Tíu manna samkomubann tekur gildi á miðnætti Eiður Þór Árnason skrifar 24. mars 2021 15:09 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kynnti breytingarnar við hlið samráðherra sinna á blaðamannafundi í Hörpu í dag. vísir/vilhelm Tíu manna samkomubann tekur gildi á miðnætti og verða einungis börn fædd 2015 og síðar þar undanskilin. Skólum verður lokað og staðnám á grunnskóla-, framhaldsskóla- og háskólastiginu óheimilt frá og með morgundeginum fram til 1. apríl. Þá verður margvísleg starfsemi sem rúmast ekki innan fjöldatakmarkananna stöðvuð. Aðgerðirnar byggja á tillögu sóttvarnalæknis sem lagði til að gripið yrði tafarlaust til ráðstafana vegna fjölgunar kórónuveirusmita. Munu takmarkanirnar gilda um allt land og vara í þrjár vikur. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra komu fram á fundinum.Vísir/vilhelm Að öðru leyti er um að ræða sömu reglur og tóku gildi þann 31. október í fyrra og voru notaðar til að kveða niður þriðju bylgju faraldursins. Þetta kom fram á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar sem fram fór í Hörpu. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagði stjórnvöld vilja leggja ofurkapp á að reyna að takmarka útbreiðslu hins svokallaða breska afbrigðis kórónuveirunnar sem sé meira smitandi önnur sem hafi fundist hér á landi. Þá hafi rannsóknir bent til að afbrigðið leggist í meira mæli á börn og ungmenni. Helstu breytingar Almenn fjöldatakmörkun miðast við tíu manns og ná til allra sem eru fæddir 2014 eða fyrr Trú og lífsskoðunarfélög mega taka á móti 30 gestum Líkamsræktarstöðvum, sund- og baðstöðum verður lokað Grunn-, framhalds-, tónlistar- og háskólum verður lokað frá og með morgundeginum og þar til hefðbundið páskafrí tekur við. Unnið verður að reglum um fyrirkomulag skólahalds að loknu páskafríi á næstu dögum. Íþróttir inni og úti, jafnt barna og fullorðinna, sem krefjast meiri nálægðar en 2 metra eða þar sem hætta er á snertismiti vegna sameiginlegs búnaðar, eru óheimilar. Sviðslistir á borð við leikhús og sambærileg starfsemi, þar með talið bíó er óheimil Skemmtistöðum, krám og spilakössum verður lokað Veitingastaðir mega hafa opið til 22 með hámark 20 gestum í rými. Geta tekið á móti gestum til 21 Verslanir mega taka á móti að hámark 50 manns, færri í minni verslunum Hársnyrtistofur, snyrtistofur og sambærileg starfsemi verður áfram heimil Nándarregla verður áfram 2 metrar og reglur um grímuskyldu eru óbreyttar Sem fyrr verða börn fædd 2005 og síðar undanþegin grímuskyldu en falla undir fjölda- og nálægðartakmarkanir Börn í leikskólum eru áfram undanþegin 2 metra reglunni og fjöldatakmörkun Blikur á lofti Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði nú vera blikur á lofti í þróun faraldursins eftir gott gengi síðustu mánuði. Bregðast þurfi hratt við og vel hafi verið fylgst með nýjum afbrigðum á borð við það breska sem hafi nú náð hér fótfestu. Hún sagði vera niðurstöðu ríkisstjórnarinnar og sóttvarnalæknis að mikilvægt væri að grípa fast í taumana í von um að aðgerðirnar þurfi þá að vara í skemmri tíma. Svandís sagði að allar hópsýkingarnar sem hafi komið upp síðustu vikur hafi verið tengst breska afbrigðinu sem sé mjög smitandi og valdi frekar alvarlegum veikindum. Loka skólum til að vernda samfélagið Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra sagði að stjórnvöld telji öruggast að loka öllum skólum nema leikskólum og með þessu sé verið að vernda samfélagið. Bjarni Benediktsson sagði betra að stíga snemma inn og afstýra frekari útbreiðslu veirunnar en að sitja uppi með verri afleiðingar með því að bíða og sjá. Stjórnvöld vilji verja bæði líf og heilsu fólks um leið og reynt sé að lágmarka efnahagslegan skaða. Ýmisir rekstraraðilar eigi eftir að finna fyrir þessum aðgerðum og minnti Bjarni á að fyrirtækjum standi áfram til boða að sækja um lokunarstyrki og önnur úrræði á borð við viðspyrnustyrki. Hann sagði nú unnið að því að tryggja að úrræðin standi til boða út árið. Fram kemur í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu að Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir leggi áherslu á að hertar aðgerðir taki nú til barna allt frá grunnskólaaldri þar sem sýnt þyki að breska afbrigðið valdi meiri einkennum hjá eldri börnum en önnur afbrigði veirunnar. Smitum fjölgað hratt Sautján greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Fjórtán þeirra sem greindust voru í sóttkví, en þrír utan sóttkvíar. Ekki hafa svo margir greinst innanlands á einum degi frá 30. nóvember. Ellefu nemendur Laugarnesskóla greindust með kórónuveiruna í gær og voru öll börn í Laugarnesskóla og Laugalækjarskóla send í úrvinnslusóttkví. Starfsmaður við skólann greindist með veiruna um helgina. Einnig var tilkynnt í gærkvöldi að allur árgangur 6. bekkjar í Laugarnesskóla, sem og 5. flokkur karla í knattspyrnu hjá Þrótti, hafi verið sendur í sóttkví. Í kjölfarið var þeim boðum komið í morgun til foreldra barna í leikskólanum Laugasól, sem einnig er í Laugarneshverfi, að halda börnunum heima í dag, eigi þau systkini í Laugarnesskóla eða Laugalækjarskóla. Fréttin er í vinnslu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir „Við verðum bara að bregðast við“ Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að hertar aðgerðir vegna kórónuveirunnar hér á landi verði kynntar í dag. Heimir Már Pétursson, fréttamaður okkar, náði tali af Svandísi fyrir ríkisstjórnarfund sem nú stendur yfir í Ráðherrabústaðnum í Tjarnargötu. 24. mars 2021 13:22 „Ég held að fjórða bylgjan sé komin hér í öllu sínu veldi“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur að fjórða bylgja kórónuveirufaraldursins sé hafin hér á landi. Hann segir að tími sé kominn til þess að skella öllu í lás og vill sjá sambærilegar samkomutakmarkanir og voru þegar þær voru sem harðastar fyrr í vetur. 24. mars 2021 11:46 Sautján greindust innanlands og þrír utan sóttkvíar Sautján greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Fjórtán þeirra sem greindust voru í sóttkví, en þrír utan sóttkvíar. Ekki hafa svo margir greinst innanlands á einum degi síðan 30. nóvember. 24. mars 2021 10:54 Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Þá verður margvísleg starfsemi sem rúmast ekki innan fjöldatakmarkananna stöðvuð. Aðgerðirnar byggja á tillögu sóttvarnalæknis sem lagði til að gripið yrði tafarlaust til ráðstafana vegna fjölgunar kórónuveirusmita. Munu takmarkanirnar gilda um allt land og vara í þrjár vikur. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra komu fram á fundinum.Vísir/vilhelm Að öðru leyti er um að ræða sömu reglur og tóku gildi þann 31. október í fyrra og voru notaðar til að kveða niður þriðju bylgju faraldursins. Þetta kom fram á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar sem fram fór í Hörpu. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagði stjórnvöld vilja leggja ofurkapp á að reyna að takmarka útbreiðslu hins svokallaða breska afbrigðis kórónuveirunnar sem sé meira smitandi önnur sem hafi fundist hér á landi. Þá hafi rannsóknir bent til að afbrigðið leggist í meira mæli á börn og ungmenni. Helstu breytingar Almenn fjöldatakmörkun miðast við tíu manns og ná til allra sem eru fæddir 2014 eða fyrr Trú og lífsskoðunarfélög mega taka á móti 30 gestum Líkamsræktarstöðvum, sund- og baðstöðum verður lokað Grunn-, framhalds-, tónlistar- og háskólum verður lokað frá og með morgundeginum og þar til hefðbundið páskafrí tekur við. Unnið verður að reglum um fyrirkomulag skólahalds að loknu páskafríi á næstu dögum. Íþróttir inni og úti, jafnt barna og fullorðinna, sem krefjast meiri nálægðar en 2 metra eða þar sem hætta er á snertismiti vegna sameiginlegs búnaðar, eru óheimilar. Sviðslistir á borð við leikhús og sambærileg starfsemi, þar með talið bíó er óheimil Skemmtistöðum, krám og spilakössum verður lokað Veitingastaðir mega hafa opið til 22 með hámark 20 gestum í rými. Geta tekið á móti gestum til 21 Verslanir mega taka á móti að hámark 50 manns, færri í minni verslunum Hársnyrtistofur, snyrtistofur og sambærileg starfsemi verður áfram heimil Nándarregla verður áfram 2 metrar og reglur um grímuskyldu eru óbreyttar Sem fyrr verða börn fædd 2005 og síðar undanþegin grímuskyldu en falla undir fjölda- og nálægðartakmarkanir Börn í leikskólum eru áfram undanþegin 2 metra reglunni og fjöldatakmörkun Blikur á lofti Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði nú vera blikur á lofti í þróun faraldursins eftir gott gengi síðustu mánuði. Bregðast þurfi hratt við og vel hafi verið fylgst með nýjum afbrigðum á borð við það breska sem hafi nú náð hér fótfestu. Hún sagði vera niðurstöðu ríkisstjórnarinnar og sóttvarnalæknis að mikilvægt væri að grípa fast í taumana í von um að aðgerðirnar þurfi þá að vara í skemmri tíma. Svandís sagði að allar hópsýkingarnar sem hafi komið upp síðustu vikur hafi verið tengst breska afbrigðinu sem sé mjög smitandi og valdi frekar alvarlegum veikindum. Loka skólum til að vernda samfélagið Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra sagði að stjórnvöld telji öruggast að loka öllum skólum nema leikskólum og með þessu sé verið að vernda samfélagið. Bjarni Benediktsson sagði betra að stíga snemma inn og afstýra frekari útbreiðslu veirunnar en að sitja uppi með verri afleiðingar með því að bíða og sjá. Stjórnvöld vilji verja bæði líf og heilsu fólks um leið og reynt sé að lágmarka efnahagslegan skaða. Ýmisir rekstraraðilar eigi eftir að finna fyrir þessum aðgerðum og minnti Bjarni á að fyrirtækjum standi áfram til boða að sækja um lokunarstyrki og önnur úrræði á borð við viðspyrnustyrki. Hann sagði nú unnið að því að tryggja að úrræðin standi til boða út árið. Fram kemur í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu að Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir leggi áherslu á að hertar aðgerðir taki nú til barna allt frá grunnskólaaldri þar sem sýnt þyki að breska afbrigðið valdi meiri einkennum hjá eldri börnum en önnur afbrigði veirunnar. Smitum fjölgað hratt Sautján greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Fjórtán þeirra sem greindust voru í sóttkví, en þrír utan sóttkvíar. Ekki hafa svo margir greinst innanlands á einum degi frá 30. nóvember. Ellefu nemendur Laugarnesskóla greindust með kórónuveiruna í gær og voru öll börn í Laugarnesskóla og Laugalækjarskóla send í úrvinnslusóttkví. Starfsmaður við skólann greindist með veiruna um helgina. Einnig var tilkynnt í gærkvöldi að allur árgangur 6. bekkjar í Laugarnesskóla, sem og 5. flokkur karla í knattspyrnu hjá Þrótti, hafi verið sendur í sóttkví. Í kjölfarið var þeim boðum komið í morgun til foreldra barna í leikskólanum Laugasól, sem einnig er í Laugarneshverfi, að halda börnunum heima í dag, eigi þau systkini í Laugarnesskóla eða Laugalækjarskóla. Fréttin er í vinnslu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir „Við verðum bara að bregðast við“ Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að hertar aðgerðir vegna kórónuveirunnar hér á landi verði kynntar í dag. Heimir Már Pétursson, fréttamaður okkar, náði tali af Svandísi fyrir ríkisstjórnarfund sem nú stendur yfir í Ráðherrabústaðnum í Tjarnargötu. 24. mars 2021 13:22 „Ég held að fjórða bylgjan sé komin hér í öllu sínu veldi“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur að fjórða bylgja kórónuveirufaraldursins sé hafin hér á landi. Hann segir að tími sé kominn til þess að skella öllu í lás og vill sjá sambærilegar samkomutakmarkanir og voru þegar þær voru sem harðastar fyrr í vetur. 24. mars 2021 11:46 Sautján greindust innanlands og þrír utan sóttkvíar Sautján greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Fjórtán þeirra sem greindust voru í sóttkví, en þrír utan sóttkvíar. Ekki hafa svo margir greinst innanlands á einum degi síðan 30. nóvember. 24. mars 2021 10:54 Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
„Við verðum bara að bregðast við“ Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að hertar aðgerðir vegna kórónuveirunnar hér á landi verði kynntar í dag. Heimir Már Pétursson, fréttamaður okkar, náði tali af Svandísi fyrir ríkisstjórnarfund sem nú stendur yfir í Ráðherrabústaðnum í Tjarnargötu. 24. mars 2021 13:22
„Ég held að fjórða bylgjan sé komin hér í öllu sínu veldi“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur að fjórða bylgja kórónuveirufaraldursins sé hafin hér á landi. Hann segir að tími sé kominn til þess að skella öllu í lás og vill sjá sambærilegar samkomutakmarkanir og voru þegar þær voru sem harðastar fyrr í vetur. 24. mars 2021 11:46
Sautján greindust innanlands og þrír utan sóttkvíar Sautján greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Fjórtán þeirra sem greindust voru í sóttkví, en þrír utan sóttkvíar. Ekki hafa svo margir greinst innanlands á einum degi síðan 30. nóvember. 24. mars 2021 10:54