Innlent

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Í hádegisfréttum fjöllum við um það helsta sem tengist kórónuveirufaraldrinum, jarðhræringum á Reykjanesskaga og mygluvandamálum Fossvogsskóla svo fátt eitt sé nefnt.
Í hádegisfréttum fjöllum við um það helsta sem tengist kórónuveirufaraldrinum, jarðhræringum á Reykjanesskaga og mygluvandamálum Fossvogsskóla svo fátt eitt sé nefnt. vísir

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins kallar eftir óháðri úttekt á öllum leik og grunnskólum borgarinnar í kjölfar mygluvandamála í Fossvogsskóla og segir viðbrögð borgarinnar skammarleg. Við fjöllum áfram um Fossvogsskóla í hádegisfréttum.

Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær en á miðvikudag greindist smit utan sóttkvíar með þeim afleiðingum að ríflega hundrað manns þurftu að fara í sóttkví. Um er að ræða breska afbrigði veirunnar.

Tilviljunin ein gæti ráðið því að skjálftahrina sé hafin á nýjum stað á sama tíma og kvikuinnskotið á Reykjanesskaga. Þetta segir Benedikt Ófeigsson jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Við ræðum nánar við Benedikt um breytingar á virkni á Reykjanesskaga.

Við fjöllum um allt það helsta á erlendum vettvangi eins og rannsókn lögreglu á sóttvarnabroti norska forsætisráðherrans og segjum frá hitafundi kínverskra og bandarískra embættismanna þar sem ásakanir gengu á víxl. Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Vísis á slaginu 12.00.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×