Gunnar vill leiða lista Samfylkingarinnar Atli Ísleifsson skrifar 23. mars 2021 07:10 Gunnar Tryggvason starfar nú hjá Faxaflóahöfnum sem sviðstjóri Viðskiptasviðs. vísir Gunnar Tryggvason, verkfræðingur sem starfar hjá Faxaflóahöfnum, hefur gefið kost á sér til að leiða framboðslista Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi fyrir þingkosningarnar sem fram fara í september. Í tilkynningunni segir að Gunnar sé fjölskyldufaðir, Vestfirðingur, verkfræðingur og jafnaðarmaður sem leggi áherslu á öflugt og fjölbreytt atvinnulíf, aukinn jöfnuð og verndun umhverfisins. „Ég er fæddur á Ísafirði árið 1969 og ólst þar upp við sjávarútveg og fiskvinnslu. Ég útskrifaðist frá Menntaskóla Ísafjarðar árið 1989, frá Verkfræðideild Háskóla Íslands árið 1993 og af Raforkuverkfræðisviði Háskólans í Karlsruhe í Þýskalandi árið 1995. Fyrstu starfsárin eftir nám starfaði ég sem verkfræðingur í stóriðjugeiranum uns ég vatt mínu kvæði í kross og tók að mér störf á sviði fjármála og stjórnunnar. Varð aðstoðarmaður Oddnýjar Harðardóttur og Katrínar Júlíusdóttur þegar þær sátu í fjármálaráðuneytinu. Nú starfa ég hjá Faxaflóahöfnum og er þar sviðstjóri Viðskiptasviðs. Atvinnulíf Sem þingmaður Samfylkingarinnar verð ég talsmaður öflugs, fjölbreytts og nútímavædds atvinnulífs sem hentar landinu öllu. Til þess þurfum við að efla stoðir menntunar um land allt en jafnframt að auka skilvirkni leyfisveitingaferla, stytta ferðatíma og efla fjarskipti. Störf án staðsetningar eru ekki lengur fjarlægur draumur heldur hagkvæmur kostur fyrir fyrirtæki og hið opinbera. En einmitt hið opinbera ætti nú, með lærdóm af viðbrögðum samfélagsins við COVID19 faraldursins í farteskinu, að gera átak í tilfærslu starfa út á land. Til þess að raungera þetta þarf að efla samgöngu- og fjarskiptainnviði á landsbyggðinni mikið. Gunnar Tryggvason.Aðsend Jöfnuður Í ríku samfélagi eins og á Íslandi getur fátækt ekki liðist! Flokkur jafnaðarmanna verður að hafa forystu um að finna fátæktargildrur og stoppa í göt velferðarkerfisins. Það er líka ótækt að á landi sem er ríkt að auðlindum séu sífelldar deilur um skiptingu auðlindarentunnar en engar aðgerðir eru nú í bígerð sem jafnað geta dreifingu hennar. Ég hef upplifað það að mín heimabyggð eins og svo margir aðrir byggðakjarnar á landsbyggðinni hafa blætt fyrir hagræðinguna sem kvótakerfið og framsalið í sjávarútvegi hefur leitt af sér. Ávinningurinn, auðlindarentan virðist hins vegar renna annað að mestu leiti! Hvað með að fá hluta hennar aftur heim í hérað? Slíkar leiðir hafa Norðmenn til að mynda fetað með auðlindarentuna úr orkugeiranum sínum og skapað þannig um hann meiri samfélagslega sátt. Taka þarf skref í að jafna aðgang að fiskveiðiauðlindinni. Á mínum æskuárum litu ungir sjómenn ekki á ‚plássið‘ um borð sem sitt eina tækifæri, alltaf væri hægt að hefja eigin útgerð. Slíkt er nánast ógerningur í dag og það þarf að laga. Umhverfismál Norðvesturkjördæmi stendur frammi fyrir töluverðum atvinnutækifærum á nýjum sviðum s.s. við fiskeldi, ferðaþjónustu og uppbyggingu vindorku. Óhjákvæmilegt er að hagsmunir þessara greina skarist og taka þarf tillit til sjónarmiða umhverfisverndar við ákvarðanir þeim tengdum. Stjórnmálamenn þurfa að kunna þá jafnvægislist. Sem þingmaður kjördæmisins mun ég fagna öllum góðum hugmyndum um atvinnuuppbyggingu og reyna eftir megni að greiða leiðir þeirra. Og þó ég leggi áherslu á aukna skilvirkni leyfisveitingaferla tel ég það ekki eigi að draga úr áherslum á umhverfisvernd. Í samanburði við samkeppnislönd okkar eru slíkir ferlar tímafrekari hér og oft erum við í samkeppni um staðsetningu áhugaverðra atvinnutækifæra. Samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda er ein stærsta áskorun mannkyns og verður næstu áratugina. Súrnun sjávar af völdum aukins magns koltvísýrings og breyting hafstrauma vegna loftslagsbreytinga er mikið áhyggjuefni fyrir Ísland. Orkuskipti á landi eru hafin og næst þurfum við að ýta sambærilegri þróun af stað varðandi samgöngur á sjó. Á þessu sviði m.a. liggur sérþekking mín og ég mun ég leggja ríka áherslu á hröðun orkuskipta og samdrátt losunar,“ segir í tilkynningunni frá Gunnari. Samfylkingin Norðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sjá meira
Í tilkynningunni segir að Gunnar sé fjölskyldufaðir, Vestfirðingur, verkfræðingur og jafnaðarmaður sem leggi áherslu á öflugt og fjölbreytt atvinnulíf, aukinn jöfnuð og verndun umhverfisins. „Ég er fæddur á Ísafirði árið 1969 og ólst þar upp við sjávarútveg og fiskvinnslu. Ég útskrifaðist frá Menntaskóla Ísafjarðar árið 1989, frá Verkfræðideild Háskóla Íslands árið 1993 og af Raforkuverkfræðisviði Háskólans í Karlsruhe í Þýskalandi árið 1995. Fyrstu starfsárin eftir nám starfaði ég sem verkfræðingur í stóriðjugeiranum uns ég vatt mínu kvæði í kross og tók að mér störf á sviði fjármála og stjórnunnar. Varð aðstoðarmaður Oddnýjar Harðardóttur og Katrínar Júlíusdóttur þegar þær sátu í fjármálaráðuneytinu. Nú starfa ég hjá Faxaflóahöfnum og er þar sviðstjóri Viðskiptasviðs. Atvinnulíf Sem þingmaður Samfylkingarinnar verð ég talsmaður öflugs, fjölbreytts og nútímavædds atvinnulífs sem hentar landinu öllu. Til þess þurfum við að efla stoðir menntunar um land allt en jafnframt að auka skilvirkni leyfisveitingaferla, stytta ferðatíma og efla fjarskipti. Störf án staðsetningar eru ekki lengur fjarlægur draumur heldur hagkvæmur kostur fyrir fyrirtæki og hið opinbera. En einmitt hið opinbera ætti nú, með lærdóm af viðbrögðum samfélagsins við COVID19 faraldursins í farteskinu, að gera átak í tilfærslu starfa út á land. Til þess að raungera þetta þarf að efla samgöngu- og fjarskiptainnviði á landsbyggðinni mikið. Gunnar Tryggvason.Aðsend Jöfnuður Í ríku samfélagi eins og á Íslandi getur fátækt ekki liðist! Flokkur jafnaðarmanna verður að hafa forystu um að finna fátæktargildrur og stoppa í göt velferðarkerfisins. Það er líka ótækt að á landi sem er ríkt að auðlindum séu sífelldar deilur um skiptingu auðlindarentunnar en engar aðgerðir eru nú í bígerð sem jafnað geta dreifingu hennar. Ég hef upplifað það að mín heimabyggð eins og svo margir aðrir byggðakjarnar á landsbyggðinni hafa blætt fyrir hagræðinguna sem kvótakerfið og framsalið í sjávarútvegi hefur leitt af sér. Ávinningurinn, auðlindarentan virðist hins vegar renna annað að mestu leiti! Hvað með að fá hluta hennar aftur heim í hérað? Slíkar leiðir hafa Norðmenn til að mynda fetað með auðlindarentuna úr orkugeiranum sínum og skapað þannig um hann meiri samfélagslega sátt. Taka þarf skref í að jafna aðgang að fiskveiðiauðlindinni. Á mínum æskuárum litu ungir sjómenn ekki á ‚plássið‘ um borð sem sitt eina tækifæri, alltaf væri hægt að hefja eigin útgerð. Slíkt er nánast ógerningur í dag og það þarf að laga. Umhverfismál Norðvesturkjördæmi stendur frammi fyrir töluverðum atvinnutækifærum á nýjum sviðum s.s. við fiskeldi, ferðaþjónustu og uppbyggingu vindorku. Óhjákvæmilegt er að hagsmunir þessara greina skarist og taka þarf tillit til sjónarmiða umhverfisverndar við ákvarðanir þeim tengdum. Stjórnmálamenn þurfa að kunna þá jafnvægislist. Sem þingmaður kjördæmisins mun ég fagna öllum góðum hugmyndum um atvinnuuppbyggingu og reyna eftir megni að greiða leiðir þeirra. Og þó ég leggi áherslu á aukna skilvirkni leyfisveitingaferla tel ég það ekki eigi að draga úr áherslum á umhverfisvernd. Í samanburði við samkeppnislönd okkar eru slíkir ferlar tímafrekari hér og oft erum við í samkeppni um staðsetningu áhugaverðra atvinnutækifæra. Samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda er ein stærsta áskorun mannkyns og verður næstu áratugina. Súrnun sjávar af völdum aukins magns koltvísýrings og breyting hafstrauma vegna loftslagsbreytinga er mikið áhyggjuefni fyrir Ísland. Orkuskipti á landi eru hafin og næst þurfum við að ýta sambærilegri þróun af stað varðandi samgöngur á sjó. Á þessu sviði m.a. liggur sérþekking mín og ég mun ég leggja ríka áherslu á hröðun orkuskipta og samdrátt losunar,“ segir í tilkynningunni frá Gunnari.
Samfylkingin Norðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sjá meira