Innlent

Reyndist vera með breska afbrigði veirunnar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frá sýnatöku vegna kórónuveirunnar.
Frá sýnatöku vegna kórónuveirunnar. Vísir/vilhelm

Kona sem greindist með kórónuveiruna utan sóttkvíar á miðvikudag er með breska afbrigði veirunnar. Þetta staðfestir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við Vísi. Rúmlega hundrað einstaklingar voru sendir í sóttkví í gær eftir að konan greindist.

Meðal þeirra voru yfir fimmtíu starfsmenn Landspítalans, sautján nemendur og einn kennari hjá Mími og 30-40 starfsmenn ION-hótela á Nesjavöllum. Konan er starfsmaður hótelsins og sótti starfsmannagleði hótelsins síðastliðinn sunnudag.

Eigandi hótelsins sagði í samtali við Vísi í gær að starfsmaðurinn væri einkennalítill og að engir samstarfsmenn hafi fundið fyrir einkennum.

Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær en 639 fóru í sýnatöku.

Fréttin hefur verið uppfærð.


Tengdar fréttir

Yfir hundrað í sótt­kví vegna smitsins sem greindist í gær

Rúmlega hundrað einstaklingar hafa verið sendir í sóttkví í tengslum við kórónuveirusmitið sem greindist utan sóttkvíar í gær. Enn liggur ekki fyrir hvort um sé að ræða hið svokallaða breska afbrigði veirunnar en búist er við að raðgreiningu ljúki í kvöld.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×