Rósa Björk: Ætlum við að klúðra stöðunni? Sunna Sæmundsdóttir skrifar 17. mars 2021 14:48 Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingkona Vinstri Grænna. Vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir segir löngu tímabært að Íslendingar fái upplýsingar um afhendingaráætlun bóluefna fyrir næsta ársfjórðung. Gert er ráð fyrir að fjörutíu og þrjú þúsund manns verði bólusettir í lok mánaðarins. Þetta kom fram á Alþingi í dag þegar heilbrigðisráðherra flutti skýrslu um stöðu faraldursins. Svandís sagði að þrettán prósent þjóðarinnar hafi nú fengið fyrsta skammt bóluefnis eða báða, eða tæplega 36.800 manns. Nú er gert ráð fyrir að búið verði að bólusetja 43 þúsund manns í lok mánaðarins. Í upphafi árs var reiknað með að 45 þúsund yrðu bólusettir á þeim tíma og er bólusetningin því litlu á eftir áætlun. Svandís vísaði til þess að von væri á niðurstöðu úr rannsókn á hugsanlegum aukaverkunum AstraZeneca á morgun og að í framhaldinu yrði tekin afstaða til notkunar efnisins hér á landi. Þá sé von á afhendingaráætlun næsta ársfjórðungs á næstunni. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherraVísir/vilhelm Anna Kolbrún Árnadóttir, þingkona Miðflokksins, spurði í umræðum um skýrsluna hvort aldrei hefði verið athugað hvort Íslendingar gætu farið í bóluefnakaup í samvinnu við Breta og vísaði til erfiðleika hjá Evrópusambandinu. Heilbrigðisráðherra sagðist enn sannfærð um að það hafi verið rétt ákvörðun að fylgja Evrópusambandinu en sagðist þó telja löngu tímabært að fá afhendingaráætlanir fyrir næsta ársfjórðung. Líkt og greint var frá í gær hafa stjórnvöld ákveðið hleypa þeim sem eru bólusettir og búsettir utan Schengen-svæðisins inn í landið gegn framvísun vottorðs. Það sama gildir um þá sem hafa fengið covid-sýkingu og eru með vottorð þar um. Þá verður svokallað litakóða-kerfi tekið upp fyrir lönd innan Schengen-svæðisins um mánðarmótin. Rósa Björk Brynjólfsdótir, þingkona Samfylkingar, sagði á Alþingi í dag að þetta væri pólitísk ákvörðun sem ríkisstjórnin verði að standa með að fullu. „Í versta falli munum við sjá fjölgun smita og þá ábyrgð verða stjórnvöld að axla,“ sagði Rósa. Draumastaða sem gæti klúðrast „Hvað ef versta sviðsmyndin raungerist og við stöndum uppi með þá staðreynd að hér þurfum við að stíga hröð skref til baka og loka og herða sóttvarnaraðgerðir. Er ríkisstjórnin tilbúin með aðgerðaáætlun eða sviðsmyndir þar að lútandi eins og þurfti að fara í síðasta sumar?“ spurði Rósa. Hún sagði vatnaskil hafa orðið með þessum ákvörðunum og með því að opna á komu fólks frá grænum löndum „á tímum þegar fjórða bylgjan er að hefjast í Evrópu.“ „Sama dag og ríkisstjórnin tók þessa ákvörðun gáfum grænt ljós á markaðsátak ferðaþjónustuaðila um að Íslands sé opið og tilbúið að taka á móti ferðamönnum. Þessi ákvörðun er tekin án nægilegs samráðs við þingið og án allrar umræðu hér,“ sagði Rósa. Hún bætti við að hér á landi hafi verið „draumastaða“ í faraldrinum. „Ætlum við að klúðra þeirri stöðu?“ spurði þingkonan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Samfylkingin Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fleiri fréttir Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Sjá meira
Þetta kom fram á Alþingi í dag þegar heilbrigðisráðherra flutti skýrslu um stöðu faraldursins. Svandís sagði að þrettán prósent þjóðarinnar hafi nú fengið fyrsta skammt bóluefnis eða báða, eða tæplega 36.800 manns. Nú er gert ráð fyrir að búið verði að bólusetja 43 þúsund manns í lok mánaðarins. Í upphafi árs var reiknað með að 45 þúsund yrðu bólusettir á þeim tíma og er bólusetningin því litlu á eftir áætlun. Svandís vísaði til þess að von væri á niðurstöðu úr rannsókn á hugsanlegum aukaverkunum AstraZeneca á morgun og að í framhaldinu yrði tekin afstaða til notkunar efnisins hér á landi. Þá sé von á afhendingaráætlun næsta ársfjórðungs á næstunni. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherraVísir/vilhelm Anna Kolbrún Árnadóttir, þingkona Miðflokksins, spurði í umræðum um skýrsluna hvort aldrei hefði verið athugað hvort Íslendingar gætu farið í bóluefnakaup í samvinnu við Breta og vísaði til erfiðleika hjá Evrópusambandinu. Heilbrigðisráðherra sagðist enn sannfærð um að það hafi verið rétt ákvörðun að fylgja Evrópusambandinu en sagðist þó telja löngu tímabært að fá afhendingaráætlanir fyrir næsta ársfjórðung. Líkt og greint var frá í gær hafa stjórnvöld ákveðið hleypa þeim sem eru bólusettir og búsettir utan Schengen-svæðisins inn í landið gegn framvísun vottorðs. Það sama gildir um þá sem hafa fengið covid-sýkingu og eru með vottorð þar um. Þá verður svokallað litakóða-kerfi tekið upp fyrir lönd innan Schengen-svæðisins um mánðarmótin. Rósa Björk Brynjólfsdótir, þingkona Samfylkingar, sagði á Alþingi í dag að þetta væri pólitísk ákvörðun sem ríkisstjórnin verði að standa með að fullu. „Í versta falli munum við sjá fjölgun smita og þá ábyrgð verða stjórnvöld að axla,“ sagði Rósa. Draumastaða sem gæti klúðrast „Hvað ef versta sviðsmyndin raungerist og við stöndum uppi með þá staðreynd að hér þurfum við að stíga hröð skref til baka og loka og herða sóttvarnaraðgerðir. Er ríkisstjórnin tilbúin með aðgerðaáætlun eða sviðsmyndir þar að lútandi eins og þurfti að fara í síðasta sumar?“ spurði Rósa. Hún sagði vatnaskil hafa orðið með þessum ákvörðunum og með því að opna á komu fólks frá grænum löndum „á tímum þegar fjórða bylgjan er að hefjast í Evrópu.“ „Sama dag og ríkisstjórnin tók þessa ákvörðun gáfum grænt ljós á markaðsátak ferðaþjónustuaðila um að Íslands sé opið og tilbúið að taka á móti ferðamönnum. Þessi ákvörðun er tekin án nægilegs samráðs við þingið og án allrar umræðu hér,“ sagði Rósa. Hún bætti við að hér á landi hafi verið „draumastaða“ í faraldrinum. „Ætlum við að klúðra þeirri stöðu?“ spurði þingkonan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Samfylkingin Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fleiri fréttir Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent