Innlent

Reykjanesbraut lokað

Sylvía Hall skrifar
Töluverð umferð hefur verið nálægt gossvæðinu.
Töluverð umferð hefur verið nálægt gossvæðinu. Vísir

Reykjanesbraut hefur verið lokað vegna eldgossins sem hófst í Fagradalsfjalli nú í kvöld. Þetta staðfestir Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarna.

Ekki er vitað hversu lengi brautin verður lokuð en fulltrúar almannavarna og Veðurstofunnar eru nú á leið á vettvang. Samhæfingarstöð almannavarna hefur verið virkjuð í Skógarhlíð.

Almannavarnir biðla til fólks að vera ekki að fara á staðinn.

Bíll við bíl á Reykjanesbraut þar sem lögregla hefur lokað fyrir umferð. Lokunin höfuðborgarsvæðismegin er stöðvuð við álverið.Vísir/Egill

Mikil umferð virðist samt vera á Reykjanesbraut eins og sést á þessu myndbandi sem lesandi Vísis sendi inn á ritstjórn.

Klippa: Umferð á Reykjanesbraut

Myndir eða myndbönd

Ertu með myndir eða myndbönd sem að sýna eldgosið? Sendu okkur endilega í tölvupósti eða WeTransfer á ritstjorn@visir.is.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×