Dorrit vill koma á fót tónlistarhátíð í Geldingadal Jakob Bjarnar skrifar 24. mars 2021 16:14 Dorrit hefur varpað fram hinni frumlegu hugmynd að í Geldingahrauni megi halda alþjóðlega tónlistarhátíð. Ólafur Ragnar eiginmaður hennar auglýsir eftir hugmyndum á Twitter. Ólafur Ragnar Grímsson fyrrverandi forseti auglýsir eftir nafni á hátíðina. Volstock er efst á blaði. Fyrrum forsetahjón, þau Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff, hafa augun á gosstað og urðu fyrir miklum áhrifum eins og svo margir sem lagt hafa leið sína í Geldingahraun. Dorrit fékk einskonar vitrun; sá fyrir sér að þarna væri ákjósanleg staðsetning fyrir alþjóðlega tónlistarhátíð. Dorrit, sem er ávallt með hagsmuni Íslands að leiðarljósi, setur meðal annars myllumerki, eða hið svokallaða hashtag, við hugmyndina og mynd á Instagram og tengir við Inspird by Iceland. Ekkert geldingalegt við þessa hugmynd og hlýtur að verða tekin til umfjöllunar á væntanlegum fundi þeirra sem eiga landið þar sem nú gýs. Eiginmaður hennar, Ólafur Ragnar, sem lætur miklar hugmyndir ekki flækjast of mikið fyrir sér eftir að hafa meðal annars ýtt Norðurslóðaverkefninu úr vör, grípur boltann á lofti. Hann segir á Twitterreikningi sínum að mynd sem Dorrit birti með hugmynd sinni hafi notið mikillar og alþjóðlegrar athygli. Því sé ekki úr vegi að auglýsa eftir nafngift á hátíðina sem Ólafur Ragnar og Dorrit sjá fyrir sér að gæti orðið árlegur viðburður og dregið að þúsundir. In the light of the great global reaction to this photo #Dorrit has proposed on her #Instagram an annual musical folk festival close to the new volcano. Competition for the name of the festival now open here. One suggestion: Volstock, inspired by the famous festival. Your ideas? pic.twitter.com/LNM1lvIqjl— Ólafur Ragnar Grímsson (@ORGrimsson) March 24, 2021 Ólafur Ragnar nefnir að þegar sé ein hugmynd komin fram: Volstock, sem er þá einskonar samruni Volcano og Woodstock-hátíðarinnar frægu. Forsetinn fyrrverandi kallar eftir fleiri hugmyndum á Instagramreikningi sínum og ekki stendur á svörum. Svo virðist sem ákaflega margir sjái möguleikana í þessu. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Forseti Íslands Tónlist Samfélagsmiðlar Ólafur Ragnar Grímsson Tengdar fréttir Vonar að næsta skáldsaga Sigríðar Hagalín fái titilinn „Endalaus hamingja“ Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands flug yfir gosstöðvarnar í Geldingadal með þyrlu Landhelgisgæslunnar í hádeginu í dag. Hann segist ekki áður hafa séð eldgos úr nálægð og vonar að þeir sem leggi leið sína að eldgosinu fari í einu og öllu varlega. Um sögulegt eldgos sé að ræða. 21. mars 2021 14:17 Lilja Katrín segir súrrealískt að eiga eldgos Lilja Katrín Gunnarsdóttir þúsundþjalasmiður er í þeim einstöku sporum að eiga eldgosið sem nú er í Geldingahrauni. 24. mars 2021 11:49 Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Fleiri fréttir Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Sjá meira
Fyrrum forsetahjón, þau Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff, hafa augun á gosstað og urðu fyrir miklum áhrifum eins og svo margir sem lagt hafa leið sína í Geldingahraun. Dorrit fékk einskonar vitrun; sá fyrir sér að þarna væri ákjósanleg staðsetning fyrir alþjóðlega tónlistarhátíð. Dorrit, sem er ávallt með hagsmuni Íslands að leiðarljósi, setur meðal annars myllumerki, eða hið svokallaða hashtag, við hugmyndina og mynd á Instagram og tengir við Inspird by Iceland. Ekkert geldingalegt við þessa hugmynd og hlýtur að verða tekin til umfjöllunar á væntanlegum fundi þeirra sem eiga landið þar sem nú gýs. Eiginmaður hennar, Ólafur Ragnar, sem lætur miklar hugmyndir ekki flækjast of mikið fyrir sér eftir að hafa meðal annars ýtt Norðurslóðaverkefninu úr vör, grípur boltann á lofti. Hann segir á Twitterreikningi sínum að mynd sem Dorrit birti með hugmynd sinni hafi notið mikillar og alþjóðlegrar athygli. Því sé ekki úr vegi að auglýsa eftir nafngift á hátíðina sem Ólafur Ragnar og Dorrit sjá fyrir sér að gæti orðið árlegur viðburður og dregið að þúsundir. In the light of the great global reaction to this photo #Dorrit has proposed on her #Instagram an annual musical folk festival close to the new volcano. Competition for the name of the festival now open here. One suggestion: Volstock, inspired by the famous festival. Your ideas? pic.twitter.com/LNM1lvIqjl— Ólafur Ragnar Grímsson (@ORGrimsson) March 24, 2021 Ólafur Ragnar nefnir að þegar sé ein hugmynd komin fram: Volstock, sem er þá einskonar samruni Volcano og Woodstock-hátíðarinnar frægu. Forsetinn fyrrverandi kallar eftir fleiri hugmyndum á Instagramreikningi sínum og ekki stendur á svörum. Svo virðist sem ákaflega margir sjái möguleikana í þessu.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Forseti Íslands Tónlist Samfélagsmiðlar Ólafur Ragnar Grímsson Tengdar fréttir Vonar að næsta skáldsaga Sigríðar Hagalín fái titilinn „Endalaus hamingja“ Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands flug yfir gosstöðvarnar í Geldingadal með þyrlu Landhelgisgæslunnar í hádeginu í dag. Hann segist ekki áður hafa séð eldgos úr nálægð og vonar að þeir sem leggi leið sína að eldgosinu fari í einu og öllu varlega. Um sögulegt eldgos sé að ræða. 21. mars 2021 14:17 Lilja Katrín segir súrrealískt að eiga eldgos Lilja Katrín Gunnarsdóttir þúsundþjalasmiður er í þeim einstöku sporum að eiga eldgosið sem nú er í Geldingahrauni. 24. mars 2021 11:49 Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Fleiri fréttir Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Sjá meira
Vonar að næsta skáldsaga Sigríðar Hagalín fái titilinn „Endalaus hamingja“ Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands flug yfir gosstöðvarnar í Geldingadal með þyrlu Landhelgisgæslunnar í hádeginu í dag. Hann segist ekki áður hafa séð eldgos úr nálægð og vonar að þeir sem leggi leið sína að eldgosinu fari í einu og öllu varlega. Um sögulegt eldgos sé að ræða. 21. mars 2021 14:17
Lilja Katrín segir súrrealískt að eiga eldgos Lilja Katrín Gunnarsdóttir þúsundþjalasmiður er í þeim einstöku sporum að eiga eldgosið sem nú er í Geldingahrauni. 24. mars 2021 11:49