Mjög óvarlegt að ganga nálægt svæðinu án þess að huga að gosmengun Eiður Þór Árnason skrifar 20. mars 2021 12:29 Halldór Björnsson, hópstjóri veðurs og loftslags hjá Veðurstofu Íslands. Vísir/vilhelm Gosið í Geldingadal er líklega minna en það sem kom upp í Fimmvörðuhálsi árið 2010 og ekki er talið að það muni hafa áhrif á flugumferð. Mesta hættan er af gasmengun en hún virðist þó ekki vera mikil að sögn veðurfræðings. „Innst inn í Geldingadal er eldgos hafið í litlum hól sem er þar og það rennur nú aðallega út í dalinn sjálfan og safnast fyrir þar. Þetta er ekki mikið gos og hægt að bera það saman við Fimmvörðuhálsinn, sérstaklega hvernig það byrjar. Þetta er eins og stendur afskaplega lítið,“ segir Halldór Björnsson, hópstjóri veðurs og loftlags hjá Veðurstofu Íslands sem flaug yfir gossvæðið með þyrlu Landhelgisgæslunnar í morgun. Hann segir nú unnið að því að leggja mat á hraunflæðið og útbreiðslu hraunsins. „Það fer í þennan dal og kemst ekkert í burtu þaðan í bili. Það er þetta lítið magn að er þó nokkuð í að það fari lengra en fari annað.“ Þá sé verið að klára að meta gosmökkinn, öskufall og leggja mat á gasmengun. „Við vitum að mökkurinn er ekki mjög hár hann nær svona tæplega einum kílómetra í þriggja, fjögurra kílómetra fjarlægð.“ Umfang gossins í samræmi við spá „Á meðan við vitum ekki hversu mikið gas gæti verið þarna þá er mjög óvarlegt að vera að vera að labba að þarna sérstaklega í lægðum vegna þess að gasið getur safnast saman í lægðum,“ segir Halldór. Best sé að fylgjast vel með tilmælum frá almannavörnum. Hann segir að gosið sé í nokkuð góðu samræmi við spár vísindamanna um gos á Reykjanesskaga. „Þarna vissum við að gæti komið upp gos. Menn voru auðvitað alls ekki vissir um hvort það myndi gerast, flestir gangar fara ekki upp á yfirborðið en síðan þegar hann fer upp á yfirborðið þá passar það vel að þetta er ekki stórt gos þar sem gangurinn var líka lítill.“ Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos og jarðhræringar Almannavarnir Tengdar fréttir „Móðir náttúra gefur okkur stórkostlega náttúrusmíð“ Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2, segir eldgosið í Geldingadal líklega vera það minnsta sem hann hafi séð hingað til. Það sé þó mjög fallegt. 20. mars 2021 11:25 Almannavarnastig lækkað niður á hættustig Almannavarnastig hefur verið lækkað niður á hættustig vegna eldgoss í Geldingadal. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum. Neyðtarstigi var lýst í gærkvöldi þegar ljóst var að byrjað var að gjósa. 20. mars 2021 10:33 Þetta vitum við um eldgosið í Geldingadal Eldgos hófst í Geldingadal við Fagradalsfjall klukkan 20:45 í gærkvöldi. Klukkan 21:36 hringdi kona inn á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar og velti því upp hvort gos væri mögulega hafið á Reykjanesskaga. Hún taldi sig hafa séð rauðan bjarma á vefmyndavél sem hún var að fylgjast með. 20. mars 2021 03:28 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
„Innst inn í Geldingadal er eldgos hafið í litlum hól sem er þar og það rennur nú aðallega út í dalinn sjálfan og safnast fyrir þar. Þetta er ekki mikið gos og hægt að bera það saman við Fimmvörðuhálsinn, sérstaklega hvernig það byrjar. Þetta er eins og stendur afskaplega lítið,“ segir Halldór Björnsson, hópstjóri veðurs og loftlags hjá Veðurstofu Íslands sem flaug yfir gossvæðið með þyrlu Landhelgisgæslunnar í morgun. Hann segir nú unnið að því að leggja mat á hraunflæðið og útbreiðslu hraunsins. „Það fer í þennan dal og kemst ekkert í burtu þaðan í bili. Það er þetta lítið magn að er þó nokkuð í að það fari lengra en fari annað.“ Þá sé verið að klára að meta gosmökkinn, öskufall og leggja mat á gasmengun. „Við vitum að mökkurinn er ekki mjög hár hann nær svona tæplega einum kílómetra í þriggja, fjögurra kílómetra fjarlægð.“ Umfang gossins í samræmi við spá „Á meðan við vitum ekki hversu mikið gas gæti verið þarna þá er mjög óvarlegt að vera að vera að labba að þarna sérstaklega í lægðum vegna þess að gasið getur safnast saman í lægðum,“ segir Halldór. Best sé að fylgjast vel með tilmælum frá almannavörnum. Hann segir að gosið sé í nokkuð góðu samræmi við spár vísindamanna um gos á Reykjanesskaga. „Þarna vissum við að gæti komið upp gos. Menn voru auðvitað alls ekki vissir um hvort það myndi gerast, flestir gangar fara ekki upp á yfirborðið en síðan þegar hann fer upp á yfirborðið þá passar það vel að þetta er ekki stórt gos þar sem gangurinn var líka lítill.“
Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos og jarðhræringar Almannavarnir Tengdar fréttir „Móðir náttúra gefur okkur stórkostlega náttúrusmíð“ Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2, segir eldgosið í Geldingadal líklega vera það minnsta sem hann hafi séð hingað til. Það sé þó mjög fallegt. 20. mars 2021 11:25 Almannavarnastig lækkað niður á hættustig Almannavarnastig hefur verið lækkað niður á hættustig vegna eldgoss í Geldingadal. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum. Neyðtarstigi var lýst í gærkvöldi þegar ljóst var að byrjað var að gjósa. 20. mars 2021 10:33 Þetta vitum við um eldgosið í Geldingadal Eldgos hófst í Geldingadal við Fagradalsfjall klukkan 20:45 í gærkvöldi. Klukkan 21:36 hringdi kona inn á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar og velti því upp hvort gos væri mögulega hafið á Reykjanesskaga. Hún taldi sig hafa séð rauðan bjarma á vefmyndavél sem hún var að fylgjast með. 20. mars 2021 03:28 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
„Móðir náttúra gefur okkur stórkostlega náttúrusmíð“ Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2, segir eldgosið í Geldingadal líklega vera það minnsta sem hann hafi séð hingað til. Það sé þó mjög fallegt. 20. mars 2021 11:25
Almannavarnastig lækkað niður á hættustig Almannavarnastig hefur verið lækkað niður á hættustig vegna eldgoss í Geldingadal. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum. Neyðtarstigi var lýst í gærkvöldi þegar ljóst var að byrjað var að gjósa. 20. mars 2021 10:33
Þetta vitum við um eldgosið í Geldingadal Eldgos hófst í Geldingadal við Fagradalsfjall klukkan 20:45 í gærkvöldi. Klukkan 21:36 hringdi kona inn á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar og velti því upp hvort gos væri mögulega hafið á Reykjanesskaga. Hún taldi sig hafa séð rauðan bjarma á vefmyndavél sem hún var að fylgjast með. 20. mars 2021 03:28