Innlent

Svona var kynning á fjármálaáætlun 2022-2026

Eiður Þór Árnason skrifar
Þó nokkrir fundir hafa verið undanfarið rúmt ár vegna aðgerða ríkisstjórnarinnar sökum kórónuveirufaraldursins.
Þó nokkrir fundir hafa verið undanfarið rúmt ár vegna aðgerða ríkisstjórnarinnar sökum kórónuveirufaraldursins. Vísir/Vilhelm

Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra boðar til fréttamannafundar klukkan 16:30 í dag. Á fundinum verður kynnt fjármálaáætlun fyrir 2022-2026.

Ráðherra lagði fram fjármálaáætlun fyrir 2021-2025 í október 2020. Var áætlunin samþykkt á Alþingi þann 17. desember síðastliðinn. 

Þar kom fram að helsta áskorun stjórnvalda á tímabilinu yrði að snúa við miklum hallarekstri hins opinbera vegna efnahagslegra áhrifa af heimsfaraldri kórónuveirunnar og koma böndum á skuldasöfnun.

Kynningarfundurinn verður í beinni hér á Vísi og má sjá streymið að neðan.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira
×