„Þarna var rassinn á mér gjörsamlega að grillast“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. mars 2021 20:02 Sveinn kviknakinn með eldgosið í baksýn á sunnudag. Sveinn Snorri Sighvatsson hefur vakið athygli á samfélagsmiðlum síðustu daga eftir að hann reif sig úr öllum fötunum og sat fyrir nakinn – beint fyrir framan glóandi hraunið í Geldingadal. Sveinn, sem er leiðsögumaður og hlaðvarpsstjórnandi, segir í samtali við Vísi að hann hafi farið að gosstöðvunum á sunnudag ásamt vinum sínum. Einn þeirra, ljósmyndari með stóran fylgjendahóp á Instagram, hafi sagt honum frá sólgleraugum sem hann var að auglýsa. Þá kviknaði hugmyndin. „Þetta var alveg spontant. Og ég spurði: Myndi eitthvað toppa það ef ég færi hérna úr fötunum nakinn í hrauninu? Svo bað ég hann um að hafa myndavélina tilbúna og svo bara reif ég mig úr fötunum, setti gleraugun á nefið og pósaði þarna. Ég held það hafi verði þrjú eða fjögur hundruð manns sem horfðu á þetta,“ segir Sveinn. View this post on Instagram A post shared by Norris Niman | Iceland (@norrisniman) Myndbönd af Sveini, alsnöktum fyrir framan myndavélina með hraunið í baksýn, hafa farið víða á samfélagsmiðlum síðustu daga. Hann segir viðbrögðin enda ekki hafa látið á sér standa. „Það sprakk allt internetið. Facebook, Instagram – og Messengerinn fór alveg á kaf.“ Þér hefur væntanlega verið hlýtt? „Ég syndi í köldum ám og hef farið úr svona áður og þá hefur mér alltaf verið kalt. En þarna var rassinn á mér gjörsamlega að grillast. Það var mjög heitt. Það beit í húðina, það beit virkilega í.“ Nektarmyndirnar af Sveini voru teknar við gosstöðvarnar á sunnudag. Þegar Vísir náði tali af honum nú á áttunda tímanum í kvöld var hann við gosstöðvarnar í annað sinn – í þann mund að tygja sig heim, enda svæðið rýmt síðdegis. „Það er mikill munur á gígnum, hann hefur hækkað töluvert og svo hefur fyllst heilmikið upp í dalinn. Hann er alveg að fara á kaf hérna sunnan megin.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Aðsóknin alltof mikil miðað við skipulagið Vel hefur gengið að rýma gossvæðið í Geldingadal nú síðdegis, að sögn aðalvarðstjóra á Suðurnesjum. Hann segir óvíst hvort svæðið verði opið almenningi á morgun en ljóst sé að ráðast verði í breytingar á skipulagi. Dagurinn í dag hafi ekki gengið upp. 23. mars 2021 18:55 Myndband af bílaröðinni svakalegu á Suðurstrandarvegi Það er óhætt að segja að margir hafi ákveðið að skella sér að gosstöðvunum í Geldingadal í dag. Og flestir komu á bíl. 23. mars 2021 16:15 Ofan í auga gígsins Hundruð ef ekki þúsundir lögðu leið sína til Grindavíkur í dag og áfram Suðurstrandarveginn í átt að gosstöðvunum. Göngufólk hefur upplifað sólskin og haglél en áfram kraumar í gígnum í Geldingadal. 23. mars 2021 16:08 Mest lesið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Lífið Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Bíó og sjónvarp Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fleiri fréttir Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Sjá meira
Sveinn, sem er leiðsögumaður og hlaðvarpsstjórnandi, segir í samtali við Vísi að hann hafi farið að gosstöðvunum á sunnudag ásamt vinum sínum. Einn þeirra, ljósmyndari með stóran fylgjendahóp á Instagram, hafi sagt honum frá sólgleraugum sem hann var að auglýsa. Þá kviknaði hugmyndin. „Þetta var alveg spontant. Og ég spurði: Myndi eitthvað toppa það ef ég færi hérna úr fötunum nakinn í hrauninu? Svo bað ég hann um að hafa myndavélina tilbúna og svo bara reif ég mig úr fötunum, setti gleraugun á nefið og pósaði þarna. Ég held það hafi verði þrjú eða fjögur hundruð manns sem horfðu á þetta,“ segir Sveinn. View this post on Instagram A post shared by Norris Niman | Iceland (@norrisniman) Myndbönd af Sveini, alsnöktum fyrir framan myndavélina með hraunið í baksýn, hafa farið víða á samfélagsmiðlum síðustu daga. Hann segir viðbrögðin enda ekki hafa látið á sér standa. „Það sprakk allt internetið. Facebook, Instagram – og Messengerinn fór alveg á kaf.“ Þér hefur væntanlega verið hlýtt? „Ég syndi í köldum ám og hef farið úr svona áður og þá hefur mér alltaf verið kalt. En þarna var rassinn á mér gjörsamlega að grillast. Það var mjög heitt. Það beit í húðina, það beit virkilega í.“ Nektarmyndirnar af Sveini voru teknar við gosstöðvarnar á sunnudag. Þegar Vísir náði tali af honum nú á áttunda tímanum í kvöld var hann við gosstöðvarnar í annað sinn – í þann mund að tygja sig heim, enda svæðið rýmt síðdegis. „Það er mikill munur á gígnum, hann hefur hækkað töluvert og svo hefur fyllst heilmikið upp í dalinn. Hann er alveg að fara á kaf hérna sunnan megin.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Aðsóknin alltof mikil miðað við skipulagið Vel hefur gengið að rýma gossvæðið í Geldingadal nú síðdegis, að sögn aðalvarðstjóra á Suðurnesjum. Hann segir óvíst hvort svæðið verði opið almenningi á morgun en ljóst sé að ráðast verði í breytingar á skipulagi. Dagurinn í dag hafi ekki gengið upp. 23. mars 2021 18:55 Myndband af bílaröðinni svakalegu á Suðurstrandarvegi Það er óhætt að segja að margir hafi ákveðið að skella sér að gosstöðvunum í Geldingadal í dag. Og flestir komu á bíl. 23. mars 2021 16:15 Ofan í auga gígsins Hundruð ef ekki þúsundir lögðu leið sína til Grindavíkur í dag og áfram Suðurstrandarveginn í átt að gosstöðvunum. Göngufólk hefur upplifað sólskin og haglél en áfram kraumar í gígnum í Geldingadal. 23. mars 2021 16:08 Mest lesið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Lífið Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Bíó og sjónvarp Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fleiri fréttir Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Sjá meira
Aðsóknin alltof mikil miðað við skipulagið Vel hefur gengið að rýma gossvæðið í Geldingadal nú síðdegis, að sögn aðalvarðstjóra á Suðurnesjum. Hann segir óvíst hvort svæðið verði opið almenningi á morgun en ljóst sé að ráðast verði í breytingar á skipulagi. Dagurinn í dag hafi ekki gengið upp. 23. mars 2021 18:55
Myndband af bílaröðinni svakalegu á Suðurstrandarvegi Það er óhætt að segja að margir hafi ákveðið að skella sér að gosstöðvunum í Geldingadal í dag. Og flestir komu á bíl. 23. mars 2021 16:15
Ofan í auga gígsins Hundruð ef ekki þúsundir lögðu leið sína til Grindavíkur í dag og áfram Suðurstrandarveginn í átt að gosstöðvunum. Göngufólk hefur upplifað sólskin og haglél en áfram kraumar í gígnum í Geldingadal. 23. mars 2021 16:08