Mál ferðafélagans fer aftur fyrir Landsrétt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. mars 2021 15:57 Norræna við bryggju á Seyðisfirði. Vísir/JóiK Hæstiréttur hefur ómerkt fimm ára dóm yfir Jerzy Wlodzimierz Lubaszka sem féll í Landsrétti í desember 2019. Hæstiréttur telur að Landsréttur hafi farið á svig við reglu um milliliðalausa sönnunarfærslu og því í ósamræmi við áskilnað um réttláta málsmeðferð eins og kveðið er á um í stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu. Lubaszka var dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot við annan mann í október 2017. Um var að ræða smygl á 11,5 lítrum af amfetamínbasa með Norrænu. Lubaszka var sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur í maí 2018 þar sem ekki taldist sannað að hann hefði vitað af efnunum í bílnum. Jerzy Arkadiusz Ambrozy, ferðafélagi Lubaszka, hlaut sex og hálfs árs dóm á sama tíma. Lubaszka kaus að tjá sig ekki um ákæruefnið fyrir Landsrétti en vísaði til fyrri framburðar hjá lögreglu og fyrir héraðsdómi. Hæstiréttur vísaði til þess að í ljósi þess að Lubaszka kaus ekki að tjá sig hefði eina sönnunarfærslan fyrir Landsrétti verið símaskýrsla úr héraðsdómi af lögreglumanni sem ók bifreiðinni með fíkniefnunum frá Seyðisfirði til Egilsstaða. „Þrátt fyrir þetta endurskoðaði Landsréttur sönnunargildi munnlegra framburða og komst að þeirri niðurstöðu að skýringar ákærða og meðákærða um að tilgangur ferðarinnar hefði í og með verið atvinnuleit væru mjög óljósar og ótrúverðugar,“ segir í niðurstöðu Hæstaréttar. Ófullnægjandi aðferð við sönnunarmat Þessi aðferð við sönnunarmat Landsréttar hafi brotið í bága við regluna um milliliðalausa sönnunarfærslu og því í ósamræmi við áskilnað um réttláta málsmeðferð, sbr. 1. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar og 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. Þar sem aðferð við sönnunarmatið var að þessu leyti ófullnægjandi taldi Hæstiréttur að ómerkja ætti dóm Landsréttar og vísa málinu aftur þangað til löglegrar meðferðar. Þá benti Hæstiréttur á að Lubaszka væri saksóttur fyrir brot gegn 173. gr. a almennra hegningarlaga. Ekki yrði refsað fyrir slíkt brot nema ásetningur hafi staðið til þess enda hefði ákvæðið ekki að geyma sérstaka heimild til að refsa fyrir gáleysisbrot, sbr. 18. grein laganna. Ekkert um gáleysi í lagagreininni sem ákært var fyrir brot á Í dómi Landsréttar hafi komið fram að miðað við málsvörn Lubaszka, þess efnis að honum hefði verið alls ókunnugt um að fíkniefni væru falin í eldsneytistanki bifreiðarinnar, réðist niðurstaða málsins af mati á því hvort hann hafi „mátt vita“ eða að líklegt væri að tilgangur fararinnar til Íslands væri að flytja ólögleg fíkniefni til landsins. Jafnframt sagði í dómi Landsréttar að gögn málsins gæfu tilefni til að ætla að Lubaszka hefði hlotið að vita eða „mátt vita“ eða „mátt gera sér grein fyrir“ að fíkniefnin gætu verið falin í bifreiðinni. Þá sagði í héraðsdómi að ekkert benti til að Lubaszka hefði vitað eða „mátt vita“ að fíkniefni væru falin í bifreiðinni. Hæstiréttur taldi þessa röksemdafærsla lýta öðrum þræði að gáleysi sem grundvelli saknæmis en það ætti ekki við um brot gegn 173. gr. a almennra hegningarlaga. Dómsmál Norræna Smygl Tengdar fréttir Ferðafélaginn slapp ekki í Landsrétti og fékk fimm ár Jerzy Wlodzimierz Lubaszka var í Landsrétti í dag dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot við annan mann í október 2017. Um var að ræða smygl á 11,5 lítrum af amfetamínbasa með Norrænu. 20. desember 2019 16:36 Sex og hálft ár fyrir fíkniefnasmygl en ferðafélaginn sleppur Jerzy Arkadiusz Ambrozy, pólskur ríkisborgari á sextugsaldri, hefur verið dæmdur í sex og hálfs árs fangelsi vegna innflutnings á 11,5 lítrum af amfetamínbasa 3. maí 2018 16:17 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn Sjá meira
Hæstiréttur telur að Landsréttur hafi farið á svig við reglu um milliliðalausa sönnunarfærslu og því í ósamræmi við áskilnað um réttláta málsmeðferð eins og kveðið er á um í stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu. Lubaszka var dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot við annan mann í október 2017. Um var að ræða smygl á 11,5 lítrum af amfetamínbasa með Norrænu. Lubaszka var sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur í maí 2018 þar sem ekki taldist sannað að hann hefði vitað af efnunum í bílnum. Jerzy Arkadiusz Ambrozy, ferðafélagi Lubaszka, hlaut sex og hálfs árs dóm á sama tíma. Lubaszka kaus að tjá sig ekki um ákæruefnið fyrir Landsrétti en vísaði til fyrri framburðar hjá lögreglu og fyrir héraðsdómi. Hæstiréttur vísaði til þess að í ljósi þess að Lubaszka kaus ekki að tjá sig hefði eina sönnunarfærslan fyrir Landsrétti verið símaskýrsla úr héraðsdómi af lögreglumanni sem ók bifreiðinni með fíkniefnunum frá Seyðisfirði til Egilsstaða. „Þrátt fyrir þetta endurskoðaði Landsréttur sönnunargildi munnlegra framburða og komst að þeirri niðurstöðu að skýringar ákærða og meðákærða um að tilgangur ferðarinnar hefði í og með verið atvinnuleit væru mjög óljósar og ótrúverðugar,“ segir í niðurstöðu Hæstaréttar. Ófullnægjandi aðferð við sönnunarmat Þessi aðferð við sönnunarmat Landsréttar hafi brotið í bága við regluna um milliliðalausa sönnunarfærslu og því í ósamræmi við áskilnað um réttláta málsmeðferð, sbr. 1. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar og 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. Þar sem aðferð við sönnunarmatið var að þessu leyti ófullnægjandi taldi Hæstiréttur að ómerkja ætti dóm Landsréttar og vísa málinu aftur þangað til löglegrar meðferðar. Þá benti Hæstiréttur á að Lubaszka væri saksóttur fyrir brot gegn 173. gr. a almennra hegningarlaga. Ekki yrði refsað fyrir slíkt brot nema ásetningur hafi staðið til þess enda hefði ákvæðið ekki að geyma sérstaka heimild til að refsa fyrir gáleysisbrot, sbr. 18. grein laganna. Ekkert um gáleysi í lagagreininni sem ákært var fyrir brot á Í dómi Landsréttar hafi komið fram að miðað við málsvörn Lubaszka, þess efnis að honum hefði verið alls ókunnugt um að fíkniefni væru falin í eldsneytistanki bifreiðarinnar, réðist niðurstaða málsins af mati á því hvort hann hafi „mátt vita“ eða að líklegt væri að tilgangur fararinnar til Íslands væri að flytja ólögleg fíkniefni til landsins. Jafnframt sagði í dómi Landsréttar að gögn málsins gæfu tilefni til að ætla að Lubaszka hefði hlotið að vita eða „mátt vita“ eða „mátt gera sér grein fyrir“ að fíkniefnin gætu verið falin í bifreiðinni. Þá sagði í héraðsdómi að ekkert benti til að Lubaszka hefði vitað eða „mátt vita“ að fíkniefni væru falin í bifreiðinni. Hæstiréttur taldi þessa röksemdafærsla lýta öðrum þræði að gáleysi sem grundvelli saknæmis en það ætti ekki við um brot gegn 173. gr. a almennra hegningarlaga.
Dómsmál Norræna Smygl Tengdar fréttir Ferðafélaginn slapp ekki í Landsrétti og fékk fimm ár Jerzy Wlodzimierz Lubaszka var í Landsrétti í dag dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot við annan mann í október 2017. Um var að ræða smygl á 11,5 lítrum af amfetamínbasa með Norrænu. 20. desember 2019 16:36 Sex og hálft ár fyrir fíkniefnasmygl en ferðafélaginn sleppur Jerzy Arkadiusz Ambrozy, pólskur ríkisborgari á sextugsaldri, hefur verið dæmdur í sex og hálfs árs fangelsi vegna innflutnings á 11,5 lítrum af amfetamínbasa 3. maí 2018 16:17 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn Sjá meira
Ferðafélaginn slapp ekki í Landsrétti og fékk fimm ár Jerzy Wlodzimierz Lubaszka var í Landsrétti í dag dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot við annan mann í október 2017. Um var að ræða smygl á 11,5 lítrum af amfetamínbasa með Norrænu. 20. desember 2019 16:36
Sex og hálft ár fyrir fíkniefnasmygl en ferðafélaginn sleppur Jerzy Arkadiusz Ambrozy, pólskur ríkisborgari á sextugsaldri, hefur verið dæmdur í sex og hálfs árs fangelsi vegna innflutnings á 11,5 lítrum af amfetamínbasa 3. maí 2018 16:17