Dorrit vill koma á fót tónlistarhátíð í Geldingadal Jakob Bjarnar skrifar 24. mars 2021 16:14 Dorrit hefur varpað fram hinni frumlegu hugmynd að í Geldingahrauni megi halda alþjóðlega tónlistarhátíð. Ólafur Ragnar eiginmaður hennar auglýsir eftir hugmyndum á Twitter. Ólafur Ragnar Grímsson fyrrverandi forseti auglýsir eftir nafni á hátíðina. Volstock er efst á blaði. Fyrrum forsetahjón, þau Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff, hafa augun á gosstað og urðu fyrir miklum áhrifum eins og svo margir sem lagt hafa leið sína í Geldingahraun. Dorrit fékk einskonar vitrun; sá fyrir sér að þarna væri ákjósanleg staðsetning fyrir alþjóðlega tónlistarhátíð. Dorrit, sem er ávallt með hagsmuni Íslands að leiðarljósi, setur meðal annars myllumerki, eða hið svokallaða hashtag, við hugmyndina og mynd á Instagram og tengir við Inspird by Iceland. Ekkert geldingalegt við þessa hugmynd og hlýtur að verða tekin til umfjöllunar á væntanlegum fundi þeirra sem eiga landið þar sem nú gýs. Eiginmaður hennar, Ólafur Ragnar, sem lætur miklar hugmyndir ekki flækjast of mikið fyrir sér eftir að hafa meðal annars ýtt Norðurslóðaverkefninu úr vör, grípur boltann á lofti. Hann segir á Twitterreikningi sínum að mynd sem Dorrit birti með hugmynd sinni hafi notið mikillar og alþjóðlegrar athygli. Því sé ekki úr vegi að auglýsa eftir nafngift á hátíðina sem Ólafur Ragnar og Dorrit sjá fyrir sér að gæti orðið árlegur viðburður og dregið að þúsundir. In the light of the great global reaction to this photo #Dorrit has proposed on her #Instagram an annual musical folk festival close to the new volcano. Competition for the name of the festival now open here. One suggestion: Volstock, inspired by the famous festival. Your ideas? pic.twitter.com/LNM1lvIqjl— Ólafur Ragnar Grímsson (@ORGrimsson) March 24, 2021 Ólafur Ragnar nefnir að þegar sé ein hugmynd komin fram: Volstock, sem er þá einskonar samruni Volcano og Woodstock-hátíðarinnar frægu. Forsetinn fyrrverandi kallar eftir fleiri hugmyndum á Instagramreikningi sínum og ekki stendur á svörum. Svo virðist sem ákaflega margir sjái möguleikana í þessu. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Forseti Íslands Tónlist Samfélagsmiðlar Ólafur Ragnar Grímsson Tengdar fréttir Vonar að næsta skáldsaga Sigríðar Hagalín fái titilinn „Endalaus hamingja“ Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands flug yfir gosstöðvarnar í Geldingadal með þyrlu Landhelgisgæslunnar í hádeginu í dag. Hann segist ekki áður hafa séð eldgos úr nálægð og vonar að þeir sem leggi leið sína að eldgosinu fari í einu og öllu varlega. Um sögulegt eldgos sé að ræða. 21. mars 2021 14:17 Lilja Katrín segir súrrealískt að eiga eldgos Lilja Katrín Gunnarsdóttir þúsundþjalasmiður er í þeim einstöku sporum að eiga eldgosið sem nú er í Geldingahrauni. 24. mars 2021 11:49 Mest lesið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Skilnaðarhringir slá í gegn: „Ég set minn á löngutöng“ Tíska og hönnun Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Bíó og sjónvarp Désirée prinsessa látin Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Lífið Kynntist manninum á Tinder í Covid Lífið Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Lífið Fleiri fréttir Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Sjá meira
Fyrrum forsetahjón, þau Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff, hafa augun á gosstað og urðu fyrir miklum áhrifum eins og svo margir sem lagt hafa leið sína í Geldingahraun. Dorrit fékk einskonar vitrun; sá fyrir sér að þarna væri ákjósanleg staðsetning fyrir alþjóðlega tónlistarhátíð. Dorrit, sem er ávallt með hagsmuni Íslands að leiðarljósi, setur meðal annars myllumerki, eða hið svokallaða hashtag, við hugmyndina og mynd á Instagram og tengir við Inspird by Iceland. Ekkert geldingalegt við þessa hugmynd og hlýtur að verða tekin til umfjöllunar á væntanlegum fundi þeirra sem eiga landið þar sem nú gýs. Eiginmaður hennar, Ólafur Ragnar, sem lætur miklar hugmyndir ekki flækjast of mikið fyrir sér eftir að hafa meðal annars ýtt Norðurslóðaverkefninu úr vör, grípur boltann á lofti. Hann segir á Twitterreikningi sínum að mynd sem Dorrit birti með hugmynd sinni hafi notið mikillar og alþjóðlegrar athygli. Því sé ekki úr vegi að auglýsa eftir nafngift á hátíðina sem Ólafur Ragnar og Dorrit sjá fyrir sér að gæti orðið árlegur viðburður og dregið að þúsundir. In the light of the great global reaction to this photo #Dorrit has proposed on her #Instagram an annual musical folk festival close to the new volcano. Competition for the name of the festival now open here. One suggestion: Volstock, inspired by the famous festival. Your ideas? pic.twitter.com/LNM1lvIqjl— Ólafur Ragnar Grímsson (@ORGrimsson) March 24, 2021 Ólafur Ragnar nefnir að þegar sé ein hugmynd komin fram: Volstock, sem er þá einskonar samruni Volcano og Woodstock-hátíðarinnar frægu. Forsetinn fyrrverandi kallar eftir fleiri hugmyndum á Instagramreikningi sínum og ekki stendur á svörum. Svo virðist sem ákaflega margir sjái möguleikana í þessu.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Forseti Íslands Tónlist Samfélagsmiðlar Ólafur Ragnar Grímsson Tengdar fréttir Vonar að næsta skáldsaga Sigríðar Hagalín fái titilinn „Endalaus hamingja“ Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands flug yfir gosstöðvarnar í Geldingadal með þyrlu Landhelgisgæslunnar í hádeginu í dag. Hann segist ekki áður hafa séð eldgos úr nálægð og vonar að þeir sem leggi leið sína að eldgosinu fari í einu og öllu varlega. Um sögulegt eldgos sé að ræða. 21. mars 2021 14:17 Lilja Katrín segir súrrealískt að eiga eldgos Lilja Katrín Gunnarsdóttir þúsundþjalasmiður er í þeim einstöku sporum að eiga eldgosið sem nú er í Geldingahrauni. 24. mars 2021 11:49 Mest lesið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Skilnaðarhringir slá í gegn: „Ég set minn á löngutöng“ Tíska og hönnun Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Bíó og sjónvarp Désirée prinsessa látin Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Lífið Kynntist manninum á Tinder í Covid Lífið Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Lífið Fleiri fréttir Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Sjá meira
Vonar að næsta skáldsaga Sigríðar Hagalín fái titilinn „Endalaus hamingja“ Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands flug yfir gosstöðvarnar í Geldingadal með þyrlu Landhelgisgæslunnar í hádeginu í dag. Hann segist ekki áður hafa séð eldgos úr nálægð og vonar að þeir sem leggi leið sína að eldgosinu fari í einu og öllu varlega. Um sögulegt eldgos sé að ræða. 21. mars 2021 14:17
Lilja Katrín segir súrrealískt að eiga eldgos Lilja Katrín Gunnarsdóttir þúsundþjalasmiður er í þeim einstöku sporum að eiga eldgosið sem nú er í Geldingahrauni. 24. mars 2021 11:49