Auddi rétt slapp en Jón Jónsson varð eftir Sylvía Hall skrifar 19. mars 2021 23:00 Jón Jónsson útilokar ekki gistipartý hjá Sverri Bergmann í ljósi stöðunnar. Aðsend Fjöldi skemmtikrafta steig á svið á Skjálftatónleikum Fjölbrautarskóla Suðurnesja í Hljómahöllinni í kvöld. Á sama tíma og ballið fór fram fór að gjósa í Fagradalsfjalli og hefur Reykjanesbrautinni verið lokað vegna þessa. Meðal þeirra sem skemmtu á ballinu eru tónlistarmaðurinn Jón Jónsson. Hann, ólíkt félaga sínum Auðunni Blöndal sem einnig skemmti á tónleikunum, er sem stendur fastur í Keflavík. „Ég var bara að frétta af því núna. Ég var bara að koma af sviðinu,“ segir Jón léttur í samtali við Vísi. „Þetta hittir samt ágætlega á því fjölskyldan er á Akureyri. Ég ætlaði að fljúga aftur á morgun en það verður að koma í ljós.“ „Ætli við förum ekki bara heim til Sverris Bergmann, hann býr hérna í Njarðvík og var að spila á undan mér.“ Stemning hjá Swess Auðunn Blöndal mun þó ekki leita skjóls hjá Sverri í nótt þar sem hann komst til Reykjavíkur í tæka tíð. Á leiðinni sá hann gosið greinilega, en mikill fjöldi bíla var á Reykjanesbrautinni. „Það var rosalegt. Það er bíl í bíl, ég veit ekki hvernig fólk ætlar að snúa við,“ segir Auddi sem var nýkominn heim þegar blaðamaður náði af honum tali. „Ég vorkenni fólkinu sem ætlaði að kíkja á þetta, það er örtröð alveg frá álverinu og upp að N1 í Hafnarfirði.“ Hann segist þó feginn að hafa náð að komast heim til sín, á löglegum hraða, áður en brautinni var lokað. Vinir hans sem urðu eftir geti þó treyst á Sverri. „Það verður stemning hjá honum í kvöld.“ Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Reykjanesbær Tengdar fréttir Reykjanesbraut lokað Reykjanesbraut hefur verið lokað vegna eldgossins sem hófst í Fagradalsfjalli nú í kvöld. Þetta staðfestir Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarna. 19. mars 2021 22:21 Sjá mikinn og fallegan rauðan bjarma úr Grindavík „Maður sér bara mikinn og fallegan rauðan bjarma fyrir austan bæinn,“ segir Vilhjálmur Árnason þingmaður um gosið sem hafið er við Fagradalsfjall. 19. mars 2021 22:39 Gos hafið í Fagradalsfjalli Eldgos er hafið í Geldingadal við Fagradalsfjall. Tilkynning þess efnis barst frá Veðurstofu Íslands til fjölmiðla klukkan 21:55 og í framhaldinu að það hefði að líkindum hafist klukkan 20:45. Lítill órói hefur sést á jarðskjálftamælum. Almannavarnir brýna fyrir fólki að vera ekki að fara ekki á staðinn. 19. mars 2021 21:45 Mest lesið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fela einhverfu til að passa inn Lífið Hatrið mun sigra í útgáfu Alla og íkornanna Lífið Ísrael vann Eurovision Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Hvorki síldarævintýri né gervigreind Lífið Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Menning Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Lífið „Nýju hverfin eintómar stafsetningarvillur“ Lífið samstarf Fleiri fréttir Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Sjá meira
Meðal þeirra sem skemmtu á ballinu eru tónlistarmaðurinn Jón Jónsson. Hann, ólíkt félaga sínum Auðunni Blöndal sem einnig skemmti á tónleikunum, er sem stendur fastur í Keflavík. „Ég var bara að frétta af því núna. Ég var bara að koma af sviðinu,“ segir Jón léttur í samtali við Vísi. „Þetta hittir samt ágætlega á því fjölskyldan er á Akureyri. Ég ætlaði að fljúga aftur á morgun en það verður að koma í ljós.“ „Ætli við förum ekki bara heim til Sverris Bergmann, hann býr hérna í Njarðvík og var að spila á undan mér.“ Stemning hjá Swess Auðunn Blöndal mun þó ekki leita skjóls hjá Sverri í nótt þar sem hann komst til Reykjavíkur í tæka tíð. Á leiðinni sá hann gosið greinilega, en mikill fjöldi bíla var á Reykjanesbrautinni. „Það var rosalegt. Það er bíl í bíl, ég veit ekki hvernig fólk ætlar að snúa við,“ segir Auddi sem var nýkominn heim þegar blaðamaður náði af honum tali. „Ég vorkenni fólkinu sem ætlaði að kíkja á þetta, það er örtröð alveg frá álverinu og upp að N1 í Hafnarfirði.“ Hann segist þó feginn að hafa náð að komast heim til sín, á löglegum hraða, áður en brautinni var lokað. Vinir hans sem urðu eftir geti þó treyst á Sverri. „Það verður stemning hjá honum í kvöld.“
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Reykjanesbær Tengdar fréttir Reykjanesbraut lokað Reykjanesbraut hefur verið lokað vegna eldgossins sem hófst í Fagradalsfjalli nú í kvöld. Þetta staðfestir Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarna. 19. mars 2021 22:21 Sjá mikinn og fallegan rauðan bjarma úr Grindavík „Maður sér bara mikinn og fallegan rauðan bjarma fyrir austan bæinn,“ segir Vilhjálmur Árnason þingmaður um gosið sem hafið er við Fagradalsfjall. 19. mars 2021 22:39 Gos hafið í Fagradalsfjalli Eldgos er hafið í Geldingadal við Fagradalsfjall. Tilkynning þess efnis barst frá Veðurstofu Íslands til fjölmiðla klukkan 21:55 og í framhaldinu að það hefði að líkindum hafist klukkan 20:45. Lítill órói hefur sést á jarðskjálftamælum. Almannavarnir brýna fyrir fólki að vera ekki að fara ekki á staðinn. 19. mars 2021 21:45 Mest lesið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fela einhverfu til að passa inn Lífið Hatrið mun sigra í útgáfu Alla og íkornanna Lífið Ísrael vann Eurovision Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Hvorki síldarævintýri né gervigreind Lífið Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Menning Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Lífið „Nýju hverfin eintómar stafsetningarvillur“ Lífið samstarf Fleiri fréttir Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Sjá meira
Reykjanesbraut lokað Reykjanesbraut hefur verið lokað vegna eldgossins sem hófst í Fagradalsfjalli nú í kvöld. Þetta staðfestir Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarna. 19. mars 2021 22:21
Sjá mikinn og fallegan rauðan bjarma úr Grindavík „Maður sér bara mikinn og fallegan rauðan bjarma fyrir austan bæinn,“ segir Vilhjálmur Árnason þingmaður um gosið sem hafið er við Fagradalsfjall. 19. mars 2021 22:39
Gos hafið í Fagradalsfjalli Eldgos er hafið í Geldingadal við Fagradalsfjall. Tilkynning þess efnis barst frá Veðurstofu Íslands til fjölmiðla klukkan 21:55 og í framhaldinu að það hefði að líkindum hafist klukkan 20:45. Lítill órói hefur sést á jarðskjálftamælum. Almannavarnir brýna fyrir fólki að vera ekki að fara ekki á staðinn. 19. mars 2021 21:45