Innlent

„Skotgrafapólitík“ í umsögnum um auðlindaákvæði veldur vonbrigðum

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Forsætisráðherra segir að nú sé tækifæri breytinga.
Forsætisráðherra segir að nú sé tækifæri breytinga. Vísir/Vilhelm

Sumar umsagnir sem borist hafa um frumvarp um breytingar á stjórnarskrá valda Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra vonbrigðum.

Hún segir í pistli í Morgunblaðinu í dag að í þeim megi greina hefðbundna skotgrafapólitík, einkum þeim sem lúta að auðlindaákvæði frumvarpsins.

Hún segir allmarga umsagnaraðila túlka samfélagslega sátt um breytingar þannig að hún felist í því að þeir komi fram eigin vilja.

Katrín segir að ef marka megi umsagnirnar sé ljóst að höfundar þeirra geti mætavel sæst á að „halda rifrildinu áfram að eilífu“ þannig að ákvæði af þessu tagi komist aldrei inn í stjórnarskrá.

Katrín vísar máli sínu til stuðnings til umsagna sem borist hafa úr tveimur áttum, annars vegar frá fólki sem finnist ákvæðið sérstaklega samið fyrir stórútgerðir og hins vegar frá helstu hagsmunavörðum útgerðarinnar sem vilji ekki auðlindaákvæðið inn í stjórnarskrá.

Forsætisráðherra lýkur pistli sínum á því að segja:

„Nú er tækifæri til raunverulegra breytinga ef við leyfum þeim ekki að ráða sem líður svo vel í gömlum skotgröfum að þeir mega ekki hugsa sér að málið leysist.“


Tengdar fréttir

Katrín vongóð um framgang stjórnarskrárfrumvarps

Forsætisráðherra er vongóð um að frumvarp hennar um breytingar á stjórnarskránni fái vandaða meðferð í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og málið nái fram að ganga á Alþingi. Mestur ágreiningur er um auðlindaákvæði frumvarpsins sem Katrín segir ekki bara snúast um fisk.

Stjórnarskrárfrumvarp gagnrýnt úr mörgum áttum

Forseti Alþingis segir stjórnarskrárfrumvarp Katrínar Jakobsdóttur fela í sér skýrari ákvæði um stöðu þingsins í stjórnskipaninni. Þingmenn eru langt í frá einhuga í afstöðu sinni til frumvarpsins.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.