Innlent

Kristján Þór nýr framkvæmdastjóri Landsbjargar

Samúel Karl Ólason skrifar
Kristján Þór Harðarson.
Kristján Þór Harðarson.

Kristján Þór Harðarson, hefur verið ráðinn sem framkvæmdastjóri Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Hann mun taka við starfinu þann 1. apríl.

Í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu er haft eftir Þóri Þorsteinssyni, formanni, að Landsbjörg standi frammi fyrir mörgum áskorunum og sumar þeirra snúi að fjármögnun félagsins og eininga þess. Verkefnum Landsbjargar fjölgi sífellt og ábyrgð þess á almannaheill aukist stöðugt.

Þór segist hlakka til þess að vinna með Kristjáni að þessum málum.

Kristján hefur víðtæka reynslu úr fjármálageiranum þar sem hann sat í framkvæmdastjórn Valitor á árunum 2008 til ársins 2019, fyrst sem framkvæmdastjóri markaðs- og viðskiptaþróunar og síðar Alþjóðasviðs félagsins eða þar til hann tók við sem framkvæmdastjóri Valitor á Íslandi árið 2017. Kristján sat einnig í framkvæmdastjórn Spron á árunum 2001 til ársins 2008.

Hann hefur einnig víðtæka reynslu innan íþróttahreyfingarinnar þar sem hann hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum í gegnum árin.

Kristján er með B.Sc gráðu í markaðsfræðum frá University of Alabama og meistaragráðu í alþjóðamarkaðsfræðum frá sama skóla. Kristján er kvæntur Geirlaugu B. Geirlaugsdóttur kennara og eiga þau 5 börn.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×