Lífið

Stórkostleg saga um augnablikið þegar Eyfi hætti í handbolta

Stefán Árni Pálsson skrifar
Eyjólfur Kristjánsson var fínasti markvörður bæði í fótbolta og handbolta.
Eyjólfur Kristjánsson var fínasti markvörður bæði í fótbolta og handbolta.

Í kvöld verður sérstakur skemmtiþáttur á vegum Þróttara í boði á myndlyklum Vodafone. Þátturinn ber nafnið Hjartað í Reykjavík og verður í kvöld kl. 20:00.

Hægt er að kaupa viðburðinn í gegnum viðmót Vodafone og mun rás 901 á myndlyklinum eða í Stöð 2 appinu opnast í kjölfarið.

Um er að ræða skemmtiþátt fyrir alla fjölskylduna þar sem Þróttararnir glaðbeittu, Jón Ólafsson og Bolli Már Bjarnason fá til sín bráðskemmtilega gesti í spjall ásamt lifandi tónlist. Gestir þáttarins verða meðal annars Sóli Hólm, Eyfi, Dóri Gylfa og Hildur Vala.

Allur ágóði þáttarins rennur til Þróttar og kostar 2900 krónur að kaupa viðburðinn.

Í þættinum í kvöld verður meðal annars rætt við Eyjólf Kristjánsson stórsöngvara sem æfði á sínum tíma handbolta með félaginu. 

Hans helsti æfingafélagi var goðsögnin Sigurður Valur Sveinsson og segir Eyfi stórkostlega sögu frá því þegar hann ákvað að hætta í handbolta eins og sjá má hér að neðan.

Íþróttafréttamaðurinn og handboltasérfræðingurinn Guðjón Guðmundsson segir í samtali við Vísi að Eyfi hafi verið mjög efnilegur markmaður. 

Hér að neðan má sjá brot úr þætti kvöldsins.

Klippa: Ástæðan af hverju Eyfi hætti í handboltaFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.