Innlent

Endur­skoða hvort hundar verði á­fram vel­komnir eftir að stúlka var bitin í and­litið

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Röntgen stendur við Hverfisgötu 12 þar sem áður var veitingastaður og barinn Mikkeller og friends. Mynd úr safni.
Röntgen stendur við Hverfisgötu 12 þar sem áður var veitingastaður og barinn Mikkeller og friends. Mynd úr safni. Vísir/Vilhelm

Til skoðunar er hvort hætta eigi að bjóða hunda velkomna á skemmtistaðinn Röntgen við Hverfisgötu eftir að ung stúlka var bitin í andlitið af Rottweiler-hundi á staðnum á föstudagskvöldið.

Þetta segir Ásgeir Guðmundsson, eigandi staðarins, í samtali við mbl.is sem greindi fyrst frá málinu í gærkvöldi.

Til þessa hafa hundar verið leyfðir inni á staðnum en nú kemur til greina að því verði hætt. Samkvæmt frétt mbl.is var stúlkan flutt á slysadeild eftir atvikið en ekki fengust upplýsingar um hvort hún væri mikið slösuð eftir bitið.

Sjálfur var Ásgeir ekki á staðnum þegar atvikið átti sér stað skömmu fyrir klukkan ellefu á föstudagskvöldið. Hann segir í samtali við mbl.is að svo virðist sem atvikið hafi gerst nokkurn veginn upp úr þurru en hundurinn var í fylgd ungs manns sem var á staðnum. Ásgeir kveðst hafa rætt við föður stúlkunnar í kjölfarið sem segir að svo virðist sem betur hafi farið en á horfðist.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×