Innlent

Telur íslenskt lambakjöt henta vel í lamba-salamí

Kristján Már Unnarsson skrifar
Roberto Tariello, eigandi kjötvinnslunnar Tariello ehf. í Þykkvabæ.
Roberto Tariello, eigandi kjötvinnslunnar Tariello ehf. í Þykkvabæ. Einar Árnason

Aflagt sauðfjársláturhús í Þykkvabæ hefur öðlast nýtt hlutverk; sem salamí-gerð að ítölskum hætti. Þar er Ítali meðal annars að þróa salamí úr íslensku lambakjöti.

Aldarfjórðungur er liðinn frá því sláturhúsið í Þykkvabæ var síðast í fullum dampi. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá að núna er aftur kominn kjötiðnaður í húsið.

Gamla sláturhúsið í Þykkvabæ.Einar Árnason

Hann heitir Roberto Tariello sem sá ný not fyrir sláturhús bændanna í Þykkvabæ. Hann svarar okkur á íslensku, segist vera frá Suður-Ítalíu og hafa komið til Íslands árið 2008. Roberto kýs að nota enskuna til að útskýra hversvegna hann vildi byggja upp í Þykkvabæ.

„Aðalástæðan var þetta hús. Heimamenn voru mjög ánægðir með hugmyndina því húsið var í eigu nokkurra bænda hérna í Þykkvabænum. Þeir buðu mér þetta hús, ég þurfti bara að standsetja það til að það yrði tilbúið fyrir vinnsluna. Ég hef ekki enn lokið við það.“

Séð yfir Þykkvabæ. Gamla sláturhúsið er fyrir miðri mynd.Einar Árnason

Roberto býr einkum til ítalskt salami úr íslensku kjöti en salami er aðallega gert úr svínakjöti. Hann er óhræddur að þróa nýjar vörur, eins og lamba salamí.

„Ég held að gæði lambakjötsins á Íslandi séu mjög mikil, að það sé betra en á Ítalíu. Á Ítalíu er ekki framleitt lamba-salamí en ég held að það gangi á Íslandi með því að nota þetta hráefni,“ segir Roberto.

Hann er meðal viðmælenda þáttarins Um land allt, sem fjallar um kartöflusamfélagið í Þykkvabæ. Útdrátt úr þættinum í fréttum Stöðvar 2 má sjá hér:


Tengdar fréttir

Kartöflukofarnir þróast upp í afkastamikil verksmiðjubú

Kartöflubændum í Þykkvabæ hefur á síðustu áratugum fækkað úr fjörutíu niður í tíu. Samhliða hefur kartöfluræktin þróast úr einföldum einyrkjabúskap í verksmiðjubú með tugmilljóna króna fjárfestingum í tækjum og húsnæði.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×