Róleg nótt í Geldingadal Samúel Karl Ólason skrifar 21. mars 2021 07:20 Frá eldgosinu í gærkvöldi. Rax Nóttin var frekar róleg í Geldingadal á Reykjanesi. Hraunflæðið á svæðinu hefur að mestu verið það sama og það var í gærkvöldi, þó það hafi sveiflast upp og niður. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands hefur ekkert sést á vefmyndavélum af svæðinu frá því fyrir klukkan sex í morgun og er það vegna veðurs. Mjög lítil skjálftavirkni var í nótt en einn jarðskjálfti að stærð 3,2 mældist á svæðinu á þriðja tímanum. Fannst hann vel í Grindavík. Í gær mældust um 500 jarðskjálftar og sá stærsti var 2,8. Skjálftavirkni hefur verið töluvert minni í nótt og hafa tæplega hundrað skjálftar mælst. Þá mældist gasmengun á mælistöð í skamman tíma í Hvalfirði í nótt en annars ekkert á höfuðborgarsvæðinu, þar sem vindurinn gæti hafa borið gasið. Þá er búist við verra veðri og meiri vindi í dag sem ætti að dreifa gasinu frekar. Vegna umferðar nærri gosstöðvum í Geldingadal – Hvað ber að varast? Leiðbeiningar til almennings Utanvegaakstur er ólöglegur. *Þetta á við um öll vélknúin ökutæki, svo sem fjórhjól, sexhjól, mótorhjól. Það er mögulegt að leggja í Grindavík og við Bláa Lónið og ganga þaðan helgina 20.-21.3. *Ferðin frá bílastæði tekur 4-6 klukkustundir og er eingöngu fyrir fólk sem vant er útivist í erfiðum aðstæðum. Veður getur breyst á skömmum tíma. Það er kalt og blautt og spáð roki um helgina. *Vertu í gönguskóm, hlýjum og vatnsheldum fatnaði. *Gerðu ráð fyrir því að ferðin geti tekið lengri tíma en áætlað er. *Vertu með nesti og vatn að drekka. *Fylgstu vel með ferðafélögunum. Þreyta og ofkæling kemur fljótt. *Haldið ykkur við fell og hryggi. Forðist dali og dældir í landslaginu. *Það er hætta á grjóthruni. Varist brattar hlíðar. Það þarf ekki mikið út af að bregða til að villast. *Vertu með staðsetningartæki. Símasamband á svæðinu er slæmt og getur þá orðið erfitt að kalla á hjálp ef þörf krefur. Gosstöðvar geta breyst og nýjar gossprungur mögulega opnast með litlum fyrirvara. Gasmengun er mest nálægt svæðinu og getur leynst í dölum og dældum þar sem það er sérlega varasamt. Gasmengun getur breyst með litlum fyrirvara ef gosið eykst skyndilega og varasamt að vera nálægt gosstöðvunum án mælitækja. *Fólk á alltaf að halda sig undan vindi. Það þýðir að fólk á að vera með vindinn í bakið þegar það gengur að gosstöðvunum og í fangið þegar það gengur til baka. *Gasmengunin sést ekki og fylgir ekki endilega þeim sýnilega gasmekki á svæðinu. *Gasmengun getur verið lyktarlaus og þá er erfitt að verjast henni. *Gasmengun getur loðað við þó sýnilegur gosmökkur sé breyttur með breyttri vindátt *Grímur sem notaðar eru til sóttvarna veita enga vörn gegn gasmengun. *Ef þið finnið fyrir minnstu heilsufarseinkennum þá skulið þið forða ykkur strax með vindinn í fangið. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands hefur ekkert sést á vefmyndavélum af svæðinu frá því fyrir klukkan sex í morgun og er það vegna veðurs. Mjög lítil skjálftavirkni var í nótt en einn jarðskjálfti að stærð 3,2 mældist á svæðinu á þriðja tímanum. Fannst hann vel í Grindavík. Í gær mældust um 500 jarðskjálftar og sá stærsti var 2,8. Skjálftavirkni hefur verið töluvert minni í nótt og hafa tæplega hundrað skjálftar mælst. Þá mældist gasmengun á mælistöð í skamman tíma í Hvalfirði í nótt en annars ekkert á höfuðborgarsvæðinu, þar sem vindurinn gæti hafa borið gasið. Þá er búist við verra veðri og meiri vindi í dag sem ætti að dreifa gasinu frekar. Vegna umferðar nærri gosstöðvum í Geldingadal – Hvað ber að varast? Leiðbeiningar til almennings Utanvegaakstur er ólöglegur. *Þetta á við um öll vélknúin ökutæki, svo sem fjórhjól, sexhjól, mótorhjól. Það er mögulegt að leggja í Grindavík og við Bláa Lónið og ganga þaðan helgina 20.-21.3. *Ferðin frá bílastæði tekur 4-6 klukkustundir og er eingöngu fyrir fólk sem vant er útivist í erfiðum aðstæðum. Veður getur breyst á skömmum tíma. Það er kalt og blautt og spáð roki um helgina. *Vertu í gönguskóm, hlýjum og vatnsheldum fatnaði. *Gerðu ráð fyrir því að ferðin geti tekið lengri tíma en áætlað er. *Vertu með nesti og vatn að drekka. *Fylgstu vel með ferðafélögunum. Þreyta og ofkæling kemur fljótt. *Haldið ykkur við fell og hryggi. Forðist dali og dældir í landslaginu. *Það er hætta á grjóthruni. Varist brattar hlíðar. Það þarf ekki mikið út af að bregða til að villast. *Vertu með staðsetningartæki. Símasamband á svæðinu er slæmt og getur þá orðið erfitt að kalla á hjálp ef þörf krefur. Gosstöðvar geta breyst og nýjar gossprungur mögulega opnast með litlum fyrirvara. Gasmengun er mest nálægt svæðinu og getur leynst í dölum og dældum þar sem það er sérlega varasamt. Gasmengun getur breyst með litlum fyrirvara ef gosið eykst skyndilega og varasamt að vera nálægt gosstöðvunum án mælitækja. *Fólk á alltaf að halda sig undan vindi. Það þýðir að fólk á að vera með vindinn í bakið þegar það gengur að gosstöðvunum og í fangið þegar það gengur til baka. *Gasmengunin sést ekki og fylgir ekki endilega þeim sýnilega gasmekki á svæðinu. *Gasmengun getur verið lyktarlaus og þá er erfitt að verjast henni. *Gasmengun getur loðað við þó sýnilegur gosmökkur sé breyttur með breyttri vindátt *Grímur sem notaðar eru til sóttvarna veita enga vörn gegn gasmengun. *Ef þið finnið fyrir minnstu heilsufarseinkennum þá skulið þið forða ykkur strax með vindinn í fangið.
Vegna umferðar nærri gosstöðvum í Geldingadal – Hvað ber að varast? Leiðbeiningar til almennings Utanvegaakstur er ólöglegur. *Þetta á við um öll vélknúin ökutæki, svo sem fjórhjól, sexhjól, mótorhjól. Það er mögulegt að leggja í Grindavík og við Bláa Lónið og ganga þaðan helgina 20.-21.3. *Ferðin frá bílastæði tekur 4-6 klukkustundir og er eingöngu fyrir fólk sem vant er útivist í erfiðum aðstæðum. Veður getur breyst á skömmum tíma. Það er kalt og blautt og spáð roki um helgina. *Vertu í gönguskóm, hlýjum og vatnsheldum fatnaði. *Gerðu ráð fyrir því að ferðin geti tekið lengri tíma en áætlað er. *Vertu með nesti og vatn að drekka. *Fylgstu vel með ferðafélögunum. Þreyta og ofkæling kemur fljótt. *Haldið ykkur við fell og hryggi. Forðist dali og dældir í landslaginu. *Það er hætta á grjóthruni. Varist brattar hlíðar. Það þarf ekki mikið út af að bregða til að villast. *Vertu með staðsetningartæki. Símasamband á svæðinu er slæmt og getur þá orðið erfitt að kalla á hjálp ef þörf krefur. Gosstöðvar geta breyst og nýjar gossprungur mögulega opnast með litlum fyrirvara. Gasmengun er mest nálægt svæðinu og getur leynst í dölum og dældum þar sem það er sérlega varasamt. Gasmengun getur breyst með litlum fyrirvara ef gosið eykst skyndilega og varasamt að vera nálægt gosstöðvunum án mælitækja. *Fólk á alltaf að halda sig undan vindi. Það þýðir að fólk á að vera með vindinn í bakið þegar það gengur að gosstöðvunum og í fangið þegar það gengur til baka. *Gasmengunin sést ekki og fylgir ekki endilega þeim sýnilega gasmekki á svæðinu. *Gasmengun getur verið lyktarlaus og þá er erfitt að verjast henni. *Gasmengun getur loðað við þó sýnilegur gosmökkur sé breyttur með breyttri vindátt *Grímur sem notaðar eru til sóttvarna veita enga vörn gegn gasmengun. *Ef þið finnið fyrir minnstu heilsufarseinkennum þá skulið þið forða ykkur strax með vindinn í fangið.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira