Útsýni úr tjaldinu yfir gosstöðvarnar Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 21. mars 2021 23:44 Einn þreyttur ferðalangur ákvað að leggja sig í tjaldi í Geldingadal í nótt. Jón Sigmar Ævarsson Aðfaranótt sunnudags lögðu margir leið sína að gosstöðvunum í Geldingardal. Svæðið er sérlega erfitt yfirferðar í myrkri og gangan oft upp í móti svo hún getur tekið á. Þá gerði þokan í nótt mörgum erfitt fyrir. Þegar á staðinn er komið tekur hins vegar tignarlegt gos á móti fólki sem sumum þykir stórfenglegra en þeir bjuggust við. Í nótt stóð björgunarsveitarfólk vaktina í og við Fagradalsfjall og aðstoðaði þá sem lentu í vanda. Ýmislegt vakti athygli þeirra, meðal annars tjald sem einn göngumannanna sló upp og lagði sig svo í. Sá passaði sig á að hafa útsýnið fyrir framan sig og þurfti rétt að renna frá til að sjá eldgosið. Þeir Ingólfur og Jakob úr björgunarsveitinni Ársæli gengu um svæðið í nótt en þeim þótti sem margir hefðu mátt búa sig betur til ferðarinnar. „Þetta eru tíu kílómetrar. Fólk er í svona fimm sex tíma að labba þetta sem er ekki í góðu gönguformi. Fólk er að koma hérna ekki með bakpoka. Hvorki nesti né drykki. Skiptir máli að drekka mikið í svona göngutúrum. Sérstaklega ef fólk er lengi að fara yfir svæðið,“ sagði Jakob Þór Gíslason. Björgunarsveitarfólk gekk um svæðið í alla nótt og fylgdist með. Vísir/Lillý Aron Dagur Beck var á ferð með pabba sínum í nótt. Þeir feðgar hlupu hluta leiðarinnar og voru því aðeins um tvo og hálfan tíma á leiðinni svæðið. „Þetta var mjög torfarin leið og ég átti von á að hún yrði aðeins greiðari,“ sagði Aron um leiðina. Það sem hafi tekið á móti þeim við komuna hafi verið „bara stórfenglegt“ og í raun stórfenglegra en hann bjóst við. Fleiri spöruðu ekki lýsingarorðin. „Þetta er bara geggjað. Það er svona Once in a lifetime að sjá þetta,“ Margrét Ýr sem var á ferðinni í nótt ásamt Agli og ferfætling. Hraunflæðið var nokkurt síðustu nótt og hættu margir sér ansi nærri ólgandi hrauninu.Vísir/Lillý Rithöfundurinn Andri Snær Magnason var yfir sig hrifinn af því sem hann sá. „Þetta er rosa tryllt. Maður trúir þessu varla. Ég kom líka í þokunni og svo sá ég svona óljóst. Sá hraunin brjótast hérna fram og hvernig þetta rennur.“ Þegar birta tók um klukkan hálf átta í morgun tók fólki að fjölga á svæðinu og um miðjan dag var staðið nokkuð þétt víða. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Þegar á staðinn er komið tekur hins vegar tignarlegt gos á móti fólki sem sumum þykir stórfenglegra en þeir bjuggust við. Í nótt stóð björgunarsveitarfólk vaktina í og við Fagradalsfjall og aðstoðaði þá sem lentu í vanda. Ýmislegt vakti athygli þeirra, meðal annars tjald sem einn göngumannanna sló upp og lagði sig svo í. Sá passaði sig á að hafa útsýnið fyrir framan sig og þurfti rétt að renna frá til að sjá eldgosið. Þeir Ingólfur og Jakob úr björgunarsveitinni Ársæli gengu um svæðið í nótt en þeim þótti sem margir hefðu mátt búa sig betur til ferðarinnar. „Þetta eru tíu kílómetrar. Fólk er í svona fimm sex tíma að labba þetta sem er ekki í góðu gönguformi. Fólk er að koma hérna ekki með bakpoka. Hvorki nesti né drykki. Skiptir máli að drekka mikið í svona göngutúrum. Sérstaklega ef fólk er lengi að fara yfir svæðið,“ sagði Jakob Þór Gíslason. Björgunarsveitarfólk gekk um svæðið í alla nótt og fylgdist með. Vísir/Lillý Aron Dagur Beck var á ferð með pabba sínum í nótt. Þeir feðgar hlupu hluta leiðarinnar og voru því aðeins um tvo og hálfan tíma á leiðinni svæðið. „Þetta var mjög torfarin leið og ég átti von á að hún yrði aðeins greiðari,“ sagði Aron um leiðina. Það sem hafi tekið á móti þeim við komuna hafi verið „bara stórfenglegt“ og í raun stórfenglegra en hann bjóst við. Fleiri spöruðu ekki lýsingarorðin. „Þetta er bara geggjað. Það er svona Once in a lifetime að sjá þetta,“ Margrét Ýr sem var á ferðinni í nótt ásamt Agli og ferfætling. Hraunflæðið var nokkurt síðustu nótt og hættu margir sér ansi nærri ólgandi hrauninu.Vísir/Lillý Rithöfundurinn Andri Snær Magnason var yfir sig hrifinn af því sem hann sá. „Þetta er rosa tryllt. Maður trúir þessu varla. Ég kom líka í þokunni og svo sá ég svona óljóst. Sá hraunin brjótast hérna fram og hvernig þetta rennur.“ Þegar birta tók um klukkan hálf átta í morgun tók fólki að fjölga á svæðinu og um miðjan dag var staðið nokkuð þétt víða.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira