heild sinni.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.