Liðsmenn eins vinsælasta Eurovision-bloggsins kveða upp dóm yfir Daða Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. mars 2021 11:15 Suzanne Adams og Deban Aderemi horfa á atriði Daða og Gagnamagnsins frá því á laugardag. Skjáskot/Youtube Liðsmenn hinnar vinsælu Eurovision-bloggsíðu Wiwibloggs eru yfir sig hrifnir af framlagi Íslands í keppninni í ár, ef marka má myndband sem hlaðið var inn á YouTube-rás síðunnar í gær. Þó að þeir telji lagið ekki sigurstranglegt telja þeir öruggt að það komist alla leið á úrslitakvöldið í Rotterdam 22. maí. Daði Freyr Pétursson og félagar hans í Gagnamagninu frumfluttu lagið Ten Years, sem fer fyrir Íslands hönd í Eurovision, á laugardagskvöld. Lagið fjallar um samband Daða Freys og eiginkonu hans, Árnýjar Fjólu Guðmundsdóttur sem einnig er liðsmaður Gagnamagnsins. Fallegur ástaróður sem eldist eins og gott vín Deban Aderemi og Suzanne Adams hjá Wiwibloggs tóku lagið til umfjöllunar á YouTube-rás Wiwibloggs í gær. Þau byrjuðu bæði að dilla sér um leið og strengjasveitin lauk upphafskafla lagsins og lýstu yfir ánægju með búninga Gagnamagnsins. „Þetta eldist eins og vín, og ég ætla að gera ráð fyrir að það sé fínt vín. Ég myndi ekki breyta neinu. Alltaf þegar ég held að hjarta mitt sé fullt finn ég nýja staði til að kanna. Vel gert, Daði og félagar!“ sagði Adams. Hún sagði lagið jafnframt fallegan ástaróð sem væri mjög einkennandi fyrir Daða. Hún kvaðst þó hafa verið hrifnari af framlagi Daða í fyrra, Think About Things. „Líklega vegna þess að ég var þá að heyra í þeim í fyrsta sinn. Samt sem áður, eins og hann segir sjálfur um samband sitt, mun honum aldrei leiðast. Honum leiðist ekki og mér leiðist ekki framlag Íslands.“ Vinnum ekki Eurovision Aderemi tók í sama streng og Suzanne. Think About Things hefði vissulega verið meira grípandi en nýja lagið. Ísland hefði vel getað unnið Eurovision í fyrra. „Mun þetta, Ten Years, vinna Eurovision? Nei, ég efa það. En þeim tókst ætlunarverkið. Þetta er frábært lag, lag sem maður ætti ekki að skammast sín fyrir, lag sem Ísland ætti að vera stolt af,“ sagði Aderemi en kvaðst þó viss um að Ísland komist áfram á úrslitakvöldið 22. maí. Þegar litið er yfir athugasemdir við 10 Years, sem hlaðið var upp á YouTube strax á laugardagskvöld, virðast margir sama sinnis og liðsmenn Wiwibloggs. Flestum þykir lagið fjörugt og skemmtilegt – en ef til vill ekki jafnsterkt og framlag okkar í fyrra. Veðbankar endurspegla þetta viðhorf. Ísland var lengi vel spáð einu af efstu þremur sætunum á vef Eurovisionworld. Eftir að lagið var frumflutt á laugardag hefur Ísland hins vegar tekið væna dýfu og situr nú í áttunda sæti, á milli Litháen og Kýpur. Eurovision Tengdar fréttir Daði Freyr í yfirheyrslu Daði Freyr mætti í Yfirheyrsluna á FM957 í gær og svaraði nokkrum skemmtilegum spurningum. 16. mars 2021 07:00 Daði nálægt efstu þremur samkvæmt veðbönkum Lagið 10 Years með Daða og Gagnamagninu, sem er framlag Íslands í Eurovision í ár, er af veðbönkum talið þriðja til fimmta líklegasta lagið til að bera sigur úr býtum í keppninni í ár. 14. mars 2021 10:46 Eurovision-lag Daða frumflutt formlega Framlag Íslands til Eurovision var í kvöld frumflutt á RÚV. Daði Freyr og Gagnamagnið flytja lagið 10 Years fyrir Íslands hönd, eins og kunnugt er orðið, en Daði Freyr sigraði Söngvakeppni sjónvarpsins í fyrra en þar sem Eurovision var aflýst vegna kórónuveirufaraldursins fær Daði nú annað tækifæri til að spreyta sig í Eurovision. 13. mars 2021 21:08 Mest lesið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Segir sögur með timbri Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Sjá meira
Daði Freyr Pétursson og félagar hans í Gagnamagninu frumfluttu lagið Ten Years, sem fer fyrir Íslands hönd í Eurovision, á laugardagskvöld. Lagið fjallar um samband Daða Freys og eiginkonu hans, Árnýjar Fjólu Guðmundsdóttur sem einnig er liðsmaður Gagnamagnsins. Fallegur ástaróður sem eldist eins og gott vín Deban Aderemi og Suzanne Adams hjá Wiwibloggs tóku lagið til umfjöllunar á YouTube-rás Wiwibloggs í gær. Þau byrjuðu bæði að dilla sér um leið og strengjasveitin lauk upphafskafla lagsins og lýstu yfir ánægju með búninga Gagnamagnsins. „Þetta eldist eins og vín, og ég ætla að gera ráð fyrir að það sé fínt vín. Ég myndi ekki breyta neinu. Alltaf þegar ég held að hjarta mitt sé fullt finn ég nýja staði til að kanna. Vel gert, Daði og félagar!“ sagði Adams. Hún sagði lagið jafnframt fallegan ástaróð sem væri mjög einkennandi fyrir Daða. Hún kvaðst þó hafa verið hrifnari af framlagi Daða í fyrra, Think About Things. „Líklega vegna þess að ég var þá að heyra í þeim í fyrsta sinn. Samt sem áður, eins og hann segir sjálfur um samband sitt, mun honum aldrei leiðast. Honum leiðist ekki og mér leiðist ekki framlag Íslands.“ Vinnum ekki Eurovision Aderemi tók í sama streng og Suzanne. Think About Things hefði vissulega verið meira grípandi en nýja lagið. Ísland hefði vel getað unnið Eurovision í fyrra. „Mun þetta, Ten Years, vinna Eurovision? Nei, ég efa það. En þeim tókst ætlunarverkið. Þetta er frábært lag, lag sem maður ætti ekki að skammast sín fyrir, lag sem Ísland ætti að vera stolt af,“ sagði Aderemi en kvaðst þó viss um að Ísland komist áfram á úrslitakvöldið 22. maí. Þegar litið er yfir athugasemdir við 10 Years, sem hlaðið var upp á YouTube strax á laugardagskvöld, virðast margir sama sinnis og liðsmenn Wiwibloggs. Flestum þykir lagið fjörugt og skemmtilegt – en ef til vill ekki jafnsterkt og framlag okkar í fyrra. Veðbankar endurspegla þetta viðhorf. Ísland var lengi vel spáð einu af efstu þremur sætunum á vef Eurovisionworld. Eftir að lagið var frumflutt á laugardag hefur Ísland hins vegar tekið væna dýfu og situr nú í áttunda sæti, á milli Litháen og Kýpur.
Eurovision Tengdar fréttir Daði Freyr í yfirheyrslu Daði Freyr mætti í Yfirheyrsluna á FM957 í gær og svaraði nokkrum skemmtilegum spurningum. 16. mars 2021 07:00 Daði nálægt efstu þremur samkvæmt veðbönkum Lagið 10 Years með Daða og Gagnamagninu, sem er framlag Íslands í Eurovision í ár, er af veðbönkum talið þriðja til fimmta líklegasta lagið til að bera sigur úr býtum í keppninni í ár. 14. mars 2021 10:46 Eurovision-lag Daða frumflutt formlega Framlag Íslands til Eurovision var í kvöld frumflutt á RÚV. Daði Freyr og Gagnamagnið flytja lagið 10 Years fyrir Íslands hönd, eins og kunnugt er orðið, en Daði Freyr sigraði Söngvakeppni sjónvarpsins í fyrra en þar sem Eurovision var aflýst vegna kórónuveirufaraldursins fær Daði nú annað tækifæri til að spreyta sig í Eurovision. 13. mars 2021 21:08 Mest lesið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Segir sögur með timbri Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Sjá meira
Daði Freyr í yfirheyrslu Daði Freyr mætti í Yfirheyrsluna á FM957 í gær og svaraði nokkrum skemmtilegum spurningum. 16. mars 2021 07:00
Daði nálægt efstu þremur samkvæmt veðbönkum Lagið 10 Years með Daða og Gagnamagninu, sem er framlag Íslands í Eurovision í ár, er af veðbönkum talið þriðja til fimmta líklegasta lagið til að bera sigur úr býtum í keppninni í ár. 14. mars 2021 10:46
Eurovision-lag Daða frumflutt formlega Framlag Íslands til Eurovision var í kvöld frumflutt á RÚV. Daði Freyr og Gagnamagnið flytja lagið 10 Years fyrir Íslands hönd, eins og kunnugt er orðið, en Daði Freyr sigraði Söngvakeppni sjónvarpsins í fyrra en þar sem Eurovision var aflýst vegna kórónuveirufaraldursins fær Daði nú annað tækifæri til að spreyta sig í Eurovision. 13. mars 2021 21:08