Telur íslenskt lambakjöt henta vel í lamba-salamí Kristján Már Unnarsson skrifar 22. mars 2021 20:54 Roberto Tariello, eigandi kjötvinnslunnar Tariello ehf. í Þykkvabæ. Einar Árnason Aflagt sauðfjársláturhús í Þykkvabæ hefur öðlast nýtt hlutverk; sem salamí-gerð að ítölskum hætti. Þar er Ítali meðal annars að þróa salamí úr íslensku lambakjöti. Aldarfjórðungur er liðinn frá því sláturhúsið í Þykkvabæ var síðast í fullum dampi. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá að núna er aftur kominn kjötiðnaður í húsið. Gamla sláturhúsið í Þykkvabæ.Einar Árnason Hann heitir Roberto Tariello sem sá ný not fyrir sláturhús bændanna í Þykkvabæ. Hann svarar okkur á íslensku, segist vera frá Suður-Ítalíu og hafa komið til Íslands árið 2008. Roberto kýs að nota enskuna til að útskýra hversvegna hann vildi byggja upp í Þykkvabæ. „Aðalástæðan var þetta hús. Heimamenn voru mjög ánægðir með hugmyndina því húsið var í eigu nokkurra bænda hérna í Þykkvabænum. Þeir buðu mér þetta hús, ég þurfti bara að standsetja það til að það yrði tilbúið fyrir vinnsluna. Ég hef ekki enn lokið við það.“ Séð yfir Þykkvabæ. Gamla sláturhúsið er fyrir miðri mynd.Einar Árnason Roberto býr einkum til ítalskt salami úr íslensku kjöti en salami er aðallega gert úr svínakjöti. Hann er óhræddur að þróa nýjar vörur, eins og lamba salamí. „Ég held að gæði lambakjötsins á Íslandi séu mjög mikil, að það sé betra en á Ítalíu. Á Ítalíu er ekki framleitt lamba-salamí en ég held að það gangi á Íslandi með því að nota þetta hráefni,“ segir Roberto. Hann er meðal viðmælenda þáttarins Um land allt, sem fjallar um kartöflusamfélagið í Þykkvabæ. Útdrátt úr þættinum í fréttum Stöðvar 2 má sjá hér: Um land allt Rangárþing ytra Matvælaframleiðsla Landbúnaður Svínakjöt Kartöflurækt Tengdar fréttir Þykkvbæingar alræmdir fyrir að éta annarra manna hross Þjóðskáldið Matthías Jochumsson, þá prestur í Odda á Rangárvöllum, hafði lítið álit á Þykkvbæingum og kallaði þá hrossætur sem svæfu á hundaþúfum. 21. mars 2021 21:42 Kartöflukofarnir þróast upp í afkastamikil verksmiðjubú Kartöflubændum í Þykkvabæ hefur á síðustu áratugum fækkað úr fjörutíu niður í tíu. Samhliða hefur kartöfluræktin þróast úr einföldum einyrkjabúskap í verksmiðjubú með tugmilljóna króna fjárfestingum í tækjum og húsnæði. 18. september 2020 22:58 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Fleiri fréttir Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Sjá meira
Aldarfjórðungur er liðinn frá því sláturhúsið í Þykkvabæ var síðast í fullum dampi. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá að núna er aftur kominn kjötiðnaður í húsið. Gamla sláturhúsið í Þykkvabæ.Einar Árnason Hann heitir Roberto Tariello sem sá ný not fyrir sláturhús bændanna í Þykkvabæ. Hann svarar okkur á íslensku, segist vera frá Suður-Ítalíu og hafa komið til Íslands árið 2008. Roberto kýs að nota enskuna til að útskýra hversvegna hann vildi byggja upp í Þykkvabæ. „Aðalástæðan var þetta hús. Heimamenn voru mjög ánægðir með hugmyndina því húsið var í eigu nokkurra bænda hérna í Þykkvabænum. Þeir buðu mér þetta hús, ég þurfti bara að standsetja það til að það yrði tilbúið fyrir vinnsluna. Ég hef ekki enn lokið við það.“ Séð yfir Þykkvabæ. Gamla sláturhúsið er fyrir miðri mynd.Einar Árnason Roberto býr einkum til ítalskt salami úr íslensku kjöti en salami er aðallega gert úr svínakjöti. Hann er óhræddur að þróa nýjar vörur, eins og lamba salamí. „Ég held að gæði lambakjötsins á Íslandi séu mjög mikil, að það sé betra en á Ítalíu. Á Ítalíu er ekki framleitt lamba-salamí en ég held að það gangi á Íslandi með því að nota þetta hráefni,“ segir Roberto. Hann er meðal viðmælenda þáttarins Um land allt, sem fjallar um kartöflusamfélagið í Þykkvabæ. Útdrátt úr þættinum í fréttum Stöðvar 2 má sjá hér:
Um land allt Rangárþing ytra Matvælaframleiðsla Landbúnaður Svínakjöt Kartöflurækt Tengdar fréttir Þykkvbæingar alræmdir fyrir að éta annarra manna hross Þjóðskáldið Matthías Jochumsson, þá prestur í Odda á Rangárvöllum, hafði lítið álit á Þykkvbæingum og kallaði þá hrossætur sem svæfu á hundaþúfum. 21. mars 2021 21:42 Kartöflukofarnir þróast upp í afkastamikil verksmiðjubú Kartöflubændum í Þykkvabæ hefur á síðustu áratugum fækkað úr fjörutíu niður í tíu. Samhliða hefur kartöfluræktin þróast úr einföldum einyrkjabúskap í verksmiðjubú með tugmilljóna króna fjárfestingum í tækjum og húsnæði. 18. september 2020 22:58 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Fleiri fréttir Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Sjá meira
Þykkvbæingar alræmdir fyrir að éta annarra manna hross Þjóðskáldið Matthías Jochumsson, þá prestur í Odda á Rangárvöllum, hafði lítið álit á Þykkvbæingum og kallaði þá hrossætur sem svæfu á hundaþúfum. 21. mars 2021 21:42
Kartöflukofarnir þróast upp í afkastamikil verksmiðjubú Kartöflubændum í Þykkvabæ hefur á síðustu áratugum fækkað úr fjörutíu niður í tíu. Samhliða hefur kartöfluræktin þróast úr einföldum einyrkjabúskap í verksmiðjubú með tugmilljóna króna fjárfestingum í tækjum og húsnæði. 18. september 2020 22:58